Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Árni Sæberg skrifar 8. apríl 2025 11:52 Málið er það nýjasta í áratugalöngum deilum um jörðina Vatnsenda. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur telur kröfu Magnúsar Péturs Hjaltested, um rúmlega 1,7 milljarða króna úr hendi Kópavogsbæjar, ekki varða sérstaklega mikilvæga hagsmuni hans. Beiðni hans um áfrýjunarleyfi til réttarins var því hafnað. Á föstudag var greint frá því að Hæstiréttur hefði hafnað beiðni Magnúsar Péturs um áfrýjunarleyfi í Vatnsendamálinu svokallaða. Því væri málinu endanlega lokið og þungu fargi væri lyft af Kópavogsbæ. Í byrjun febrúar var greint frá því að Landsréttur hefði snúið dómi héraðsdóms, sem dæmdi Kópavog til að greiða Magnúsi Pétri 1,4 milljarða króna, við. Magnús Pétur krafðist alls 5,6 milljarða króna í málinu, sem faðir hans heitinn höfðaði upphaflega árið 2018. Dómur Landsréttar er reifaður hér. Hefði sætt sig við 1,75 milljarða og tekjur af 100 lóðum Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfi, sem birt var í morgun, segir að málið varðaði ágreining um efndir á sáttargerð vegna eignarnáms Kópavogs á hluta úr landi jarðarinnar Vatnsenda. Hluta af greiðslu fyrir hið eignarnumda skyldi Kópavogur inna af hendi með því að skipuleggja 300 lóðir á reitum merktum C og G í því landi Vatnsenda sem ekki var tekið eignarnámi. Kópavogur skyldi meðal annars hanna, leggja og kosta götur, veitur og stíga auk þess að annast frágang á opnum svæðum og viðhald alls þessa til framtíðar. Lóðirnar skyldu seldar á leigu af Magnúsi Pétri. Hann hafi lýst því yfir að yrði honum veitt leyfi til áfrýjunar myndi ágreiningur málsins fyrir Hæstarétti lúta að því hvort hann eigi rétt á greiðslu bóta að fjárhæð 1.746.333.333 króna þar sem vatnsverndarkvöð hafi hindrað skipulag á hluta af fyrrgreindum reitum C og G. Til viðbótar myndi ágreiningurinn lúta að kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu gagnaðila vegna tapaðra árlegra leigutekna leyfisbeiðanda af 100 lóðum undir sérbýli, sem Kópavogi hafi verið skylt að skipuleggja samkvæmt sáttargerðinni. Taldi milljarða varða mikilvæga hagsmuni Í ákvörðuninni segir Magnús Pétur hafi byggt á því málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni hans. Þá hafi Landsréttur snúið við niðurstöðu héraðsdóms og því hnigju grunnrök réttarfarslaga að því að áfrýjunarleyfi verði veitt. Í þeim efnum vísaði hann til ákvörðunar réttarins um að veita frændfólki hans áfrýjunarleyfi í öðru Vatnsendamáli, sem varðaði 75 milljarða kröfu hluta erfingja Sigurðar K. Hjaltested vegna eignarnáms á landi Vatnsenda árin 1992, 1998, 2000 og 2007. Héraðsdómur dæmdi erfingjunum tæpan milljarð í bætur vegna eignarnáms árið 2007 en Landsréttur sneri dóminum við og sýknaði Kópavogsbæ af öllum kröfum. Hæstiréttur féllst á að taka málið fyrir, meðal annars með vísan til þess að Landsréttur hefði snúið dómi héraðsdóms. Dómurinn hafi verið rangur Þá segir í ákvörðuninni að Magnús Pétur hafi byggt á því að málið hefði fordæmisgildi um sáttargerðir, tillitsskyldu eignarnema og hvernig fara skuli með tilvik þar sem langur tími líði frá yfirtöku eignarnumins lands þar til kemur að greiðslu eignarnámsbóta. Jafnframt hafi hann víað til þess að dómur í málinu kynni að hafa fordæmisgildi um tilvik þar sem ómöguleiki stendur í vegi fyrir efndum samkvæmt efni samnings. Að endingu hafi hann byggt á því að niðurstaða Landsréttar væri bersýnilega röng um hluta svæða C og G í landi Vatnsenda. Þar hafi hann vísað sérstaklega til skýringar Landsréttar á orðinu „kvöð“ í sáttargerðinni, sérstaks eðlis greiðslu Kópavogs fyrir hið eignarnumda og umfjöllunar um inntak matsgerðar dómkvaddra manna. Í ákvörðuninni segir að að virtum gögnum málsins verði hvorki litið svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Magnúsar Péturs í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá verði ekki séð að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni. Beiðni um áfrýjunarleyfi sé því hafnað. Deilur um Vatnsendaland Jarða- og lóðamál Dómsmál Kópavogur Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Á föstudag var greint frá því að Hæstiréttur hefði hafnað beiðni Magnúsar Péturs um áfrýjunarleyfi í Vatnsendamálinu svokallaða. Því væri málinu endanlega lokið og þungu fargi væri lyft af Kópavogsbæ. Í byrjun febrúar var greint frá því að Landsréttur hefði snúið dómi héraðsdóms, sem dæmdi Kópavog til að greiða Magnúsi Pétri 1,4 milljarða króna, við. Magnús Pétur krafðist alls 5,6 milljarða króna í málinu, sem faðir hans heitinn höfðaði upphaflega árið 2018. Dómur Landsréttar er reifaður hér. Hefði sætt sig við 1,75 milljarða og tekjur af 100 lóðum Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfi, sem birt var í morgun, segir að málið varðaði ágreining um efndir á sáttargerð vegna eignarnáms Kópavogs á hluta úr landi jarðarinnar Vatnsenda. Hluta af greiðslu fyrir hið eignarnumda skyldi Kópavogur inna af hendi með því að skipuleggja 300 lóðir á reitum merktum C og G í því landi Vatnsenda sem ekki var tekið eignarnámi. Kópavogur skyldi meðal annars hanna, leggja og kosta götur, veitur og stíga auk þess að annast frágang á opnum svæðum og viðhald alls þessa til framtíðar. Lóðirnar skyldu seldar á leigu af Magnúsi Pétri. Hann hafi lýst því yfir að yrði honum veitt leyfi til áfrýjunar myndi ágreiningur málsins fyrir Hæstarétti lúta að því hvort hann eigi rétt á greiðslu bóta að fjárhæð 1.746.333.333 króna þar sem vatnsverndarkvöð hafi hindrað skipulag á hluta af fyrrgreindum reitum C og G. Til viðbótar myndi ágreiningurinn lúta að kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu gagnaðila vegna tapaðra árlegra leigutekna leyfisbeiðanda af 100 lóðum undir sérbýli, sem Kópavogi hafi verið skylt að skipuleggja samkvæmt sáttargerðinni. Taldi milljarða varða mikilvæga hagsmuni Í ákvörðuninni segir Magnús Pétur hafi byggt á því málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni hans. Þá hafi Landsréttur snúið við niðurstöðu héraðsdóms og því hnigju grunnrök réttarfarslaga að því að áfrýjunarleyfi verði veitt. Í þeim efnum vísaði hann til ákvörðunar réttarins um að veita frændfólki hans áfrýjunarleyfi í öðru Vatnsendamáli, sem varðaði 75 milljarða kröfu hluta erfingja Sigurðar K. Hjaltested vegna eignarnáms á landi Vatnsenda árin 1992, 1998, 2000 og 2007. Héraðsdómur dæmdi erfingjunum tæpan milljarð í bætur vegna eignarnáms árið 2007 en Landsréttur sneri dóminum við og sýknaði Kópavogsbæ af öllum kröfum. Hæstiréttur féllst á að taka málið fyrir, meðal annars með vísan til þess að Landsréttur hefði snúið dómi héraðsdóms. Dómurinn hafi verið rangur Þá segir í ákvörðuninni að Magnús Pétur hafi byggt á því að málið hefði fordæmisgildi um sáttargerðir, tillitsskyldu eignarnema og hvernig fara skuli með tilvik þar sem langur tími líði frá yfirtöku eignarnumins lands þar til kemur að greiðslu eignarnámsbóta. Jafnframt hafi hann víað til þess að dómur í málinu kynni að hafa fordæmisgildi um tilvik þar sem ómöguleiki stendur í vegi fyrir efndum samkvæmt efni samnings. Að endingu hafi hann byggt á því að niðurstaða Landsréttar væri bersýnilega röng um hluta svæða C og G í landi Vatnsenda. Þar hafi hann vísað sérstaklega til skýringar Landsréttar á orðinu „kvöð“ í sáttargerðinni, sérstaks eðlis greiðslu Kópavogs fyrir hið eignarnumda og umfjöllunar um inntak matsgerðar dómkvaddra manna. Í ákvörðuninni segir að að virtum gögnum málsins verði hvorki litið svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Magnúsar Péturs í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá verði ekki séð að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant eða dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni. Beiðni um áfrýjunarleyfi sé því hafnað.
Deilur um Vatnsendaland Jarða- og lóðamál Dómsmál Kópavogur Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira