Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. apríl 2025 15:29 Skjáskot úr myndbandi sem einn bráðaliðanna náði á vettvangi og sýnir hvernig Ísraelsher laug til um að hafa myrt bráðaliðana. AP Bráðaliði sem lifði af árás Ísraela á bílalest, þar sem fimmtán hjálparstarfsmenn voru drepnir, lýsir því hvernig hermennirnir létu hann afklæðast, skyrptu á hann, börðu og pyntuðu. Ísraelsher laug til um aðdraganda árásarinnar og gróf hina látnu í fjöldagröf. Ísraelsher hélt því fyrst fram að bílalest sem samanstóð af sjúkrabílum, bíl Sameinuðu þjóðanna og slökkviliðsbíl hafi ferðast „grunsamlega“ í myrkrinu án framljósa og því hafi hermenn skotið á hana. Myndband af vettvangi afsannaði það og þurftu Ísraelar að leiðrétta rangfærslur sínar. Lík hjálparstarfsmannanna fimmtán fundust grafin í grunnri gröf nærri flökum bifreiða þeirra á sunnanverðri Gasaströndinni í síðasta mánuði. Ísraelar hafa haldið því fram að sex mannanna séu tengdir Hamas en hafa ekki getað sýnt fram á sönnur þess efnis. Spörkuðu honum úr bílnum og létu afklæðast „Við vorum á vakt á breska bráðabirgðaspítalanum þegar við fengum neyðarkall um að ráðist hefði verið á Hashasheen-hverfið í Rafah. Við lögðum af stað, ég og kollegar mínir, Mustafa Khafaga and Ezzeddin Shaath, bráðaliði,“ sagði Munzer Abed, bráðaliði sem lifði af árásina, í viðtali við AP. Þegar bílalestin var stödd á milli Shakoush-strætis og Qadisiyah-svæðis hóf Ísraelsher skothríð á bílana án nokkurrar aðvörunar. „Ég fór í skjól, fór niður í aftursætinu til að verja mig fyrir skothríðinni. Ég heyrði ekki múkk í kollegum mínúm, megi Guð vera þeim náðugur, nema þegar þeir gáfu upp öndina,“ sagði Abed. Ísraelskir sérsveitarhermenn í einkennisbúningum og með næturkíkja hafi þá opnað dyrnar og tekið hann. „Þeir spörkuðu mér út úr bílnum. Þeir létu mig taka öll fötin af mér, síðan leyfðu þeir mér að fara aftur í nærföt,“ sagði Abed. Afklæddu hann, börðu og pyntuðu Abed lýsir því hvernig hermennirnir börðu hann, pyntuðu og skyrptu á hann. „Þeir sögðu öll möguleg blótsyrði við mig. Og börðu mig með riffilskeftunum. Þeir börðu á mér allan líkamann. Þeir bundu [hendur mínar] fyrir aftan bak. Þeir yfirheyrðu mig. Á einum tímapunkti þrýstu þeir M-16-riffli fast að hálsinum á mér. Aðeins fastar og þeir hefðu drepið mig,“ segir hann. Annar hermaður hafi þrýst hníf upp að höndinni á honum og næstum skorið á honum æðarnar. Þriðji hermaðurinn hafi þá stoppað hina tvo. „Hann neyddi mig síðan á jörðina og potaði byssunni í bakið á mér. Hann og þeir sem voru með honum, allir á svæðinu, hófu að skjóta beint á bílana, sem voru þá stopp. Það sem ég sá í myrkrinu var stóri slökkviliðsbíll varnarsveitanna og sjúkrabíll þeirra. Þeir skutu beint á þá en ég sá ekki, á þeim tíma, hvort einhver komst út úr bílunum,“ sagði Abed. Fyrir utan Abed er eins sjúkraflutningamanns, Assaad al-Nassasra, enn saknað. Abed sagðist hafa séð ísraelska hermenn leiða hann af vettvangi með bundið fyrir augun. Ekki er vitað hvort hann var drepinn eins og hinir mennirnir eða er í haldi Ísraelshers. Þá hefur Ísraelsher lofað ítarlegri rannsókn á atvikinu en Rauði hálfmáninn og önnur alþjóðleg samtök hafa kallað eftir því að gerð verði sjálfstæð óháð rannsókn á atvikinu. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Ísraelsher hélt því fyrst fram að bílalest sem samanstóð af sjúkrabílum, bíl Sameinuðu þjóðanna og slökkviliðsbíl hafi ferðast „grunsamlega“ í myrkrinu án framljósa og því hafi hermenn skotið á hana. Myndband af vettvangi afsannaði það og þurftu Ísraelar að leiðrétta rangfærslur sínar. Lík hjálparstarfsmannanna fimmtán fundust grafin í grunnri gröf nærri flökum bifreiða þeirra á sunnanverðri Gasaströndinni í síðasta mánuði. Ísraelar hafa haldið því fram að sex mannanna séu tengdir Hamas en hafa ekki getað sýnt fram á sönnur þess efnis. Spörkuðu honum úr bílnum og létu afklæðast „Við vorum á vakt á breska bráðabirgðaspítalanum þegar við fengum neyðarkall um að ráðist hefði verið á Hashasheen-hverfið í Rafah. Við lögðum af stað, ég og kollegar mínir, Mustafa Khafaga and Ezzeddin Shaath, bráðaliði,“ sagði Munzer Abed, bráðaliði sem lifði af árásina, í viðtali við AP. Þegar bílalestin var stödd á milli Shakoush-strætis og Qadisiyah-svæðis hóf Ísraelsher skothríð á bílana án nokkurrar aðvörunar. „Ég fór í skjól, fór niður í aftursætinu til að verja mig fyrir skothríðinni. Ég heyrði ekki múkk í kollegum mínúm, megi Guð vera þeim náðugur, nema þegar þeir gáfu upp öndina,“ sagði Abed. Ísraelskir sérsveitarhermenn í einkennisbúningum og með næturkíkja hafi þá opnað dyrnar og tekið hann. „Þeir spörkuðu mér út úr bílnum. Þeir létu mig taka öll fötin af mér, síðan leyfðu þeir mér að fara aftur í nærföt,“ sagði Abed. Afklæddu hann, börðu og pyntuðu Abed lýsir því hvernig hermennirnir börðu hann, pyntuðu og skyrptu á hann. „Þeir sögðu öll möguleg blótsyrði við mig. Og börðu mig með riffilskeftunum. Þeir börðu á mér allan líkamann. Þeir bundu [hendur mínar] fyrir aftan bak. Þeir yfirheyrðu mig. Á einum tímapunkti þrýstu þeir M-16-riffli fast að hálsinum á mér. Aðeins fastar og þeir hefðu drepið mig,“ segir hann. Annar hermaður hafi þrýst hníf upp að höndinni á honum og næstum skorið á honum æðarnar. Þriðji hermaðurinn hafi þá stoppað hina tvo. „Hann neyddi mig síðan á jörðina og potaði byssunni í bakið á mér. Hann og þeir sem voru með honum, allir á svæðinu, hófu að skjóta beint á bílana, sem voru þá stopp. Það sem ég sá í myrkrinu var stóri slökkviliðsbíll varnarsveitanna og sjúkrabíll þeirra. Þeir skutu beint á þá en ég sá ekki, á þeim tíma, hvort einhver komst út úr bílunum,“ sagði Abed. Fyrir utan Abed er eins sjúkraflutningamanns, Assaad al-Nassasra, enn saknað. Abed sagðist hafa séð ísraelska hermenn leiða hann af vettvangi með bundið fyrir augun. Ekki er vitað hvort hann var drepinn eins og hinir mennirnir eða er í haldi Ísraelshers. Þá hefur Ísraelsher lofað ítarlegri rannsókn á atvikinu en Rauði hálfmáninn og önnur alþjóðleg samtök hafa kallað eftir því að gerð verði sjálfstæð óháð rannsókn á atvikinu.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent