Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2025 15:52 Kári Jónsson hefur verið lykilmaður í sigursælu liði Vals undanfarin ár. vísir/diego Körfuboltamaðurinn Kári Jónsson er ekki með slitið krossband í hné eins og óttast var. Hann meiddist í leik Vals og Grindavíkur í fyrradag og verður að öllum líkindum frá næstu mánuðina. Kári meiddist í 3. leikhluta í fyrsta leik Vals og Grindavíkur í átta liða úrslitum Bónus deildar karla á miðvikudaginn. Landsliðsmaðurinn var greinilega kvalinn og var borinn af velli. Margir óttuðust hið versta; að krossbandið hefði slitnað. En það hélt að sögn Kára. „Það eru góðar fréttir þannig séð, að krossböndin eru heil og í lagi. En það er alls kyns annað sem er í ólagi; smá bland í poka af öðrum áverkum. Þetta verður eitthvað verkefni en maður slapp við það versta. Þetta eru góðar fréttir í slæmum fréttum,“ sagði Kári við Vísi í dag. Hann segist sjálfur hafa óttast að krossbandið hefði gefið sig og við tæki margra mánaða endurhæfing. „Maður var farinn að hafa áhyggjur af því en sem betur fer héldu krossböndin. En á móti kemur að það er eitthvað brot í beini, sködduð liðbönd og alls konar dóterí; bland í poka,“ sagði Kári sem er ekki alveg viss hversu lengi hann verður frá keppni. En það er einhver tími. „Að öllum líkindum er þetta tímabil búið og þetta verða 2-3 mánuðir sennilega.“ Bjartsýnn fyrir EM Kári er landsliðsmaður og Ísland hefur tryggt sér sæti á EM sem fer fram 27. ágúst til 14. september. Hann kveðst bjartsýnn á að ná mótinu. „Ég er það og það er eitthvað sem ég stefni á; að gera mitt allra, allra besta til að ná mér góðum fyrir það verkefni. Það er virkilega spennandi,“ sagði Kári sem fer í nánari skoðun eftir helgi og þá liggur ljósar fyrir hver staðan er. „Þá fæ ég skýrari mynd á tímalínuna en í fljótu bragði er EM alveg inni í myndinni.“ Eins og að fá högg í magann Kári segist þó vissulega svekktur að geta ekki hjálpað Valsmönnum frekar í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Hann hefur þó fulla trú á samherjum sínum enda er Valsliðið vant því að lenda í áföllum. „Það er virkilega svekkjandi að missa af þessu ævintýri sem var að byrja. Þetta er eins og að fá högg í magann en þetta er lífið. Við förum ekki gegnum neitt án þess að lenda í einhverjum ólgusjó. En menn stíga upp,“ sagði Kári. Valur vann fyrsta leikinn gegn Grindavík með fimm stiga mun, 94-89, og komst þar með í 1-0 í einvígi liðanna. Annar leikur Grindavíkur og Vals fer fram í Smáranum á sunnudaginn. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á rás Bónus deildarinnar. Bónus-deild karla Valur Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Kári meiddist í 3. leikhluta í fyrsta leik Vals og Grindavíkur í átta liða úrslitum Bónus deildar karla á miðvikudaginn. Landsliðsmaðurinn var greinilega kvalinn og var borinn af velli. Margir óttuðust hið versta; að krossbandið hefði slitnað. En það hélt að sögn Kára. „Það eru góðar fréttir þannig séð, að krossböndin eru heil og í lagi. En það er alls kyns annað sem er í ólagi; smá bland í poka af öðrum áverkum. Þetta verður eitthvað verkefni en maður slapp við það versta. Þetta eru góðar fréttir í slæmum fréttum,“ sagði Kári við Vísi í dag. Hann segist sjálfur hafa óttast að krossbandið hefði gefið sig og við tæki margra mánaða endurhæfing. „Maður var farinn að hafa áhyggjur af því en sem betur fer héldu krossböndin. En á móti kemur að það er eitthvað brot í beini, sködduð liðbönd og alls konar dóterí; bland í poka,“ sagði Kári sem er ekki alveg viss hversu lengi hann verður frá keppni. En það er einhver tími. „Að öllum líkindum er þetta tímabil búið og þetta verða 2-3 mánuðir sennilega.“ Bjartsýnn fyrir EM Kári er landsliðsmaður og Ísland hefur tryggt sér sæti á EM sem fer fram 27. ágúst til 14. september. Hann kveðst bjartsýnn á að ná mótinu. „Ég er það og það er eitthvað sem ég stefni á; að gera mitt allra, allra besta til að ná mér góðum fyrir það verkefni. Það er virkilega spennandi,“ sagði Kári sem fer í nánari skoðun eftir helgi og þá liggur ljósar fyrir hver staðan er. „Þá fæ ég skýrari mynd á tímalínuna en í fljótu bragði er EM alveg inni í myndinni.“ Eins og að fá högg í magann Kári segist þó vissulega svekktur að geta ekki hjálpað Valsmönnum frekar í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Hann hefur þó fulla trú á samherjum sínum enda er Valsliðið vant því að lenda í áföllum. „Það er virkilega svekkjandi að missa af þessu ævintýri sem var að byrja. Þetta er eins og að fá högg í magann en þetta er lífið. Við förum ekki gegnum neitt án þess að lenda í einhverjum ólgusjó. En menn stíga upp,“ sagði Kári. Valur vann fyrsta leikinn gegn Grindavík með fimm stiga mun, 94-89, og komst þar með í 1-0 í einvígi liðanna. Annar leikur Grindavíkur og Vals fer fram í Smáranum á sunnudaginn. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á rás Bónus deildarinnar.
Bónus-deild karla Valur Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira