„Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Hinrik Wöhler skrifar 7. apríl 2025 22:15 Einar Jónsson, þjálfari Fram, getur leyft sér að fagna í kvöld. Vísir/Vilhelm Einar Jónsson, þjálfari Fram, eygir möguleika að ná tvennunni á tímabilinu eftir að Framarar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Hann var enn að ná sér niður eftir dramatískan leik þegar hann var gripinn í viðtal. „Þetta var dramatík en þetta hafðist. Við náðum að klára þetta og ég er hrikalega ánægður. Þetta snýst um að vinna leiki og við gerðum það,“ sagði Einar skömmu eftir leik. Leikurinn var skrautlegur á kafla í seinni hálfleik, þar sem aragrúi brottvísana leit dagsins ljós ásamt tveimur rauðum spjöldum. Þrátt fyrir að Einar hafi fagnað sigri og að rauðu spjöldin hafi farið á leikmenn Hauka, furðaði hann sig samt á sumum dómum. „Það var bara ekkert annað hægt, ég verð bara að segja. Margar af þessum tveimur mínútum voru ósanngjarnar og fannst ekkert samræmi í þessu. Það er búið að vera svona í allan vetur, það er verið að henda rauðum spjöldum á okkur en ekki andstæðingana,“ sagði Einar og hélt áfram. „Ég sé bara hlutina í þessu ljósi og flest allir í hreyfingunni ósammála mér. Mér fannst þetta algjört rugl á kafla og rauninni var þetta eina leið Hauka að hanga inn í þessum leik. Það var með þessum hætti, svo sem Aron Rafn [Eðvarðsson] líka. Hann var náttúrulega bara stórkostlegur í kvöld,“ bætti þjálfarinn við. Þráinn Orri Jónsson, línumaður Hauka, fékk að líta rautt spjald eftir að hann rak höndina í andlit Dags Fannar Möller en virtist þó vera algjört óviljaverk. Einar segist ekki hafa séð atvikið nægilega vel. „Ég sá þetta ekki, þetta var alveg upp við línu. Ég á ekki möguleika að sjá það. Getur vel verið að það hafi ekkert verið rautt spjald, hef ekki hugmynd um það. Ég sé dómana mun betur mín megin.“ Stórkostleg frammistaða Leikmenn Fram náðu að halda haus út leikinn og kláruðu leikinn fagmannlega. Einar var skiljanlega hæstánægður með frammistöðu leikmanna í kvöld og sér í lagi baráttu þeirra í seinni hálfleik. „Aðalatriðið í þessu er frammistaðan hjá strákunum, hún var stórkostleg. Þegar Ívar [Logi Styrmisson] hendir sér á boltann, það var enginn í marki og hann veiðir hann einhvern veginn.“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það [Alexander] Petersson í Austurríki og þá fékk maður góða tilfinningu fyrir þessu,“ sagði Einar og minntist á eftirminnilega varnartilburði Alexanders á EM 2010 í Austurríki. Ívar Logi Styrmisson gaf ekki tommu eftir í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Framarar urðu bikarmeistarar fyrr á árinu og er nú eitt af fjórum liðum sem berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Markmiðið hjá liðinu er skýrt segir Einar, það er að bæta í bikarsafnið. „Við ætlum okkar það, við ætlum að verða bikarmeistarar og ætlum okkar að verða Íslandsmeistarar. Það er langur vegur í það en munum gera allt til þess að ná þeim bikar,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild karla Fram Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Hann var enn að ná sér niður eftir dramatískan leik þegar hann var gripinn í viðtal. „Þetta var dramatík en þetta hafðist. Við náðum að klára þetta og ég er hrikalega ánægður. Þetta snýst um að vinna leiki og við gerðum það,“ sagði Einar skömmu eftir leik. Leikurinn var skrautlegur á kafla í seinni hálfleik, þar sem aragrúi brottvísana leit dagsins ljós ásamt tveimur rauðum spjöldum. Þrátt fyrir að Einar hafi fagnað sigri og að rauðu spjöldin hafi farið á leikmenn Hauka, furðaði hann sig samt á sumum dómum. „Það var bara ekkert annað hægt, ég verð bara að segja. Margar af þessum tveimur mínútum voru ósanngjarnar og fannst ekkert samræmi í þessu. Það er búið að vera svona í allan vetur, það er verið að henda rauðum spjöldum á okkur en ekki andstæðingana,“ sagði Einar og hélt áfram. „Ég sé bara hlutina í þessu ljósi og flest allir í hreyfingunni ósammála mér. Mér fannst þetta algjört rugl á kafla og rauninni var þetta eina leið Hauka að hanga inn í þessum leik. Það var með þessum hætti, svo sem Aron Rafn [Eðvarðsson] líka. Hann var náttúrulega bara stórkostlegur í kvöld,“ bætti þjálfarinn við. Þráinn Orri Jónsson, línumaður Hauka, fékk að líta rautt spjald eftir að hann rak höndina í andlit Dags Fannar Möller en virtist þó vera algjört óviljaverk. Einar segist ekki hafa séð atvikið nægilega vel. „Ég sá þetta ekki, þetta var alveg upp við línu. Ég á ekki möguleika að sjá það. Getur vel verið að það hafi ekkert verið rautt spjald, hef ekki hugmynd um það. Ég sé dómana mun betur mín megin.“ Stórkostleg frammistaða Leikmenn Fram náðu að halda haus út leikinn og kláruðu leikinn fagmannlega. Einar var skiljanlega hæstánægður með frammistöðu leikmanna í kvöld og sér í lagi baráttu þeirra í seinni hálfleik. „Aðalatriðið í þessu er frammistaðan hjá strákunum, hún var stórkostleg. Þegar Ívar [Logi Styrmisson] hendir sér á boltann, það var enginn í marki og hann veiðir hann einhvern veginn.“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það [Alexander] Petersson í Austurríki og þá fékk maður góða tilfinningu fyrir þessu,“ sagði Einar og minntist á eftirminnilega varnartilburði Alexanders á EM 2010 í Austurríki. Ívar Logi Styrmisson gaf ekki tommu eftir í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Framarar urðu bikarmeistarar fyrr á árinu og er nú eitt af fjórum liðum sem berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Markmiðið hjá liðinu er skýrt segir Einar, það er að bæta í bikarsafnið. „Við ætlum okkar það, við ætlum að verða bikarmeistarar og ætlum okkar að verða Íslandsmeistarar. Það er langur vegur í það en munum gera allt til þess að ná þeim bikar,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild karla Fram Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira