Lífið

Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Sykurpabbarnir Patrik og Helgi.
Sykurpabbarnir Patrik og Helgi. Instagram

Prettyboitjokkó, eða Patrik Atlason, gaf nýver út lagið Sykurpabbi og hefur fundið snjallar leiðir til að vekja athygli á laginu. Í því samhengi gaf hann afa sínum, Helga Vilhjálmssyni, athafnamanni og eiganda Góu og KFC, málverk sem þakkargjöf fyrir allt sem hann hefur gert fyrir hann í gegnum árin. Hann kallar afar sinn sykurpabba.

Patrik birti myndskeið á Instagram-síður sinni þar sem má sjá þegar hann færir afa sínum málverkið, sem er mynd af Helga sjálfum sitjandi á rafskutlu. Verkið er eftir listamanninn Stefán Óla Baldursson, þekktur undir listamannanafninu Mottan.

„Til sykurpabbans, frá sykurpabba. Ég er með smá gjöf fyrir afa minn. Ég á honum margt að þakka, þannig mér finnst að hann eigi skilið að fá smá til baka frá mér,“ segir Patrik þar sem hann er staddur í höfuðstöðvum Góu. 

„Jæja gamli, þetta er smá gjöf frá mér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig.“

Skutlast um allt fyrirtækið

Patrik útskýrir að ástæðan fyrir myndavalinu sé sú að afi hans hafi alltaf verið á umræddri rafskutlu þegar hann skammaðist í sér við störf í verksmiðjunni. Patrik byrjaði að vinna hjá Góu aðeins tólf ára gamall.

„Þegar ég var að vinna hérna vissi maður aldrei af honum fyrr en hann var mættur á skutlunni,“ segir Patrik og hlær.

Spurður hvað afa hans hafi fundist um gjöfina segir Patrik að hann hafi orðið mjög glaður. 

„Hann vantaði ekki bara sjálfsmynd, heldur líka að vera til staðar upp í Góu og fylgjast með okkur. Hann á skrifstofu sem hefur útsýni yfir allan lagerinn og verksmiðjuna, og nú getur hann alltaf fylgst með því sem er að gerast,“ segir Patrik kíminn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.