Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Boði Logason skrifar 4. apríl 2025 10:36 Helena Hafþórsdóttir O'Connor var krýnd Ungfrú Ísland í gærkvöldi. Vísir Helena Hafþórsdóttir O'Connor var krýnd Ungfrú Ísland í Gamla bíói í gærkvöldi. Hún var að taka þátt í annað skiptið og segir tilfinninguna æðislega. „Mér líður ótrúlega vel, þetta er búið að vera draumur í svo ótrúlega langan tíma hjá mér. Ég er búin að setja mikla vinnu í þetta og að það hafi virkað og draumurinn hafi ræst er æðisleg tilfinning,“ sagði Helena í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að mikill undirbúningur síðustu vikna hafi gefið sér mikið, stúlkurnar hafi meðal annars þurft að æfa göngulag, framkomu, skoða fréttamiðla og vera inn í þjóðmálum hér heima og úti í heimi. „Ég brenn rosalega fyrir auknu sjálfstrausti hjá fólki, ég trúi að það vanti svolítið að ýta undir það - sérstaklega hjá yngri kynslóðinni okkar í dag - að ýta undir að trúa á sjálfan sig og þora að stíga út fyrir þægindarammann sinn,“ segir hún. Helena er tvítug og stundar nám í sálfræði við Háskóla Íslands. Hún verður fulltrúi Íslands í Miss Universe keppninni sem verður haldin í Tælandi í haust. „Þetta opnar svo sjúklega mikið af tækifærum og það er æðislegt að fá að prófa eitthvað nýtt og fá að halda áfram í þessum bransa,“ segir hún. Helena er enginn nýgræðingur þegar kemur að Ungfrú Ísland keppninni en hún hefur keppt áður. Þá lenti hún í öðru sæti og fékk titilinn Miss Supranational og keppti fyrir Íslands hönd erlendis. „Ég glímdi við rosalega mikinn kvíða þegar ég var yngri og þetta hjálpaði mér mjög mikið. Hjálpaði mér líka að stíga út fyrir þægindarammann minn og vinna meira í sjálfri mér. Það er svo mikið af nýjum tækifærum og þú ert búin að prófa eitthvað nýtt,“ segir hún um þá reynslu. Þegar keppninni lauk í gærkvöldi segist hún hafa farið heim þar sem fjölskyldan hennar tók á móti henni. „Það er svo mikið spennufall og mikið af tilfinningum, eins og að ferlið sé búið. Maður er ekki búinn að sjá neitt og þetta líður eins og hálftími. Ég kom heim og sagði að ég þyrfti að kíkja á þetta og sjá hvernig þetta var,“ segir hún en keppnin var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fleiri myndskeið úr útsendingunni má nálgast hér fyrir neðan. Bítið Bylgjan Ungfrú Ísland Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira
„Mér líður ótrúlega vel, þetta er búið að vera draumur í svo ótrúlega langan tíma hjá mér. Ég er búin að setja mikla vinnu í þetta og að það hafi virkað og draumurinn hafi ræst er æðisleg tilfinning,“ sagði Helena í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að mikill undirbúningur síðustu vikna hafi gefið sér mikið, stúlkurnar hafi meðal annars þurft að æfa göngulag, framkomu, skoða fréttamiðla og vera inn í þjóðmálum hér heima og úti í heimi. „Ég brenn rosalega fyrir auknu sjálfstrausti hjá fólki, ég trúi að það vanti svolítið að ýta undir það - sérstaklega hjá yngri kynslóðinni okkar í dag - að ýta undir að trúa á sjálfan sig og þora að stíga út fyrir þægindarammann sinn,“ segir hún. Helena er tvítug og stundar nám í sálfræði við Háskóla Íslands. Hún verður fulltrúi Íslands í Miss Universe keppninni sem verður haldin í Tælandi í haust. „Þetta opnar svo sjúklega mikið af tækifærum og það er æðislegt að fá að prófa eitthvað nýtt og fá að halda áfram í þessum bransa,“ segir hún. Helena er enginn nýgræðingur þegar kemur að Ungfrú Ísland keppninni en hún hefur keppt áður. Þá lenti hún í öðru sæti og fékk titilinn Miss Supranational og keppti fyrir Íslands hönd erlendis. „Ég glímdi við rosalega mikinn kvíða þegar ég var yngri og þetta hjálpaði mér mjög mikið. Hjálpaði mér líka að stíga út fyrir þægindarammann minn og vinna meira í sjálfri mér. Það er svo mikið af nýjum tækifærum og þú ert búin að prófa eitthvað nýtt,“ segir hún um þá reynslu. Þegar keppninni lauk í gærkvöldi segist hún hafa farið heim þar sem fjölskyldan hennar tók á móti henni. „Það er svo mikið spennufall og mikið af tilfinningum, eins og að ferlið sé búið. Maður er ekki búinn að sjá neitt og þetta líður eins og hálftími. Ég kom heim og sagði að ég þyrfti að kíkja á þetta og sjá hvernig þetta var,“ segir hún en keppnin var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fleiri myndskeið úr útsendingunni má nálgast hér fyrir neðan.
Bítið Bylgjan Ungfrú Ísland Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira