„Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Hinrik Wöhler skrifar 7. apríl 2025 22:15 Einar Jónsson, þjálfari Fram, getur leyft sér að fagna í kvöld. Vísir/Vilhelm Einar Jónsson, þjálfari Fram, eygir möguleika að ná tvennunni á tímabilinu eftir að Framarar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Hann var enn að ná sér niður eftir dramatískan leik þegar hann var gripinn í viðtal. „Þetta var dramatík en þetta hafðist. Við náðum að klára þetta og ég er hrikalega ánægður. Þetta snýst um að vinna leiki og við gerðum það,“ sagði Einar skömmu eftir leik. Leikurinn var skrautlegur á kafla í seinni hálfleik, þar sem aragrúi brottvísana leit dagsins ljós ásamt tveimur rauðum spjöldum. Þrátt fyrir að Einar hafi fagnað sigri og að rauðu spjöldin hafi farið á leikmenn Hauka, furðaði hann sig samt á sumum dómum. „Það var bara ekkert annað hægt, ég verð bara að segja. Margar af þessum tveimur mínútum voru ósanngjarnar og fannst ekkert samræmi í þessu. Það er búið að vera svona í allan vetur, það er verið að henda rauðum spjöldum á okkur en ekki andstæðingana,“ sagði Einar og hélt áfram. „Ég sé bara hlutina í þessu ljósi og flest allir í hreyfingunni ósammála mér. Mér fannst þetta algjört rugl á kafla og rauninni var þetta eina leið Hauka að hanga inn í þessum leik. Það var með þessum hætti, svo sem Aron Rafn [Eðvarðsson] líka. Hann var náttúrulega bara stórkostlegur í kvöld,“ bætti þjálfarinn við. Þráinn Orri Jónsson, línumaður Hauka, fékk að líta rautt spjald eftir að hann rak höndina í andlit Dags Fannar Möller en virtist þó vera algjört óviljaverk. Einar segist ekki hafa séð atvikið nægilega vel. „Ég sá þetta ekki, þetta var alveg upp við línu. Ég á ekki möguleika að sjá það. Getur vel verið að það hafi ekkert verið rautt spjald, hef ekki hugmynd um það. Ég sé dómana mun betur mín megin.“ Stórkostleg frammistaða Leikmenn Fram náðu að halda haus út leikinn og kláruðu leikinn fagmannlega. Einar var skiljanlega hæstánægður með frammistöðu leikmanna í kvöld og sér í lagi baráttu þeirra í seinni hálfleik. „Aðalatriðið í þessu er frammistaðan hjá strákunum, hún var stórkostleg. Þegar Ívar [Logi Styrmisson] hendir sér á boltann, það var enginn í marki og hann veiðir hann einhvern veginn.“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það [Alexander] Petersson í Austurríki og þá fékk maður góða tilfinningu fyrir þessu,“ sagði Einar og minntist á eftirminnilega varnartilburði Alexanders á EM 2010 í Austurríki. Ívar Logi Styrmisson gaf ekki tommu eftir í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Framarar urðu bikarmeistarar fyrr á árinu og er nú eitt af fjórum liðum sem berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Markmiðið hjá liðinu er skýrt segir Einar, það er að bæta í bikarsafnið. „Við ætlum okkar það, við ætlum að verða bikarmeistarar og ætlum okkar að verða Íslandsmeistarar. Það er langur vegur í það en munum gera allt til þess að ná þeim bikar,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild karla Fram Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Hann var enn að ná sér niður eftir dramatískan leik þegar hann var gripinn í viðtal. „Þetta var dramatík en þetta hafðist. Við náðum að klára þetta og ég er hrikalega ánægður. Þetta snýst um að vinna leiki og við gerðum það,“ sagði Einar skömmu eftir leik. Leikurinn var skrautlegur á kafla í seinni hálfleik, þar sem aragrúi brottvísana leit dagsins ljós ásamt tveimur rauðum spjöldum. Þrátt fyrir að Einar hafi fagnað sigri og að rauðu spjöldin hafi farið á leikmenn Hauka, furðaði hann sig samt á sumum dómum. „Það var bara ekkert annað hægt, ég verð bara að segja. Margar af þessum tveimur mínútum voru ósanngjarnar og fannst ekkert samræmi í þessu. Það er búið að vera svona í allan vetur, það er verið að henda rauðum spjöldum á okkur en ekki andstæðingana,“ sagði Einar og hélt áfram. „Ég sé bara hlutina í þessu ljósi og flest allir í hreyfingunni ósammála mér. Mér fannst þetta algjört rugl á kafla og rauninni var þetta eina leið Hauka að hanga inn í þessum leik. Það var með þessum hætti, svo sem Aron Rafn [Eðvarðsson] líka. Hann var náttúrulega bara stórkostlegur í kvöld,“ bætti þjálfarinn við. Þráinn Orri Jónsson, línumaður Hauka, fékk að líta rautt spjald eftir að hann rak höndina í andlit Dags Fannar Möller en virtist þó vera algjört óviljaverk. Einar segist ekki hafa séð atvikið nægilega vel. „Ég sá þetta ekki, þetta var alveg upp við línu. Ég á ekki möguleika að sjá það. Getur vel verið að það hafi ekkert verið rautt spjald, hef ekki hugmynd um það. Ég sé dómana mun betur mín megin.“ Stórkostleg frammistaða Leikmenn Fram náðu að halda haus út leikinn og kláruðu leikinn fagmannlega. Einar var skiljanlega hæstánægður með frammistöðu leikmanna í kvöld og sér í lagi baráttu þeirra í seinni hálfleik. „Aðalatriðið í þessu er frammistaðan hjá strákunum, hún var stórkostleg. Þegar Ívar [Logi Styrmisson] hendir sér á boltann, það var enginn í marki og hann veiðir hann einhvern veginn.“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það [Alexander] Petersson í Austurríki og þá fékk maður góða tilfinningu fyrir þessu,“ sagði Einar og minntist á eftirminnilega varnartilburði Alexanders á EM 2010 í Austurríki. Ívar Logi Styrmisson gaf ekki tommu eftir í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Framarar urðu bikarmeistarar fyrr á árinu og er nú eitt af fjórum liðum sem berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Markmiðið hjá liðinu er skýrt segir Einar, það er að bæta í bikarsafnið. „Við ætlum okkar það, við ætlum að verða bikarmeistarar og ætlum okkar að verða Íslandsmeistarar. Það er langur vegur í það en munum gera allt til þess að ná þeim bikar,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira