Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 13:03 ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda Vísir/Vilhelm Félag atvinnurekenda vísar alfarið á bug að félagið hafi ekki leitast við að rökstyðja mál sitt eða afla skýringa þegar félagið gagnrýndi hæfi Ríkisendurskoðunar til að fjalla um Íslandspóst ohf. Ríkisendurskoðandi sagði í yfirlýsingu í morgun að það væri alvarlegt að saka embættið um að villa um fyrir Alþingi. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í gær og að Félag atvinnurekenda hefði nýverið sent erindi til innviðaráðuneytisins þar sem því var haldið fram að Ríkisendurskoðun væri vanhæf til að fjalla um málefni Íslandspósts. Í yfirlýsingu frá Félagi atvinnurekenda segir að félagið hafi sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins erindi þar sem fyrst var vakin athygli á þessu vanhæfi. „Eftir að „frumathugun“ Ríkisendurskoðunar, sem unnin var í framhaldi af skýrslubeiðni Alþingis, var kynnt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins 14. marz í fyrra, sendi FA nefndinni erindi, þar sem í fyrsta lagi var vakin athygli á vanhæfi Ríkisendurskoðunar til að sinna þeirri beiðni, þar sem stofnunin var ráðgjafi Íslandspósts við að stilla upp tölum úr rekstri fyrirtækisins til að fá sem hæst framlög úr ríkissjóði. Beiðni þingsins sneri einmitt meðal annars að því hvort framlög skattgreiðenda til Íslandspósts væru rétt reiknuð,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er einnig bent á að þessu erindi hafi fylgt minnisblað þar sem félagið hafi með ítarlegum hætti farið yfir frumathugun Ríkisendurskoðunar og bent á mörg atriði það sem félagið taldi embættið ekki svara spurningum þingsins. Auk þess hafi félagið sent nefndinni minnisblað sem innihélt upplýsingar er varða svör við spurningum sem þingið lagði fram í sinni skýrslubeiðni. Það ætti að teljast nægilegt svo gagnrýnin gæti talist „málefnaleg og vel rökstudd“. „Í yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar segir að margar spurningar þingsins hafi lotið að málum sem þegar höfðu fengið úrlausn hjá tilskildum eftirlitsaðilum. Í minnisblaði FA er bent á að beiðni þingsins laut einmitt að skoðun á því hvernig framkvæmd og eftirliti með lögum um póstþjónustu hefði verið háttað. Verið var að biðja um eftirlit með eftirlitinu, ef svo má segja. Ríkisendurskoðun varð ekki við þeirri beiðni,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Sáu ekki tilgang í frekari samskiptum Þá er það einnig gagnrýnt að í yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar sé fullyrt að félagið hafi ekki verið í samskiptum við embættið vegna þessa máls. „FA sendi Ríkisendurskoðun fjölda gagna vegna skýrslubeiðni Alþingis og átti fund með stofnuninni. Þegar afurðin lá fyrir, var ljóst að áhugi Ríkisendurskoðunar á réttum upplýsingum í málinu var enginn. FA sá því ekki tilgang í frekari samskiptum við stofnunina um þetta mál.“ Félagið segir það auk þess vekja furðu að Ríkisendurskoðun hafi ekki strax gert grein fyrir vanhæfi sínu eða að það væri ekki á þeirra verksviði að svara spurningum þingsins. „Það hefði þá verið hægt að leita annarra leiða við úttekt á framkvæmd og eftirliti með póstlögunum, sem þingið telur augljóslega, líkt og FA, að sé í ólestri,“ segir í yfirlýsingunni og að félagið sé algjörlega ósammála því að verkefnið sé ekki á verksviði Ríkisendurskoðunar. „Skýrslubeiðni þingsins sneri, eins og áður sagði, að meðferð fjármuna skattgreiðenda, sem runnið hafa til Íslandspósts og fjármagnað undirverðlagningu fyrirtækisins, sem bitnað hefur á keppinautum þess. Tilgangur stjórnsýsluúttekta Ríkisendurskoðunar er meðal annars að horfa til meðferðar og nýtingar ríkisfjár, eins og segir í 6. grein laga um ríkisendurskoðanda.“ Erindi félagsins og minnisblöð tengd málinu eru aðgengileg að neðan: Erindi FA til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, dags. 26. marz 2024 Minnisblað FA til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, dags. 26. marz 2024 Minnisblað FA til Ríkisendurskoðunar - ákvarðanir um gjaldskrá Íslandspósts, dags. 1. marz 2024 Minnisblað FA til Ríkisendurskoðunar - misbrestur á framkvæmd póstlaga, dags. 1. marz 2024 Alþingi Pósturinn Félagasamtök Rekstur hins opinbera Ríkisendurskoðun Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í gær og að Félag atvinnurekenda hefði nýverið sent erindi til innviðaráðuneytisins þar sem því var haldið fram að Ríkisendurskoðun væri vanhæf til að fjalla um málefni Íslandspósts. Í yfirlýsingu frá Félagi atvinnurekenda segir að félagið hafi sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins erindi þar sem fyrst var vakin athygli á þessu vanhæfi. „Eftir að „frumathugun“ Ríkisendurskoðunar, sem unnin var í framhaldi af skýrslubeiðni Alþingis, var kynnt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins 14. marz í fyrra, sendi FA nefndinni erindi, þar sem í fyrsta lagi var vakin athygli á vanhæfi Ríkisendurskoðunar til að sinna þeirri beiðni, þar sem stofnunin var ráðgjafi Íslandspósts við að stilla upp tölum úr rekstri fyrirtækisins til að fá sem hæst framlög úr ríkissjóði. Beiðni þingsins sneri einmitt meðal annars að því hvort framlög skattgreiðenda til Íslandspósts væru rétt reiknuð,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er einnig bent á að þessu erindi hafi fylgt minnisblað þar sem félagið hafi með ítarlegum hætti farið yfir frumathugun Ríkisendurskoðunar og bent á mörg atriði það sem félagið taldi embættið ekki svara spurningum þingsins. Auk þess hafi félagið sent nefndinni minnisblað sem innihélt upplýsingar er varða svör við spurningum sem þingið lagði fram í sinni skýrslubeiðni. Það ætti að teljast nægilegt svo gagnrýnin gæti talist „málefnaleg og vel rökstudd“. „Í yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar segir að margar spurningar þingsins hafi lotið að málum sem þegar höfðu fengið úrlausn hjá tilskildum eftirlitsaðilum. Í minnisblaði FA er bent á að beiðni þingsins laut einmitt að skoðun á því hvernig framkvæmd og eftirliti með lögum um póstþjónustu hefði verið háttað. Verið var að biðja um eftirlit með eftirlitinu, ef svo má segja. Ríkisendurskoðun varð ekki við þeirri beiðni,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Sáu ekki tilgang í frekari samskiptum Þá er það einnig gagnrýnt að í yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar sé fullyrt að félagið hafi ekki verið í samskiptum við embættið vegna þessa máls. „FA sendi Ríkisendurskoðun fjölda gagna vegna skýrslubeiðni Alþingis og átti fund með stofnuninni. Þegar afurðin lá fyrir, var ljóst að áhugi Ríkisendurskoðunar á réttum upplýsingum í málinu var enginn. FA sá því ekki tilgang í frekari samskiptum við stofnunina um þetta mál.“ Félagið segir það auk þess vekja furðu að Ríkisendurskoðun hafi ekki strax gert grein fyrir vanhæfi sínu eða að það væri ekki á þeirra verksviði að svara spurningum þingsins. „Það hefði þá verið hægt að leita annarra leiða við úttekt á framkvæmd og eftirliti með póstlögunum, sem þingið telur augljóslega, líkt og FA, að sé í ólestri,“ segir í yfirlýsingunni og að félagið sé algjörlega ósammála því að verkefnið sé ekki á verksviði Ríkisendurskoðunar. „Skýrslubeiðni þingsins sneri, eins og áður sagði, að meðferð fjármuna skattgreiðenda, sem runnið hafa til Íslandspósts og fjármagnað undirverðlagningu fyrirtækisins, sem bitnað hefur á keppinautum þess. Tilgangur stjórnsýsluúttekta Ríkisendurskoðunar er meðal annars að horfa til meðferðar og nýtingar ríkisfjár, eins og segir í 6. grein laga um ríkisendurskoðanda.“ Erindi félagsins og minnisblöð tengd málinu eru aðgengileg að neðan: Erindi FA til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, dags. 26. marz 2024 Minnisblað FA til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, dags. 26. marz 2024 Minnisblað FA til Ríkisendurskoðunar - ákvarðanir um gjaldskrá Íslandspósts, dags. 1. marz 2024 Minnisblað FA til Ríkisendurskoðunar - misbrestur á framkvæmd póstlaga, dags. 1. marz 2024
Alþingi Pósturinn Félagasamtök Rekstur hins opinbera Ríkisendurskoðun Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira