„Ég tek þetta bara á mig“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. apríl 2025 21:34 Böðvar Böðvarsson, fyrirliði FH, tók ábyrgð á tapinu eftir að hafa átt slæma sendingu sem leiddi til annars marks Stjörnunnar. Vísir/Anton Brink Böðvar Böðvarsson tók ábyrgð á 2-1 tapi FH gegn Stjörnunni í kvöld. Fyrirliðinn átti slæma sendingu sem leiddi til annars marks Stjörnunnar, rétt eftir fyrra markið sem Böðvar efast um að hafi átt að standa, en hann trúir og treystir ákvörðun línuvarðarins með það. Böðvar mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar á Stöð 2 Sport strax eftir leik og veitti fyrstu viðbrögð. „Gífurlega súrt. Þeir eru meira með boltann vissulega en mér fannst skipulagið okkar halda mjög vel. Þeir voru að fara í svæðin sem við vildum að þeir færi í og þó þeir komist yfir fannst mér allar forsendur til að komast aftur inn í þennan leik. En ég verð náttúrulega bara að taka þetta annað mark á mig, mjög léleg sending inn á miðjuna sem gerir það að verkum að þeir komast í 2-0 og það gerir þetta miklu erfiðara fyrir okkur. Mér fannst frammistaðan sem slík mjög góð hjá liðinu í dag en ég verð að taka þetta á mig.“ „Mér fannst engin leið að sjá það“ Fyrra mark Stjörnunnar var mikið vafaatriði og efasemdir eru um hvort boltinn hafi allur farið inn. „Ef [línuvörðurinn] sér hann hundrað prósent inni er hann með einhverja bestu sjón sem ég hef séð sko. Mér fannst engin leið að sjá það. Mér fannst Mathias [markmaður] vissulega standa inni í markinu en ekki þannig að boltinn gæti farið allur inn. En ég meina, hann sér þetta og væri ekki að fara að dæma þetta nema að vera hundrað prósent viss og við verðum bara að treysta honum.“ Sáttur með frammistöðuna og tekur ábyrgð á tapinu FH gerði þrefalda breytingu þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Við það lifnaði sóknarleikur liðsins við. FH minnkaði muninn og var næstum því búið að setja fleiri mörk. „Já og fáum fullt af færum. Líka nokkur í fyrri hálfleik. Það voru allar forsendur til að skora fleiri mörk, þannig að þetta er mjög súrt. Ég tek þetta bara á mig“ ítrekaði Böðvar. Frammistöðu liðsins var Böðvar annars ánægður með, meira að segja fyrstu fimmtán mínúturnar þegar Stjarnan var í stórsókn. „Já hundrað prósent. Það var gífurleg liðsheild í dag og þegar við vorum að þjást fyrstu fimmtán mínúturnar, þar sem þeir lágu dálítið á okkur, þá fannst mér geggjuð liðsheild. Menn að hlaupa eins og skepnur, tala við hvorn annan, mættir í návígin… Það eru 26 leikir eftir og hægt að byggja ofan á þessu, nóg af stigum eftir í pottinum“ sagði Böðvar að lokum. Besta deild karla FH Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Patrekur bætti Íslandsmet í Tókýó Sport Baráttan um HM-gullskóinn: Kane leiðir með tveimur mörkum Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Sky segir Birgi Leif vera frá Noregi Golf Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Taplausu liðin mætast í beinni í kvöld og hér er smá upphitun Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Böðvar mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar á Stöð 2 Sport strax eftir leik og veitti fyrstu viðbrögð. „Gífurlega súrt. Þeir eru meira með boltann vissulega en mér fannst skipulagið okkar halda mjög vel. Þeir voru að fara í svæðin sem við vildum að þeir færi í og þó þeir komist yfir fannst mér allar forsendur til að komast aftur inn í þennan leik. En ég verð náttúrulega bara að taka þetta annað mark á mig, mjög léleg sending inn á miðjuna sem gerir það að verkum að þeir komast í 2-0 og það gerir þetta miklu erfiðara fyrir okkur. Mér fannst frammistaðan sem slík mjög góð hjá liðinu í dag en ég verð að taka þetta á mig.“ „Mér fannst engin leið að sjá það“ Fyrra mark Stjörnunnar var mikið vafaatriði og efasemdir eru um hvort boltinn hafi allur farið inn. „Ef [línuvörðurinn] sér hann hundrað prósent inni er hann með einhverja bestu sjón sem ég hef séð sko. Mér fannst engin leið að sjá það. Mér fannst Mathias [markmaður] vissulega standa inni í markinu en ekki þannig að boltinn gæti farið allur inn. En ég meina, hann sér þetta og væri ekki að fara að dæma þetta nema að vera hundrað prósent viss og við verðum bara að treysta honum.“ Sáttur með frammistöðuna og tekur ábyrgð á tapinu FH gerði þrefalda breytingu þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Við það lifnaði sóknarleikur liðsins við. FH minnkaði muninn og var næstum því búið að setja fleiri mörk. „Já og fáum fullt af færum. Líka nokkur í fyrri hálfleik. Það voru allar forsendur til að skora fleiri mörk, þannig að þetta er mjög súrt. Ég tek þetta bara á mig“ ítrekaði Böðvar. Frammistöðu liðsins var Böðvar annars ánægður með, meira að segja fyrstu fimmtán mínúturnar þegar Stjarnan var í stórsókn. „Já hundrað prósent. Það var gífurleg liðsheild í dag og þegar við vorum að þjást fyrstu fimmtán mínúturnar, þar sem þeir lágu dálítið á okkur, þá fannst mér geggjuð liðsheild. Menn að hlaupa eins og skepnur, tala við hvorn annan, mættir í návígin… Það eru 26 leikir eftir og hægt að byggja ofan á þessu, nóg af stigum eftir í pottinum“ sagði Böðvar að lokum.
Besta deild karla FH Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Patrekur bætti Íslandsmet í Tókýó Sport Baráttan um HM-gullskóinn: Kane leiðir með tveimur mörkum Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Sky segir Birgi Leif vera frá Noregi Golf Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Taplausu liðin mætast í beinni í kvöld og hér er smá upphitun Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira