Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2025 11:44 Gámar í Sundahöfn. Vísir/Vilhelm Vöruviðskipti voru óhagstæð um 38,6 milljarða í mars sem er nokkuð verri niðurstaða en í sama mánuði fyrir ári síðan. Þetta segja bráðabirgðatölur Hagstofunnar. Þá voru vöruviðskiptin óhagstæð um 29,1 milljarð króna. Vöruviðskiptajöfnuðurinn í mars 2025 var því 9,6 milljörðum króna óhagstæðari en á sama tíma fyrir ári. Vöruviðskiptajöfnuður síðustu tólf mánuði var óhagstæður um 430,6 milljarða króna sem er 58,3 milljörðum króna óhagstæðari jöfnuður en á tólf mánaða tímabili ári fyrr. Verðmæti útflutnings jókst um 8% á tólf mánaða tímabili Verðmæti vöruútflutnings í mars 2025 var 15,2 milljörðum króna meiri (24%) en í mars 2024, fór úr 64,3 milljörðum króna í 79,6 milljarða. Verðmæti vöruútflutnings á tólf mánaða tímabili var 987,6 milljarðar króna og jókst um 72,2 milljarða miðað við tólf mánaða tímabil ári fyrr eða um 8% á gengi hvors árs. Iðnaðarvörur voru 55% alls vöruútflutnings og verðmæti þeirra jókst um 12% samanborið við tólf mánaða tímabil ári fyrr. Sjávarafurðir voru 35% alls vöruútflutnings og verðmæti þeirra jókst um 1% í samanburði við tólf mánaða tímabil ári fyrr. Verðmæti vöruinnflutnings jókst um 10% á tólf mánaða tímabili Verðmæti vöruinnflutnings nam 118,2 milljörðum króna í mars 2025 samanborið við 93,4 milljarða í mars 2024 og jókst því um 24,8 milljarða króna eða um 27%. Verðmæti vöruinnflutnings á tólf mánaða tímabili var 1.418,2 milljarðar króna og jókst um 130,5 milljarða miðað við tólf mánaða tímabil ári fyrr eða 10% á gengi hvors árs fyrir sig. Samdráttur var í innflutningi á eldsneyti og á smurolíum og flutningatækjum en á móti kom aukning á innflutningi á flestum öðrum liðum, mest þó á fjárfestingarvörum og hrá- og rekstrarvörum. „Mikinn vöxt í fjárfestingavörum má að verulegu leyti rekja til umfangsmikils innflutnings tölvuvara fyrirtækja sem reka gagnaver í landinu,“ segir í tilkynningu á vef Hagstofunnar. Meðaltal gengisvísitölu síðustu tólf mánaða var 194,3, veiktist um 0,2% (194,0) frá tólf mánaða tímabili ári fyrr. Gengið var 2,5% sterkara í mars 2025 (190,0) samanborið við mars 2024 (194,9). Efnahagsmál Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Vöruviðskiptajöfnuðurinn í mars 2025 var því 9,6 milljörðum króna óhagstæðari en á sama tíma fyrir ári. Vöruviðskiptajöfnuður síðustu tólf mánuði var óhagstæður um 430,6 milljarða króna sem er 58,3 milljörðum króna óhagstæðari jöfnuður en á tólf mánaða tímabili ári fyrr. Verðmæti útflutnings jókst um 8% á tólf mánaða tímabili Verðmæti vöruútflutnings í mars 2025 var 15,2 milljörðum króna meiri (24%) en í mars 2024, fór úr 64,3 milljörðum króna í 79,6 milljarða. Verðmæti vöruútflutnings á tólf mánaða tímabili var 987,6 milljarðar króna og jókst um 72,2 milljarða miðað við tólf mánaða tímabil ári fyrr eða um 8% á gengi hvors árs. Iðnaðarvörur voru 55% alls vöruútflutnings og verðmæti þeirra jókst um 12% samanborið við tólf mánaða tímabil ári fyrr. Sjávarafurðir voru 35% alls vöruútflutnings og verðmæti þeirra jókst um 1% í samanburði við tólf mánaða tímabil ári fyrr. Verðmæti vöruinnflutnings jókst um 10% á tólf mánaða tímabili Verðmæti vöruinnflutnings nam 118,2 milljörðum króna í mars 2025 samanborið við 93,4 milljarða í mars 2024 og jókst því um 24,8 milljarða króna eða um 27%. Verðmæti vöruinnflutnings á tólf mánaða tímabili var 1.418,2 milljarðar króna og jókst um 130,5 milljarða miðað við tólf mánaða tímabil ári fyrr eða 10% á gengi hvors árs fyrir sig. Samdráttur var í innflutningi á eldsneyti og á smurolíum og flutningatækjum en á móti kom aukning á innflutningi á flestum öðrum liðum, mest þó á fjárfestingarvörum og hrá- og rekstrarvörum. „Mikinn vöxt í fjárfestingavörum má að verulegu leyti rekja til umfangsmikils innflutnings tölvuvara fyrirtækja sem reka gagnaver í landinu,“ segir í tilkynningu á vef Hagstofunnar. Meðaltal gengisvísitölu síðustu tólf mánaða var 194,3, veiktist um 0,2% (194,0) frá tólf mánaða tímabili ári fyrr. Gengið var 2,5% sterkara í mars 2025 (190,0) samanborið við mars 2024 (194,9).
Efnahagsmál Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira