Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. apríl 2025 10:16 Brot úr myndbandi þar sem sjá má sjúkrabíla Rauða hálfmánans með blikkandi ljós rétt áður en ísraelskir hermenn hófu skothríð á bílana. AP Ísraelsher viðurkennir að hermenn hans hafi gert mistök þegar þeir drápu fimmtán hjálparstarfsmenn í Gasa 23. mars. Ísraelsher hélt því fyrst fram að sjúkrabílalestin hefði ferðast „grunsamlega“ í myrkrinu án framljósa en myndefni af vettvangi afsannar það. Bílalestin samanstóð af sjúkrabílum Rauða hálfmánans, bíl frá Sameinuðu þjóðunum og slökkviliðsbíl frá palestínsku varnarsveitunum. Viðbragðsaðilum hafði borist tilkynning um særða einstaklinga og voru á leið á vettvang þegar ísraelski herinn hóf skothríð nærri Rafah. Ísraelski herinn (IDF) heldur því fram að sex sjúkraflutningamannanna séu tengdir Hamas en hafa ekki getað sýnt fram á sönnur þess efnis. Herinn viðurkennir að þeir hafi verið óvopnaðir þegar hermenn hófu skothríð á bílalestina. Lík hjálparstarfsmannanna fimmtán fundust grafin í grunnri gröf nærri flökum bifreiða þeirra á sunnanverðri Gasaströndinni í síðasta mánuði. Óhuggulegt myndefni af árásinni Einn hinna látnu tók atburðarásina upp á símann sinn og hefur New York Times birt myndbandið. Þar sést hvernig skothríðin hefst án aðvörunar þegar bílarnir beygja inn á veg rétt fyrir dögun. Myndbandið heldur áfram í meira en fimm mínútur og má þar heyra sjúkraflutningamanninn Refat Radwan biðja til Guðs meðan raddir ísraelskra hermanna nálgast bílinn. Horfa má á myndbandið hér að neðan. Talsmaður IDF sagði við blaðamenn á laugardagskvöld að hermennirnir hefðu skotið á bíl með þremur Hamas-liðum. Hjálparstarfsmenn voru á leið á vettvang til að hjálpa hinum særðu þegar eftirlitsmyndavélar úr lofti sáu bílalestina og tilkynntu hermönnunum á jörðu niðri að ferð hennar væri grunsamleg. Þegar sjúkrabílarnir stoppuðu við hlið bíls Hamas-liðanna sagði talsmaður IDF að hermennirnir hafi talið sér vera ógnað og því hafið skothríð. Samt benti ekkert til að hjálparstarfsmennirnir væru vopnaðir. Ísrael hefur viðurkennt að fyrri lýsingar sínar á því að bílarnir hafi nálgast með ljósin slökkt hafi verið rangar. Það hafi byggt á skýrslum hermannanna á vettvangi. Myndbandið sýnir að bílarnir hafi bæði verið vel merktir Rauða hálfmánanum og starfsmennirnir í skærum einkennisbúning. Eins enn saknað Ísraelsku hermennirnir grófu lík mannanna fimmtán í sandi en að sögn talsmanns IDF var það til að verja þau fyrir villtum dýrum. Bílarnir hafi svo verið færðir degi síðar og grafnir til að hreinsa veginn. Lík mannanna fundust ekki fyrr en viku síðar og þá fannst líka sími Refats Radwan sem innihélt myndefnið. Eins sjúkraflutningamannanna, Assaad al-Nassasra, er enn saknað. Munzer Abed, eini hjálparstarfsmaðurinn sem lifði af árásina, sagðist hafa séð ísraelska hermenn leiða hann af vettvangi með bundið fyrir augun. Ísraelsher hefur neitað því að mennirnir hafi verið handjárnaðir áður en þeir dóu og verið teknir af lífi í návígi, líkt og hefur verið haldið fram. Þá hefur Ísraelsher lofað ítarlegri rannsókn á atvikinu en Rauði hálfmáninn og önnur alþjóðleg samtök hafa kallað eftir því að gerð verði sjálfstæð óháð rannsókn á atvikinu. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Sjá meira
Bílalestin samanstóð af sjúkrabílum Rauða hálfmánans, bíl frá Sameinuðu þjóðunum og slökkviliðsbíl frá palestínsku varnarsveitunum. Viðbragðsaðilum hafði borist tilkynning um særða einstaklinga og voru á leið á vettvang þegar ísraelski herinn hóf skothríð nærri Rafah. Ísraelski herinn (IDF) heldur því fram að sex sjúkraflutningamannanna séu tengdir Hamas en hafa ekki getað sýnt fram á sönnur þess efnis. Herinn viðurkennir að þeir hafi verið óvopnaðir þegar hermenn hófu skothríð á bílalestina. Lík hjálparstarfsmannanna fimmtán fundust grafin í grunnri gröf nærri flökum bifreiða þeirra á sunnanverðri Gasaströndinni í síðasta mánuði. Óhuggulegt myndefni af árásinni Einn hinna látnu tók atburðarásina upp á símann sinn og hefur New York Times birt myndbandið. Þar sést hvernig skothríðin hefst án aðvörunar þegar bílarnir beygja inn á veg rétt fyrir dögun. Myndbandið heldur áfram í meira en fimm mínútur og má þar heyra sjúkraflutningamanninn Refat Radwan biðja til Guðs meðan raddir ísraelskra hermanna nálgast bílinn. Horfa má á myndbandið hér að neðan. Talsmaður IDF sagði við blaðamenn á laugardagskvöld að hermennirnir hefðu skotið á bíl með þremur Hamas-liðum. Hjálparstarfsmenn voru á leið á vettvang til að hjálpa hinum særðu þegar eftirlitsmyndavélar úr lofti sáu bílalestina og tilkynntu hermönnunum á jörðu niðri að ferð hennar væri grunsamleg. Þegar sjúkrabílarnir stoppuðu við hlið bíls Hamas-liðanna sagði talsmaður IDF að hermennirnir hafi talið sér vera ógnað og því hafið skothríð. Samt benti ekkert til að hjálparstarfsmennirnir væru vopnaðir. Ísrael hefur viðurkennt að fyrri lýsingar sínar á því að bílarnir hafi nálgast með ljósin slökkt hafi verið rangar. Það hafi byggt á skýrslum hermannanna á vettvangi. Myndbandið sýnir að bílarnir hafi bæði verið vel merktir Rauða hálfmánanum og starfsmennirnir í skærum einkennisbúning. Eins enn saknað Ísraelsku hermennirnir grófu lík mannanna fimmtán í sandi en að sögn talsmanns IDF var það til að verja þau fyrir villtum dýrum. Bílarnir hafi svo verið færðir degi síðar og grafnir til að hreinsa veginn. Lík mannanna fundust ekki fyrr en viku síðar og þá fannst líka sími Refats Radwan sem innihélt myndefnið. Eins sjúkraflutningamannanna, Assaad al-Nassasra, er enn saknað. Munzer Abed, eini hjálparstarfsmaðurinn sem lifði af árásina, sagðist hafa séð ísraelska hermenn leiða hann af vettvangi með bundið fyrir augun. Ísraelsher hefur neitað því að mennirnir hafi verið handjárnaðir áður en þeir dóu og verið teknir af lífi í návígi, líkt og hefur verið haldið fram. Þá hefur Ísraelsher lofað ítarlegri rannsókn á atvikinu en Rauði hálfmáninn og önnur alþjóðleg samtök hafa kallað eftir því að gerð verði sjálfstæð óháð rannsókn á atvikinu.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Sjá meira