Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 4. apríl 2025 13:03 Hljómsveitin Stuðlabandið semur og flytur Þjóðhátíðarlagið 2025. Lagið kemur út þann 15. maí næstkomandi. Skjáskot/Stuðlabandið Hljómsveitin Stuðlabandið eru höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Þjóðhátíð í Eyjum er stærsta og vinsælasta útihátíð landsins og ríkir því mikil spenna fyrir Þjóðhátíðarlaginu ár hvert. Þetta var tilkynnt í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Hljómsveitin Stuðlabandið er þaulvön að koma fram og halda uppi stemningu en Stuðlabandið hefur spilað á stærstu útihátíðum Íslands undanfarin ár. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, útskýrir valið á Stuðlabandinu og segir að þeir hafi einfaldlega átt það skilið. „Stuðlabandið hefur verið með okkur á þjóðhátíðinni síðan 2016 og hefur alltaf staðið sig frábærlega. Þegar maður leitar til þeirra er það aldrei neitt mál, mér finnst þeir bara hafa átt þetta skilið. Við erum í rauninni bara að þakka þeim fyrir,“ segir Jónas. Magnús Kjartan Eyjólfsson og Marínó Geir Lilliendahl, meðlimir Stuðlabandsins, segja það vera mikinn heiður að fá þetta verkefni í hendurnar og þakka Þjóðhátíðarnefnd fyrir traustið. Þegar spurt er hvort hljómsveitin finni fyrir pressu vegna þess að þjóðhátíðarlagið það sem mikil spenna og eftirvænting er ávallt fyrir því, svarar Magnús: „Já, það er alltaf pressa. Ég hef sagt það áður, það eru tvö lög sem Íslendingar hafa miklar skoðanir á, það er Eurovision-lagið og svo Þjóðhátíðarlagið. Það er nánast sama hvað við gerum, við bara megum ekki fokka þessu upp,“ segir Magnús og hlær. Völdu úr fimmtán lögum Lagið sjálft kemur út þann 15. maí næstkomandi. Þeir segjast hafa samið fimmtán lög og hafa haft fimmtán hugmyndir: „Við erum náttúrulega um það bil ellefu í hljómsveitinni og við höfum ekki verið duglegastir að gefa út okkar eigin tónlist. Við höfum frekar spilað tónlist eftir aðra. En þegar við byrjum að semja lag, þá er eins og banki af hugmyndum opnist í höfðinu á okkur og það flæðir bara út. Svo er það bara að velja úr,“ segir Marinó, og bætir við í léttu gríni: „Þetta gæti verið í fyrsta skipti sem ekki er gefið út Þjóðhátíðarlag, heldur Þjóðhátíðarplata..“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Halda orkustiginu í hæstu hæðum Hljómsveitin Stuðlabandið er þaulvön að koma fram og halda uppi stemningu en Stuðlabandið hefur spilað á stærstu útihátíðum Íslands undanfarin ár. 15. júlí 2022 11:31 „Hún kann að halda mér niðri á jörðinni ef hausinn fer á eitthvað flug“ Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, sér um brekkusönginn í ár. Hann stóð vaktina í síðasta brekkusöng þar sem engir áhorfendur voru í dalnum en söng sig inn í hjörtu margra landsmanna á skjánum heima. Blaðamaður tók púlsinn á Magnúsi Kjartani, sem fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir rúmum tveimur áratugum. 20. júlí 2022 11:31 Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
Hljómsveitin Stuðlabandið er þaulvön að koma fram og halda uppi stemningu en Stuðlabandið hefur spilað á stærstu útihátíðum Íslands undanfarin ár. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, útskýrir valið á Stuðlabandinu og segir að þeir hafi einfaldlega átt það skilið. „Stuðlabandið hefur verið með okkur á þjóðhátíðinni síðan 2016 og hefur alltaf staðið sig frábærlega. Þegar maður leitar til þeirra er það aldrei neitt mál, mér finnst þeir bara hafa átt þetta skilið. Við erum í rauninni bara að þakka þeim fyrir,“ segir Jónas. Magnús Kjartan Eyjólfsson og Marínó Geir Lilliendahl, meðlimir Stuðlabandsins, segja það vera mikinn heiður að fá þetta verkefni í hendurnar og þakka Þjóðhátíðarnefnd fyrir traustið. Þegar spurt er hvort hljómsveitin finni fyrir pressu vegna þess að þjóðhátíðarlagið það sem mikil spenna og eftirvænting er ávallt fyrir því, svarar Magnús: „Já, það er alltaf pressa. Ég hef sagt það áður, það eru tvö lög sem Íslendingar hafa miklar skoðanir á, það er Eurovision-lagið og svo Þjóðhátíðarlagið. Það er nánast sama hvað við gerum, við bara megum ekki fokka þessu upp,“ segir Magnús og hlær. Völdu úr fimmtán lögum Lagið sjálft kemur út þann 15. maí næstkomandi. Þeir segjast hafa samið fimmtán lög og hafa haft fimmtán hugmyndir: „Við erum náttúrulega um það bil ellefu í hljómsveitinni og við höfum ekki verið duglegastir að gefa út okkar eigin tónlist. Við höfum frekar spilað tónlist eftir aðra. En þegar við byrjum að semja lag, þá er eins og banki af hugmyndum opnist í höfðinu á okkur og það flæðir bara út. Svo er það bara að velja úr,“ segir Marinó, og bætir við í léttu gríni: „Þetta gæti verið í fyrsta skipti sem ekki er gefið út Þjóðhátíðarlag, heldur Þjóðhátíðarplata..“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Halda orkustiginu í hæstu hæðum Hljómsveitin Stuðlabandið er þaulvön að koma fram og halda uppi stemningu en Stuðlabandið hefur spilað á stærstu útihátíðum Íslands undanfarin ár. 15. júlí 2022 11:31 „Hún kann að halda mér niðri á jörðinni ef hausinn fer á eitthvað flug“ Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, sér um brekkusönginn í ár. Hann stóð vaktina í síðasta brekkusöng þar sem engir áhorfendur voru í dalnum en söng sig inn í hjörtu margra landsmanna á skjánum heima. Blaðamaður tók púlsinn á Magnúsi Kjartani, sem fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir rúmum tveimur áratugum. 20. júlí 2022 11:31 Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
Halda orkustiginu í hæstu hæðum Hljómsveitin Stuðlabandið er þaulvön að koma fram og halda uppi stemningu en Stuðlabandið hefur spilað á stærstu útihátíðum Íslands undanfarin ár. 15. júlí 2022 11:31
„Hún kann að halda mér niðri á jörðinni ef hausinn fer á eitthvað flug“ Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, sér um brekkusönginn í ár. Hann stóð vaktina í síðasta brekkusöng þar sem engir áhorfendur voru í dalnum en söng sig inn í hjörtu margra landsmanna á skjánum heima. Blaðamaður tók púlsinn á Magnúsi Kjartani, sem fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir rúmum tveimur áratugum. 20. júlí 2022 11:31