Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 13:03 ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda Vísir/Vilhelm Félag atvinnurekenda vísar alfarið á bug að félagið hafi ekki leitast við að rökstyðja mál sitt eða afla skýringa þegar félagið gagnrýndi hæfi Ríkisendurskoðunar til að fjalla um Íslandspóst ohf. Ríkisendurskoðandi sagði í yfirlýsingu í morgun að það væri alvarlegt að saka embættið um að villa um fyrir Alþingi. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í gær og að Félag atvinnurekenda hefði nýverið sent erindi til innviðaráðuneytisins þar sem því var haldið fram að Ríkisendurskoðun væri vanhæf til að fjalla um málefni Íslandspósts. Í yfirlýsingu frá Félagi atvinnurekenda segir að félagið hafi sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins erindi þar sem fyrst var vakin athygli á þessu vanhæfi. „Eftir að „frumathugun“ Ríkisendurskoðunar, sem unnin var í framhaldi af skýrslubeiðni Alþingis, var kynnt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins 14. marz í fyrra, sendi FA nefndinni erindi, þar sem í fyrsta lagi var vakin athygli á vanhæfi Ríkisendurskoðunar til að sinna þeirri beiðni, þar sem stofnunin var ráðgjafi Íslandspósts við að stilla upp tölum úr rekstri fyrirtækisins til að fá sem hæst framlög úr ríkissjóði. Beiðni þingsins sneri einmitt meðal annars að því hvort framlög skattgreiðenda til Íslandspósts væru rétt reiknuð,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er einnig bent á að þessu erindi hafi fylgt minnisblað þar sem félagið hafi með ítarlegum hætti farið yfir frumathugun Ríkisendurskoðunar og bent á mörg atriði það sem félagið taldi embættið ekki svara spurningum þingsins. Auk þess hafi félagið sent nefndinni minnisblað sem innihélt upplýsingar er varða svör við spurningum sem þingið lagði fram í sinni skýrslubeiðni. Það ætti að teljast nægilegt svo gagnrýnin gæti talist „málefnaleg og vel rökstudd“. „Í yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar segir að margar spurningar þingsins hafi lotið að málum sem þegar höfðu fengið úrlausn hjá tilskildum eftirlitsaðilum. Í minnisblaði FA er bent á að beiðni þingsins laut einmitt að skoðun á því hvernig framkvæmd og eftirliti með lögum um póstþjónustu hefði verið háttað. Verið var að biðja um eftirlit með eftirlitinu, ef svo má segja. Ríkisendurskoðun varð ekki við þeirri beiðni,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Sáu ekki tilgang í frekari samskiptum Þá er það einnig gagnrýnt að í yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar sé fullyrt að félagið hafi ekki verið í samskiptum við embættið vegna þessa máls. „FA sendi Ríkisendurskoðun fjölda gagna vegna skýrslubeiðni Alþingis og átti fund með stofnuninni. Þegar afurðin lá fyrir, var ljóst að áhugi Ríkisendurskoðunar á réttum upplýsingum í málinu var enginn. FA sá því ekki tilgang í frekari samskiptum við stofnunina um þetta mál.“ Félagið segir það auk þess vekja furðu að Ríkisendurskoðun hafi ekki strax gert grein fyrir vanhæfi sínu eða að það væri ekki á þeirra verksviði að svara spurningum þingsins. „Það hefði þá verið hægt að leita annarra leiða við úttekt á framkvæmd og eftirliti með póstlögunum, sem þingið telur augljóslega, líkt og FA, að sé í ólestri,“ segir í yfirlýsingunni og að félagið sé algjörlega ósammála því að verkefnið sé ekki á verksviði Ríkisendurskoðunar. „Skýrslubeiðni þingsins sneri, eins og áður sagði, að meðferð fjármuna skattgreiðenda, sem runnið hafa til Íslandspósts og fjármagnað undirverðlagningu fyrirtækisins, sem bitnað hefur á keppinautum þess. Tilgangur stjórnsýsluúttekta Ríkisendurskoðunar er meðal annars að horfa til meðferðar og nýtingar ríkisfjár, eins og segir í 6. grein laga um ríkisendurskoðanda.