„Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. apríl 2025 23:30 Ryan McCormick er orðinn þreyttur á sjálfum sér á golfvellinum. Vísir/Getty Íþróttamenn sýna oft á tíðum tilfinningar sínar á vellinum, bæði þegar vel og illa gengur. Golfarinn Ryan McCormick er þar engin undantekning en hann hefur nú gripið til örþrifaráða til að halda sjálfum sér réttu megin við línuna. Hinn þrjátíu og þriggja ára gamli Ryan McCormick er ekki þekktasti golfari í heimi. Á síðasta ári lék hann á PGA-mótaröðinni sem er sú sterkasta í heimi en á þessu ári hefur hann mátt sætta sig við að spila á Korn Ferry-mótaröðinni og hefur ekki gengið sérlega vel. Þetta virðist fara í skapið á McCormick og í raun svo mikið að hann er orðinn þreyttur á sjálfum sér og hefur ákveðið að grípa til örþrifaráða. Á Savannah mótinu sást McCormick úti á vellinum þar sem hann var búinn að setja límband fyrir munninn á sjálfum sér. Golf is hard. Ryan McCormick resorted to taping his mouth during R2 of @clubcarchamp. pic.twitter.com/rBjreDoNfN— Korn Ferry Tour (@KornFerryTour) April 4, 2025 „Þetta hefur ekki verið sérlega skemmtilegt og stundum hef ég orðið verulega reiður, þannig að ég límdi fyrir munninn. Ég hugsaði með mér að það myndi fá mig til að halda kjafti,“ sagði McCormick í viðtali á X-síðu Korn Ferry-mótaraðarinnar. Hann segist hafa prófað ýmislegt til að hafa stjórn á eigin reiði. „Ég er búinn að prófa allt. Ég hef lesið fullt af bókum og talað við fólk en ég verð bara of reiður á vellinum. Að lokum var ég ráðþrota og datt þetta í hug fyrir nokkrum vikum síðan.“ Hann líkti sjálfum sér við þekkta persónu úr kvikmyndunum um Batman. „Ég anda allavega og mér líður pínu eins og Bane í Batman. Ég er ekki stoltur en ég vil ekki hafa slæm áhrif á þá sem ég spila með. Það er ekki sanngjarnt gagnvart þeim eða mér.“ Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Hinn þrjátíu og þriggja ára gamli Ryan McCormick er ekki þekktasti golfari í heimi. Á síðasta ári lék hann á PGA-mótaröðinni sem er sú sterkasta í heimi en á þessu ári hefur hann mátt sætta sig við að spila á Korn Ferry-mótaröðinni og hefur ekki gengið sérlega vel. Þetta virðist fara í skapið á McCormick og í raun svo mikið að hann er orðinn þreyttur á sjálfum sér og hefur ákveðið að grípa til örþrifaráða. Á Savannah mótinu sást McCormick úti á vellinum þar sem hann var búinn að setja límband fyrir munninn á sjálfum sér. Golf is hard. Ryan McCormick resorted to taping his mouth during R2 of @clubcarchamp. pic.twitter.com/rBjreDoNfN— Korn Ferry Tour (@KornFerryTour) April 4, 2025 „Þetta hefur ekki verið sérlega skemmtilegt og stundum hef ég orðið verulega reiður, þannig að ég límdi fyrir munninn. Ég hugsaði með mér að það myndi fá mig til að halda kjafti,“ sagði McCormick í viðtali á X-síðu Korn Ferry-mótaraðarinnar. Hann segist hafa prófað ýmislegt til að hafa stjórn á eigin reiði. „Ég er búinn að prófa allt. Ég hef lesið fullt af bókum og talað við fólk en ég verð bara of reiður á vellinum. Að lokum var ég ráðþrota og datt þetta í hug fyrir nokkrum vikum síðan.“ Hann líkti sjálfum sér við þekkta persónu úr kvikmyndunum um Batman. „Ég anda allavega og mér líður pínu eins og Bane í Batman. Ég er ekki stoltur en ég vil ekki hafa slæm áhrif á þá sem ég spila með. Það er ekki sanngjarnt gagnvart þeim eða mér.“
Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn