Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Árni Sæberg skrifar 4. apríl 2025 12:11 Landsréttur kvað upp dóm sinn í gær. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest sýknu manns sem ákærður var fyrir brot gegn barnaverndarlögum, með því að binda tíu ára dreng á höndum og fótum og kitla hann. Dómurinn taldi ekki sannað að maðurinn hefði sest klofvega yfir drenginn og kitlað hann þrátt fyrir að drengurinn bæði hann að hætta. Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn barnaverndalögum með því að sýna dreng, sem var gestkomandi á heimili hans, yfirgang og vanvirðandi og ruddalega háttsemi. Í ákæru á hendur manninum sagði að maðurinn hefði í desember árið 2019 hlaupið á eftir drengnum inn í svefnherbergi, læst dyrum, og gegn vilja drengsins snúið hann niður í hjónarúm herbergisins og þar bundið hann á höndum og fótum, fyrir aftan bak, sest klofvega yfir hann, þar sem hann lá á maganum og kitlað hann, þrátt fyrir að drengurinn bæði hann margsinnis um að hætta. Maðurinn hefði ekki látið af háttsemi sinni fyrr en drengurinn náði að snúa sér við og hrækja í andlit hans. Játaði háttsemina en neitaði sök Fyrir héraðsdómi játaði maðurinn að hafa bundið drenginn á höndum og fótum í hjónarúmi og kitlað hann. Hins vegar neitaði hann að hafa setið ofan á honum, og vildi meina að drengurinn hafi ekki beðið hann um að hætta. Hann neitaði hins vegar sök, þar sem hann vildi meina að ekki væri um refsiverðan verknað að ræða, heldur leik sem drengurinn hafi tekið þátt í. Maðurinn var sýknaður í héraði. Í dómi héraðsdóms sagði að drengurinn hefði komið á heimili mannsins í fylgd með stjúpdóttur hans og annarri vinkonu. Stjúpdóttirin hefði lýst atvikum þannig fyrir dómi að krakkarnir hefðu komið heim til hennar og hlaupið að manninum og byrjað að kitla hann og hann kitlað þau á móti. Það hefði leitt til þess að atburðirnir sem málið varðar hefðu átt sér stað. Hún teldi manninn og drenginn hafa verið lokaða inni í herbergi í eina til tvær mínútur. Vinkonan hefði lýst atvikum á svipaðan hátt, en haft var eftir henni að hún og stjúpdóttirin hefðu verið fyrir utan herbergishurðina og bankað á hana á meðan maðurinn og drengurinn voru inni í herberginu. „Ekki eins og ég hafi verið að nauðga ykkur“ Drengurinn lýsti því líka fyrir dómi að stelpurnar hefðu barið á hurðina, en hann teldi sig og manninn hafa verið inni í herberginu í fimm mínútur. Hann sagði að þegar maðurinn hefði hætt að kitla hann, eftir að hafa verið beðinn um að stoppa, hefði hann sagt: „það er ekki eins og ég hafi verið að nauðga ykkur“. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að frásögn mannsins af atvikum málsins væri trúverðug, og að einungis hann og drengurinn væru til frásagnar um það sem hefði átt sér stað, og því væri að ræða um orð á móti orði. Sú háttsemi sem maðurinn játaði, að binda drenginn um hendur og fætur kitla í læstu herbergi, væri að mati dómsins ekki til eftirbreytni. Þrátt fyrir það teldi dómurinn að um „ærslaleik“ hefði verið að ræða og að gögn málsins bentu til þess að drengurinn hefði tekið fullan þátt og haft gaman af. Hann hefði ekki beitt drenginn yfirgangi, vanvirðingu eða ruddaskap eins og segir í ákæru. Ekki sannað að hann hefði sýnt drengnum yfirgang Í dómi Landsréttar segir að rétturinn hafi ekki talið hafa verið komna fram nægilega sönnun fyrir því að maðurinn hefði setið klofvega yfir drengnum og ekki hætt að kitla hann fyrr en drengurinn náði að snúa sér við og hrækja í andlit hans. Þá rakti Landsréttur að þegar tekin væri afstaða til þess hvort sú háttsemi, sem maðurinn gekkst við, yrði heimfærð undir ákvæði barnaverndarlaga, sem maðurinn var ákærður fyrir, yrði að horfa til þess að beiting refsiákvæða væri háð takmörkunum sem leiða má af ákvæði stjórnarskrár, um að engum verði gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað eða má fullkomlega jafna til slíkrar háttsemi. Ákvæði barnaverndarlaga sem um ræðir mælir fyrir um að hver sá sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skuli sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Landsréttur leit meðal annars til þess og framburðar mannsins, drengsins og tveggja vitna, um að þau hefðu verið í leik þar sem börnin kitluðu ýmist manninn eða hann þau, og taldi ekki hafið yfir skynsamlegan vafa hvort háttsemi mannsins hefði verið vanvirðandi í garð drengsins og hvort hann hefði með henni sýnt ddrengnum yfirgang eða ruddalegt athæfi í skilningi barnaverndarlaga. Því var dómur héraðsdóms um sýknu mannsins staðfestur. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn barnaverndalögum með því að sýna dreng, sem var gestkomandi á heimili hans, yfirgang og vanvirðandi og ruddalega háttsemi. Í ákæru á hendur manninum sagði að maðurinn hefði í desember árið 2019 hlaupið á eftir drengnum inn í svefnherbergi, læst dyrum, og gegn vilja drengsins snúið hann niður í hjónarúm herbergisins og þar bundið hann á höndum og fótum, fyrir aftan bak, sest klofvega yfir hann, þar sem hann lá á maganum og kitlað hann, þrátt fyrir að drengurinn bæði hann margsinnis um að hætta. Maðurinn hefði ekki látið af háttsemi sinni fyrr en drengurinn náði að snúa sér við og hrækja í andlit hans. Játaði háttsemina en neitaði sök Fyrir héraðsdómi játaði maðurinn að hafa bundið drenginn á höndum og fótum í hjónarúmi og kitlað hann. Hins vegar neitaði hann að hafa setið ofan á honum, og vildi meina að drengurinn hafi ekki beðið hann um að hætta. Hann neitaði hins vegar sök, þar sem hann vildi meina að ekki væri um refsiverðan verknað að ræða, heldur leik sem drengurinn hafi tekið þátt í. Maðurinn var sýknaður í héraði. Í dómi héraðsdóms sagði að drengurinn hefði komið á heimili mannsins í fylgd með stjúpdóttur hans og annarri vinkonu. Stjúpdóttirin hefði lýst atvikum þannig fyrir dómi að krakkarnir hefðu komið heim til hennar og hlaupið að manninum og byrjað að kitla hann og hann kitlað þau á móti. Það hefði leitt til þess að atburðirnir sem málið varðar hefðu átt sér stað. Hún teldi manninn og drenginn hafa verið lokaða inni í herbergi í eina til tvær mínútur. Vinkonan hefði lýst atvikum á svipaðan hátt, en haft var eftir henni að hún og stjúpdóttirin hefðu verið fyrir utan herbergishurðina og bankað á hana á meðan maðurinn og drengurinn voru inni í herberginu. „Ekki eins og ég hafi verið að nauðga ykkur“ Drengurinn lýsti því líka fyrir dómi að stelpurnar hefðu barið á hurðina, en hann teldi sig og manninn hafa verið inni í herberginu í fimm mínútur. Hann sagði að þegar maðurinn hefði hætt að kitla hann, eftir að hafa verið beðinn um að stoppa, hefði hann sagt: „það er ekki eins og ég hafi verið að nauðga ykkur“. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að frásögn mannsins af atvikum málsins væri trúverðug, og að einungis hann og drengurinn væru til frásagnar um það sem hefði átt sér stað, og því væri að ræða um orð á móti orði. Sú háttsemi sem maðurinn játaði, að binda drenginn um hendur og fætur kitla í læstu herbergi, væri að mati dómsins ekki til eftirbreytni. Þrátt fyrir það teldi dómurinn að um „ærslaleik“ hefði verið að ræða og að gögn málsins bentu til þess að drengurinn hefði tekið fullan þátt og haft gaman af. Hann hefði ekki beitt drenginn yfirgangi, vanvirðingu eða ruddaskap eins og segir í ákæru. Ekki sannað að hann hefði sýnt drengnum yfirgang Í dómi Landsréttar segir að rétturinn hafi ekki talið hafa verið komna fram nægilega sönnun fyrir því að maðurinn hefði setið klofvega yfir drengnum og ekki hætt að kitla hann fyrr en drengurinn náði að snúa sér við og hrækja í andlit hans. Þá rakti Landsréttur að þegar tekin væri afstaða til þess hvort sú háttsemi, sem maðurinn gekkst við, yrði heimfærð undir ákvæði barnaverndarlaga, sem maðurinn var ákærður fyrir, yrði að horfa til þess að beiting refsiákvæða væri háð takmörkunum sem leiða má af ákvæði stjórnarskrár, um að engum verði gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað eða má fullkomlega jafna til slíkrar háttsemi. Ákvæði barnaverndarlaga sem um ræðir mælir fyrir um að hver sá sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skuli sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Landsréttur leit meðal annars til þess og framburðar mannsins, drengsins og tveggja vitna, um að þau hefðu verið í leik þar sem börnin kitluðu ýmist manninn eða hann þau, og taldi ekki hafið yfir skynsamlegan vafa hvort háttsemi mannsins hefði verið vanvirðandi í garð drengsins og hvort hann hefði með henni sýnt ddrengnum yfirgang eða ruddalegt athæfi í skilningi barnaverndarlaga. Því var dómur héraðsdóms um sýknu mannsins staðfestur.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Sjá meira