“ Erindi félagsins og minnisblöð tengd málinu eru aðgengileg að neðan: Erindi FA til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, dags. 26. marz 2024 Minnisblað FA til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, dags. 26. marz 2024 Minnisblað FA til Ríkisendurskoðunar - ákvarðanir um gjaldskrá Íslandspósts, dags. 1. marz 2024 Minnisblað FA til Ríkisendurskoðunar - misbrestur á framkvæmd póstlaga, dags. 1. marz 2024 Alþingi Pósturinn Félagasamtök Rekstur hins opinbera Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í gær og að Félag atvinnurekenda hefði nýverið sent erindi til innviðaráðuneytisins þar sem því var haldið fram að Ríkisendurskoðun væri vanhæf til að fjalla um málefni Íslandspósts. Í yfirlýsingu frá Félagi atvinnurekenda segir að félagið hafi sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins erindi þar sem fyrst var vakin athygli á þessu vanhæfi. „Eftir að „frumathugun“ Ríkisendurskoðunar, sem unnin var í framhaldi af skýrslubeiðni Alþingis, var kynnt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins 14. marz í fyrra, sendi FA nefndinni erindi, þar sem í fyrsta lagi var vakin athygli á vanhæfi Ríkisendurskoðunar til að sinna þeirri beiðni, þar sem stofnunin var ráðgjafi Íslandspósts við að stilla upp tölum úr rekstri fyrirtækisins til að fá sem hæst framlög úr ríkissjóði. Beiðni þingsins sneri einmitt meðal annars að því hvort framlög skattgreiðenda til Íslandspósts væru rétt reiknuð,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er einnig bent á að þessu erindi hafi fylgt minnisblað þar sem félagið hafi með ítarlegum hætti farið yfir frumathugun Ríkisendurskoðunar og bent á mörg atriði það sem félagið taldi embættið ekki svara spurningum þingsins. Auk þess hafi félagið sent nefndinni minnisblað sem innihélt upplýsingar er varða svör við spurningum sem þingið lagði fram í sinni skýrslubeiðni. Það ætti að teljast nægilegt svo gagnrýnin gæti talist „málefnaleg og vel rökstudd“. „Í yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar segir að margar spurningar þingsins hafi lotið að málum sem þegar höfðu fengið úrlausn hjá tilskildum eftirlitsaðilum. Í minnisblaði FA er bent á að beiðni þingsins laut einmitt að skoðun á því hvernig framkvæmd og eftirliti með lögum um póstþjónustu hefði verið háttað. Verið var að biðja um eftirlit með eftirlitinu, ef svo má segja. Ríkisendurskoðun varð ekki við þeirri beiðni,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Sáu ekki tilgang í frekari samskiptum Þá er það einnig gagnrýnt að í yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar sé fullyrt að félagið hafi ekki verið í samskiptum við embættið vegna þessa máls. „FA sendi Ríkisendurskoðun fjölda gagna vegna skýrslubeiðni Alþingis og átti fund með stofnuninni. Þegar afurðin lá fyrir, var ljóst að áhugi Ríkisendurskoðunar á réttum upplýsingum í málinu var enginn. FA sá því ekki tilgang í frekari samskiptum við stofnunina um þetta mál.“ Félagið segir það auk þess vekja furðu að Ríkisendurskoðun hafi ekki strax gert grein fyrir vanhæfi sínu eða að það væri ekki á þeirra verksviði að svara spurningum þingsins. „Það hefði þá verið hægt að leita annarra leiða við úttekt á framkvæmd og eftirliti með póstlögunum, sem þingið telur augljóslega, líkt og FA, að sé í ólestri,“ segir í yfirlýsingunni og að félagið sé algjörlega ósammála því að verkefnið sé ekki á verksviði Ríkisendurskoðunar. „Skýrslubeiðni þingsins sneri, eins og áður sagði, að meðferð fjármuna skattgreiðenda, sem runnið hafa til Íslandspósts og fjármagnað undirverðlagningu fyrirtækisins, sem bitnað hefur á keppinautum þess. Tilgangur stjórnsýsluúttekta Ríkisendurskoðunar er meðal annars að horfa til meðferðar og nýtingar ríkisfjár, eins og segir í 6. grein laga um ríkisendurskoðanda.“ Erindi félagsins og minnisblöð tengd málinu eru aðgengileg að neðan: Erindi FA til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, dags. 26. marz 2024 Minnisblað FA til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, dags. 26. marz 2024 Minnisblað FA til Ríkisendurskoðunar - ákvarðanir um gjaldskrá Íslandspósts, dags. 1. marz 2024 Minnisblað FA til Ríkisendurskoðunar - misbrestur á framkvæmd póstlaga, dags. 1. marz 2024
Alþingi Pósturinn Félagasamtök Rekstur hins opinbera Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira