Viðskipti innlent

Jóhanna Vig­dís til liðs við Keystrike

Atli Ísleifsson skrifar
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir.
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir. Keystrike

Netöryggisfyrirtækið Keystrike hefur ráðið Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttir sem yfirmann sölu, markaðsmála og viðskiptaþróunar fyrir Evrópumarkað.

Í tilkynningu segir að Jóhanna Vigdís hafi víðtæka reynslu úr nýsköpun, tækni og opinbera geiranum og hafi ítrekað sýnt árangur í að leiða vaxtarskeið fyrirtækja og stofnana.

„Jóhanna Vigdís kemur til Keystrike frá Defend Iceland, þar sem hún stýrði sölu og viðskiptaþróun. Áður gegndi hún lykilhlutverki í framkvæmd máltækniáætlunar fyrir íslensku hjá Almannarómi, þar sem hún leiddi samstarf við stórfyrirtæki á borð við OpenAI og Microsoft. Það samstarf leiddi til þess að íslenska varð fyrsta tungumál heims, annað en enska, sem kom inn í ChatGPT. Ferill hennar spannar einnig stjórnunarstöður hjá Háskólanum í Reykjavík og Straumi fjárfestingabanka,“ segir í tilkynningunni. 

Um Keystrike segir að það hafi þróað byltingarkennda netöryggisvörn sem greini netárásir í rauntíma og stöðvar háþróaðar árásir sem standa í langan tíma, áður en þær valda tjóni. „Lausnin sker sig úr með því að vernda lykilinnviði án þess að hægja á tölvum eða trufla verkferla. Öryggislausn Keystrike er einkaleyfisvarin og sannreynir í rauntíma hverja einustu aðgerð – allt niður í lyklaborðssmelli – til að tryggja að aðeins réttmætir notendur hafi aðgang að kerfum. Þannig eru lykilréttindi kerfisstjóra, starfsmanna, birgja og samstarfsaðila varin gegn alvarlegum afleiðingum netárása. Viðskiptavinahópur Keystrike er fjölbreyttur en á það sameiginlegt að bera ábyrgð á lykilinnviðum og viðkvæmum gögnum í atvinnulífi og samfélagi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×