Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2025 11:36 Walker Zimmerman liggur rotaður á vellinum eftir að hafa fengið hjólhestaspyrnu í hausinn. Aðrir leikmenn kalla á hjálp. Getty/David Jensen Bandaríski varnarmaðurinn Walker Zimmerman var fluttur á sjúkrahús í miðjum leik Nashville SC og Charlotte FC í bandarísku MLS deildinni í fótbolta. Zimmerman fékk þá hjólhestaspyrnu mótherja í hausinn og steinlá. Hann var fluttur af vellinum á börum og með hálskraga. Seinna bárust fréttir af því að Zimmerman væri með meðvitund og hann hefur nú verið útskrifaður af sjúkrahúsinu sem eru góðar fréttir. Zimmerman ætlaði að skalla boltann frá marki sínu en um leið reyndi Kerwin Vargas hjólhestaspyrnu. „Ég hef spilað það lengi með Walker að ég hef séð hann oft troða hausnum sínum í vafasamar aðstæður. Ef ég segi alveg eins og er þá er það eitt af því sem gerir hann frábæran og svo mikilvægan fyrir okkar lið. Hann er vopn fyrir okkur bæði í sókn og vörn,“ sagði Daniel Lovitz liðsfélagi Zimmerman í vörn Nashville. „Þetta eru bara erfiðar aðstæður. Þarna er leikmaður að reyna að skora stórkostlegt mark og er ekki að reyna að meiða einn eða neinn. Hann hafði enga hugmynd um að Walker væru að troða hausnum sínum þangað, því hann var bara að reyna að skora mark,“ sagði Lovitz. Zimmerman hefur tvisvar sinnum verið kosinn varnarmaður ársins í MLS deildinni og var þarna að spila sinn 273 deildarleik í MLS. Hann er á sínu þrettánda tímabili í deildinni en hefur auk þess spilað 43 landsleiki fyrir Bandaríkin. USMNT's Zimmerman in hospital after head injuryNashville SC head coach BJ Callaghan said defender Walker Zimmerman is in a stable and responsive condition in hospital after being carted off the field in a neck brace following a bicycle kick to the face.https://t.co/ikLgt6aD2O— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) April 5, 2025 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Zimmerman fékk þá hjólhestaspyrnu mótherja í hausinn og steinlá. Hann var fluttur af vellinum á börum og með hálskraga. Seinna bárust fréttir af því að Zimmerman væri með meðvitund og hann hefur nú verið útskrifaður af sjúkrahúsinu sem eru góðar fréttir. Zimmerman ætlaði að skalla boltann frá marki sínu en um leið reyndi Kerwin Vargas hjólhestaspyrnu. „Ég hef spilað það lengi með Walker að ég hef séð hann oft troða hausnum sínum í vafasamar aðstæður. Ef ég segi alveg eins og er þá er það eitt af því sem gerir hann frábæran og svo mikilvægan fyrir okkar lið. Hann er vopn fyrir okkur bæði í sókn og vörn,“ sagði Daniel Lovitz liðsfélagi Zimmerman í vörn Nashville. „Þetta eru bara erfiðar aðstæður. Þarna er leikmaður að reyna að skora stórkostlegt mark og er ekki að reyna að meiða einn eða neinn. Hann hafði enga hugmynd um að Walker væru að troða hausnum sínum þangað, því hann var bara að reyna að skora mark,“ sagði Lovitz. Zimmerman hefur tvisvar sinnum verið kosinn varnarmaður ársins í MLS deildinni og var þarna að spila sinn 273 deildarleik í MLS. Hann er á sínu þrettánda tímabili í deildinni en hefur auk þess spilað 43 landsleiki fyrir Bandaríkin. USMNT's Zimmerman in hospital after head injuryNashville SC head coach BJ Callaghan said defender Walker Zimmerman is in a stable and responsive condition in hospital after being carted off the field in a neck brace following a bicycle kick to the face.https://t.co/ikLgt6aD2O— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) April 5, 2025
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira