Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Bjarki Sigurðsson skrifar 5. apríl 2025 21:31 Jóhannes Svavar Rúnarsson er framkvæmdastjóri Strætó. Vísir/Stefán Nýrri greiðsluaðferð í Strætó hafa fylgt einhverjir hnökrar og dæmi eru um að fólk greiði fargjaldið tvisvar. Framkvæmdastjórinn segir það hafa reynst erfitt að laga villuna, en unnið sé hörðum höndum að því. Undir lok síðasta árs fóru notendur Strætó að geta greitt fargjald í gegnum snertilausar lausnir, til dæmis með kortinu í símanum. Þannig þarf ekki að vera með Klappið, smáforrit Strætó, til að greiða fyrir farið. „Þetta er svona að hefja sig til flugs í heiminum. Þetta er aðeins öðruvísi en snertilausar greiðslur í verslunum, þetta er alveg sérstaðall fyrir strætisvagna,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. „Þetta er rosalega einfaldur og þægilegur greiðslumáti. Allir eru með símann sinn. Við sjáum bara línulegan vöxt í notkun á snertilausum greiðslum.“ Nýjungum fylgja oft ákveðnir hnökrar. Einhverjir strætónotendur hafa lent í því að hafa keypt miða í Klappinu, lagt símann upp við skannan til að skanna miðann, en óvart greitt aftur með kortinu í símanum og þannig tvígreitt fyrir farið. „Við höfum alveg heyrt af þessu en þetta er bara í símum með Android-stýrikerfinu. Þetta eru nokkur tilvik á viku og við endurgreiðum fólki að sjálfsögðu þegar slíkt kemur upp,“ segir Jóhannes. Það hefur gengið illa að framkalla þessa villu í rauntíma og því reynst erfitt að laga vandamálið. Android-notendur geta þó breytt stillingum í símanum svo þetta komi ekki fyrir. „Þar getur þú, ef þú vilt, stillt símann þannig að hann þarf ekki auðkenningu til að greiða, og það er vandamálið. Það er hægt að komast fram hjá þessu með að slökkva á NFC-kerfinu (Near-field communication) áður en þú greiðir í vagninum, og kveikt svo aftur á því,“ segir Jóhannes. Samgöngur Strætó Tækni Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Undir lok síðasta árs fóru notendur Strætó að geta greitt fargjald í gegnum snertilausar lausnir, til dæmis með kortinu í símanum. Þannig þarf ekki að vera með Klappið, smáforrit Strætó, til að greiða fyrir farið. „Þetta er svona að hefja sig til flugs í heiminum. Þetta er aðeins öðruvísi en snertilausar greiðslur í verslunum, þetta er alveg sérstaðall fyrir strætisvagna,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. „Þetta er rosalega einfaldur og þægilegur greiðslumáti. Allir eru með símann sinn. Við sjáum bara línulegan vöxt í notkun á snertilausum greiðslum.“ Nýjungum fylgja oft ákveðnir hnökrar. Einhverjir strætónotendur hafa lent í því að hafa keypt miða í Klappinu, lagt símann upp við skannan til að skanna miðann, en óvart greitt aftur með kortinu í símanum og þannig tvígreitt fyrir farið. „Við höfum alveg heyrt af þessu en þetta er bara í símum með Android-stýrikerfinu. Þetta eru nokkur tilvik á viku og við endurgreiðum fólki að sjálfsögðu þegar slíkt kemur upp,“ segir Jóhannes. Það hefur gengið illa að framkalla þessa villu í rauntíma og því reynst erfitt að laga vandamálið. Android-notendur geta þó breytt stillingum í símanum svo þetta komi ekki fyrir. „Þar getur þú, ef þú vilt, stillt símann þannig að hann þarf ekki auðkenningu til að greiða, og það er vandamálið. Það er hægt að komast fram hjá þessu með að slökkva á NFC-kerfinu (Near-field communication) áður en þú greiðir í vagninum, og kveikt svo aftur á því,“ segir Jóhannes.
Samgöngur Strætó Tækni Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira