Viðskipti innlent

Vara­for­maður kjörinn for­maður Fé­lags tæknifólks

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Ragnar G. Gunnarsson er nýr formaður Félags tæknifólks.
Ragnar G. Gunnarsson er nýr formaður Félags tæknifólks.

Ragnar G. Gunnarsson er nýr formaður Félags tæknifólks en hann hefur gegnt varaformennsku félagsins undanfarin ár.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Rafiðnaðarsambandsins

Alls tóku 241 þátt í atkvæðagreiðslu um formannsembættið, um tíu prósent félagsmanna, sem lauk á hádegi í gær. 

Þrír voru í framboði til formanns og hlaut Ragnar 100 atkvæði, eða 41,5 prósent greiddra atkvæða. Næstur kom Þorgils Björgvinsson með 69 atkvæði (28,6 prósent) og Sigríður Rósa Bjarnadóttir rak lestina með 40 atkvæði (16,6 prósent).

Þá tóku 32 ekki afstöðu, eða 13,3 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×