Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 8. apríl 2025 23:09 Maðurinn hefur verið á Keflavíkurflugvellinum frá því á föstudag án alls. Vísir/Vilhelm Albanskur maður, sem var áður eftirlýstur fyrir líkamsárás og fleiri brot, dvaldi allslaus á flugvellinum í Keflavík í fjóra daga á meðan hann beið ákvörðunar Útlendingastofnunar. Honum hefur verið vísað úr landi en lögmaður mannsins býst við að hann þurfi að bíða á flugvellinum í einhverja daga eftir lögreglufylgd úr landi. Maðurinn kom til landsins á föstudag með flugi frá Berlín með vini sínum og samlanda. Strax við komu hafði lögreglan afskipti af þeim tveimur og kannar hvort þeir uppfylli skilyrði fyrir komu til landsins. Vini mannsins var frávísað á föstudagskvöld og hann yfirgaf landið á laugardagsmorgun. DV greindi fyrst frá. Maðurinn sem um ræðir var hins vegar handjárnaður og farið var með hann á lögreglustöð í Reykjanesbæ þar sem tekin var af honum skýrsla. Þar voru borin undir hann tvö mál, annars vegar hnífaárás og hins vegar meint kynferðisbrot en málið var fellt niður á sínum tíma. Í greinargerð lögreglu segir að maðurinn hafi veitt villandi upplýsingar um ferðir sínar og tilgang dvalar á Íslandi. Þá sagðist hann vera heimsækja Ísland í fyrsta skipti en í gögnum lögreglu segir að hann hafi verið áður eftirlýstur fyrir stórfellda líkamsárás hérlendis auk annarra brota. Eftir skýrslutökuna fór maðurinn aftur á flugvöllinn á D-svæðið sem er fyrir flug fyrir utan Schengen. Þar hefur hann verið síðan á föstudag en auk þess var allt tekið af honum nema farsíminn. Hann sé því kominn upp á lögreglumenn sem gefa honum mat á um tólf tíma fresti þar sem hann sé ekki með brottfararspjald né peninga. Það var ekki fyrr en að maðurinn hafði samband við lögmann sinn sem hann fékk að hafa fataskipti á mánudagskvöld. „Mér finnst þetta vanvirðandi meðferð“ Maðurinn dvelur þar á meðan Útlendingastofnun sér um málið. Lögreglan hafi, í stað þess að brottvísa manninum við komu til landsins birt honum tilkynningu um að mögulega ætti að vísa honum úr landi. „Útlendingastofnun getur bara brottvísað mönnum sem að eru á Íslandi. Flugvöllurinn er tæknilega séð ekki íslenskt svæði,“ segir Gunnar Gíslason, lögmaður mannsins í samtali við fréttastofu. „Þannig hann er látinn dúsa þarna uppi á velli um helgina, í gær og í dag á meðan það er beðið eftir þessari ákvörðun frá Útlendingastofnun. Hún kom svo loksins seinnipartinn í dag. Þá er honum ákvörðuð brottvísun og endurkomubann til þriggja ára og það er í þessari ákvörðun vísað til þess að hann hafi verið ákærður fyrir meint kynferðisbrot, sem að var ekki.“ Kynferðisbrotamálið var fellt niður og fékk maðurinn greidda eina milljón króna í miskabætur þar sem hann sat í gæsluvarðhaldi í einangrun í þrjá daga og í farbanni í þrjá mánuði. „Forsendur þessarar ákvörðunar Útlendingastofnunar, sem að Útlendingastofnun hefur ekki heimild til að taka, þær eru rangar. En aðalatriðið er þessi meðferð á manninum, hann er tekinn þarna og hent inn á D-svæðið,“ segir Gunnar. „Þessi meðferð að halda mönnum þarna, uppi á velli svona lengi, taka af þeim alla peninga og farangur og alla möguleika á því að geta nærst sjálfur. Gefa þeim mat einmitt á tólf tíma fresti. Mér finnst þetta ekki mannlegt, mér finnst þetta vanvirðandi meðferð.“ Verði enn á flugvellinum í nokkra daga Maðurinn átti bókað flug til Búdapest í morgun en hann fékk ekki að fara um borð í vélina þar sem ákvörðun Útlendingastofnunar hafði ekki borist. Hann hafði bókað flugið áður en hann kom til landsins. „Niðurstaðan er sú að hann fær þessa ákvörðun og það á að fylgja honum í lögreglufylgd úr landi. Í staðinn fyrir að hleypa honum burt í morgun,“ segir Gunnar. Nú er málið komið í hendur heimfarar- og fylgdardeildar ríkislögreglustjóra og munu þeir sjá um lögreglufylgdina úr landi. „Þeir þurfa einhvern tíma í að græja flug og græja lögreglumenn til að fylgja honum út. Þetta getur tekið einhverja daga. Venjan hefur verið að þegar menn fá brottvísun og það þarf að fylgja þeim út þá eru þeir settir í gæsluvarðhald,“ segir Gunnar. Hann hafi ekki talað við manninn síðan um miðjan dag í dag og þá hafi hann enn verið á flugvellinum. Gunnar býst við að hann verði látinn bíða þar. Ótrúlega algengt að fólk dúsi á D-svæðinu Að sögn Gunnars er fólk oft látið dúsa á D-svæði flugvallarins á meðan verið sé að skoða mál þeirra. „Núna um helgina fékk ég alveg holskeflu af fólki uppi á velli sem hafði samband við mig.“ Til að mynda hafi einni albanskri konu á sextugsaldri verið frávísað um helgina þegar hún kom til landsins til að heimsækja son sinn. Hann sé með dvalarleyfi hérlendis en lögreglan taldi að hún hafi ekki uppfyllt skilyrði til dvalar hérlendis. „Um daginn var albanskur maður sem hefur búið hér í mörg ár með dvalarleyfi. Hann var að koma til landsins eftir að hann fór í áfengismeðferð til Albaníu og lögreglan tekur hann til hliðar, talar við hann og setur hann í tilkynningarskyldu. Sem felst í því að honum er hent inn á D-svæðið. Þar var hann í sólarhring á meðan þeir voru að skoða hans mál og síðan var honum hleypt í gegn,“ segir Gunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Keflavíkurflugvöllur Mannréttindi Lögreglumál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Maðurinn kom til landsins á föstudag með flugi frá Berlín með vini sínum og samlanda. Strax við komu hafði lögreglan afskipti af þeim tveimur og kannar hvort þeir uppfylli skilyrði fyrir komu til landsins. Vini mannsins var frávísað á föstudagskvöld og hann yfirgaf landið á laugardagsmorgun. DV greindi fyrst frá. Maðurinn sem um ræðir var hins vegar handjárnaður og farið var með hann á lögreglustöð í Reykjanesbæ þar sem tekin var af honum skýrsla. Þar voru borin undir hann tvö mál, annars vegar hnífaárás og hins vegar meint kynferðisbrot en málið var fellt niður á sínum tíma. Í greinargerð lögreglu segir að maðurinn hafi veitt villandi upplýsingar um ferðir sínar og tilgang dvalar á Íslandi. Þá sagðist hann vera heimsækja Ísland í fyrsta skipti en í gögnum lögreglu segir að hann hafi verið áður eftirlýstur fyrir stórfellda líkamsárás hérlendis auk annarra brota. Eftir skýrslutökuna fór maðurinn aftur á flugvöllinn á D-svæðið sem er fyrir flug fyrir utan Schengen. Þar hefur hann verið síðan á föstudag en auk þess var allt tekið af honum nema farsíminn. Hann sé því kominn upp á lögreglumenn sem gefa honum mat á um tólf tíma fresti þar sem hann sé ekki með brottfararspjald né peninga. Það var ekki fyrr en að maðurinn hafði samband við lögmann sinn sem hann fékk að hafa fataskipti á mánudagskvöld. „Mér finnst þetta vanvirðandi meðferð“ Maðurinn dvelur þar á meðan Útlendingastofnun sér um málið. Lögreglan hafi, í stað þess að brottvísa manninum við komu til landsins birt honum tilkynningu um að mögulega ætti að vísa honum úr landi. „Útlendingastofnun getur bara brottvísað mönnum sem að eru á Íslandi. Flugvöllurinn er tæknilega séð ekki íslenskt svæði,“ segir Gunnar Gíslason, lögmaður mannsins í samtali við fréttastofu. „Þannig hann er látinn dúsa þarna uppi á velli um helgina, í gær og í dag á meðan það er beðið eftir þessari ákvörðun frá Útlendingastofnun. Hún kom svo loksins seinnipartinn í dag. Þá er honum ákvörðuð brottvísun og endurkomubann til þriggja ára og það er í þessari ákvörðun vísað til þess að hann hafi verið ákærður fyrir meint kynferðisbrot, sem að var ekki.“ Kynferðisbrotamálið var fellt niður og fékk maðurinn greidda eina milljón króna í miskabætur þar sem hann sat í gæsluvarðhaldi í einangrun í þrjá daga og í farbanni í þrjá mánuði. „Forsendur þessarar ákvörðunar Útlendingastofnunar, sem að Útlendingastofnun hefur ekki heimild til að taka, þær eru rangar. En aðalatriðið er þessi meðferð á manninum, hann er tekinn þarna og hent inn á D-svæðið,“ segir Gunnar. „Þessi meðferð að halda mönnum þarna, uppi á velli svona lengi, taka af þeim alla peninga og farangur og alla möguleika á því að geta nærst sjálfur. Gefa þeim mat einmitt á tólf tíma fresti. Mér finnst þetta ekki mannlegt, mér finnst þetta vanvirðandi meðferð.“ Verði enn á flugvellinum í nokkra daga Maðurinn átti bókað flug til Búdapest í morgun en hann fékk ekki að fara um borð í vélina þar sem ákvörðun Útlendingastofnunar hafði ekki borist. Hann hafði bókað flugið áður en hann kom til landsins. „Niðurstaðan er sú að hann fær þessa ákvörðun og það á að fylgja honum í lögreglufylgd úr landi. Í staðinn fyrir að hleypa honum burt í morgun,“ segir Gunnar. Nú er málið komið í hendur heimfarar- og fylgdardeildar ríkislögreglustjóra og munu þeir sjá um lögreglufylgdina úr landi. „Þeir þurfa einhvern tíma í að græja flug og græja lögreglumenn til að fylgja honum út. Þetta getur tekið einhverja daga. Venjan hefur verið að þegar menn fá brottvísun og það þarf að fylgja þeim út þá eru þeir settir í gæsluvarðhald,“ segir Gunnar. Hann hafi ekki talað við manninn síðan um miðjan dag í dag og þá hafi hann enn verið á flugvellinum. Gunnar býst við að hann verði látinn bíða þar. Ótrúlega algengt að fólk dúsi á D-svæðinu Að sögn Gunnars er fólk oft látið dúsa á D-svæði flugvallarins á meðan verið sé að skoða mál þeirra. „Núna um helgina fékk ég alveg holskeflu af fólki uppi á velli sem hafði samband við mig.“ Til að mynda hafi einni albanskri konu á sextugsaldri verið frávísað um helgina þegar hún kom til landsins til að heimsækja son sinn. Hann sé með dvalarleyfi hérlendis en lögreglan taldi að hún hafi ekki uppfyllt skilyrði til dvalar hérlendis. „Um daginn var albanskur maður sem hefur búið hér í mörg ár með dvalarleyfi. Hann var að koma til landsins eftir að hann fór í áfengismeðferð til Albaníu og lögreglan tekur hann til hliðar, talar við hann og setur hann í tilkynningarskyldu. Sem felst í því að honum er hent inn á D-svæðið. Þar var hann í sólarhring á meðan þeir voru að skoða hans mál og síðan var honum hleypt í gegn,“ segir Gunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Keflavíkurflugvöllur Mannréttindi Lögreglumál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira