„Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Hinrik Wöhler skrifar 5. apríl 2025 18:45 Árni Bragi Eyjólfsson og samherjar hans hjá Aftureldingu byrjuðu úrslitakeppnina á sigri. Vísir/Jón Gautur Fyrirliði Aftureldingar, Árni Bragi Eyjólfsson, var ánægður með sigurinn á móti ÍBV í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Mosfellingar sigruðu ÍBV, 32-30, í spennandi og jöfnum leik í Mosfellsbæ í dag. „Þetta er drullu gaman að vera kominn í úrslitakeppnina. Sérstaklega fyrir okkur sem eru í þessum liðum sem lentu í öðru til sjötta sæti í deildinni þá er þetta alltaf mjög jöfn einvígi. Þetta var hörku leikur og sem betur fer unnum við,“ sagði Árni Bragi eftir leikinn í Mosfellsbæ í dag. Afturelding leiddi lengst af í seinni hálfleik en Eyjamenn voru þó aldrei langt undan. Að lokum sigruðu Mosfellingar með tveimur mörkum, þó Árni Bragi hefði viljað klára leikinn fyrr. „Við ákváðum að hleypa þessu upp í vitleysu í lokin. Ég átti að taka ábyrgð í lokin og skora mark og þá væri þetta búið en það var stöngin út.“ Hallur Arason sækir að marki ÍBV.Vísir/Jón Gautur Varnarleikur og markvarsla beggja liða var til fyrirmyndar í fyrri hálfleik, en þegar leið á leikinn jókst hraðinn og liðin skiptust á að skora. „Við vorum búnir að standa hörku vörn í seinni hálfleik, undir lokin bættist þó hratt við mörkin. Það var útaf því að bæði lið voru að keyra hratt upp og taka færin,“ „Varnarlega náðum við nokkurn veginn að læsa á þetta sem var að ganga illa í fyrri hálfleik. Mér leið þó ekkert illa með þetta þó þetta hafi verið tæpt í lokin,“ sagði Árni Bragi þegar hann spurður út í síðustu mínútur leiksins. Leikplanið gekk upp Árni Bragi sagði að leikurinn hafi spilast eins og lagt var upp með. Mosfellingar stóðu fastir fyrir í vörninni, en þurftu að halda einbeitingu allan tímann gegn sterkum mótherjum. „Í rauninni gekk leikplanið upp. Í fyrri hálfleik var þetta 10% sem vantaði upp á. Stóðum oft góðar varnir í 40 til 50 sekúndur en ÍBV eru seigir. Þeir eru lengi á boltanum og finna sín pláss, þeir gripu tækifærin um leið og við gáfum þau.“ „Við héldum að við vorum að standa góða vörn en svo endaði það oft með marki hjá þeim en leikplanið gekk þannig séð upp á móti góðu liði,“ bætti Árni Bragi við. Afturelding leiðir nú einvígið 1–0 en sigra þarf tvo leiki til að komast í undanúrslit. Næsti leikur fer fram í Vestmannaeyjum á þriðjudag og Mosfellingar þurfa að leggja allt í sölurnar. „Við þurfum enn betri frammistöðu í dag, við erum að fara til Vestmannaeyja og vitum að þeir fá auka 20% þar. Rétt eins og við hér með okkar fólki þannig við þurfum að fara klárir í það,“ sagði Árni Bragi. Stór dagur hjá félaginu Stuðningsmenn Aftureldingar í samstilltum dansi í stúkunni.Vísir/Jón Gautur Það er stór dagur hjá Mosfellingum í dag en knattspyrnulið Aftureldingar leikur á Kópavogsvelli í opnunarleik Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn er sá fyrsti sem karlalið Aftureldingar leikur í efstu deild og er mikil eftirvænting meðal bæjarbúa. Árni Bragi ætlar ekki að láta sig vanta á leikinn á Kópavogsvelli í kvöld. „Já, nú er bara að hlaupa í sturtu, beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag,“ sagði Árni Bragi að lokum. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Sjá meira
„Þetta er drullu gaman að vera kominn í úrslitakeppnina. Sérstaklega fyrir okkur sem eru í þessum liðum sem lentu í öðru til sjötta sæti í deildinni þá er þetta alltaf mjög jöfn einvígi. Þetta var hörku leikur og sem betur fer unnum við,“ sagði Árni Bragi eftir leikinn í Mosfellsbæ í dag. Afturelding leiddi lengst af í seinni hálfleik en Eyjamenn voru þó aldrei langt undan. Að lokum sigruðu Mosfellingar með tveimur mörkum, þó Árni Bragi hefði viljað klára leikinn fyrr. „Við ákváðum að hleypa þessu upp í vitleysu í lokin. Ég átti að taka ábyrgð í lokin og skora mark og þá væri þetta búið en það var stöngin út.“ Hallur Arason sækir að marki ÍBV.Vísir/Jón Gautur Varnarleikur og markvarsla beggja liða var til fyrirmyndar í fyrri hálfleik, en þegar leið á leikinn jókst hraðinn og liðin skiptust á að skora. „Við vorum búnir að standa hörku vörn í seinni hálfleik, undir lokin bættist þó hratt við mörkin. Það var útaf því að bæði lið voru að keyra hratt upp og taka færin,“ „Varnarlega náðum við nokkurn veginn að læsa á þetta sem var að ganga illa í fyrri hálfleik. Mér leið þó ekkert illa með þetta þó þetta hafi verið tæpt í lokin,“ sagði Árni Bragi þegar hann spurður út í síðustu mínútur leiksins. Leikplanið gekk upp Árni Bragi sagði að leikurinn hafi spilast eins og lagt var upp með. Mosfellingar stóðu fastir fyrir í vörninni, en þurftu að halda einbeitingu allan tímann gegn sterkum mótherjum. „Í rauninni gekk leikplanið upp. Í fyrri hálfleik var þetta 10% sem vantaði upp á. Stóðum oft góðar varnir í 40 til 50 sekúndur en ÍBV eru seigir. Þeir eru lengi á boltanum og finna sín pláss, þeir gripu tækifærin um leið og við gáfum þau.“ „Við héldum að við vorum að standa góða vörn en svo endaði það oft með marki hjá þeim en leikplanið gekk þannig séð upp á móti góðu liði,“ bætti Árni Bragi við. Afturelding leiðir nú einvígið 1–0 en sigra þarf tvo leiki til að komast í undanúrslit. Næsti leikur fer fram í Vestmannaeyjum á þriðjudag og Mosfellingar þurfa að leggja allt í sölurnar. „Við þurfum enn betri frammistöðu í dag, við erum að fara til Vestmannaeyja og vitum að þeir fá auka 20% þar. Rétt eins og við hér með okkar fólki þannig við þurfum að fara klárir í það,“ sagði Árni Bragi. Stór dagur hjá félaginu Stuðningsmenn Aftureldingar í samstilltum dansi í stúkunni.Vísir/Jón Gautur Það er stór dagur hjá Mosfellingum í dag en knattspyrnulið Aftureldingar leikur á Kópavogsvelli í opnunarleik Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn er sá fyrsti sem karlalið Aftureldingar leikur í efstu deild og er mikil eftirvænting meðal bæjarbúa. Árni Bragi ætlar ekki að láta sig vanta á leikinn á Kópavogsvelli í kvöld. „Já, nú er bara að hlaupa í sturtu, beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag,“ sagði Árni Bragi að lokum.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Sjá meira