„Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2025 10:02 Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðu. Vísir/Vilhelm Formaður Afstöðu fagnar hröðum viðbrögðum heilbrigðisráðherra vegna ólöglegra og lífshættulegra ópíóíða. Það sé tímaspursmál hvenær efnin rati í fangelsin og um leið skapist ástand sem erfitt verði að vinna úr. Heilbrigðisráðuneytið efndi til skyndifundar á mánudag með fulltrúum Lyfjastofnunar, Landspítala, embætti landlæknis, tollyfirvalda, lögreglunnar, Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði, Afstöðu og Matthildi skaðaminnkun, um leiðir til að bregðast við innflutningi ólöglegra og lífshættulegra ópíóíða. Greint var frá því í síðustu viku að fjórtán væru í haldi lögreglu eftir að tollverðir lögðu hald á tuttugu þúsund töflur af nitazene, stórhættulegu efni sem er um þúsund sinnum sterkara en morfín. Þá var greint frá því í gær að tvær unglingsstúlkur, fæddar 2006 og 2007, sættu gæsluvarðhaldi vegna málsins. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga, segir samtökin og Matthildarsamtökin hafa hist vegna málsins á sunnudag og sent ráðherra minnisblað um kvöldið. Þar hafi alvarleiki málsins verið rakin og nokkrar tillögur nefndar hvernig bregðast ætti við. „Það sem er skrýtið er að yfirleitt byrja lyfin í fangelsunum og fara svo út í samfélagið,“ segir Guðmundur Ingi. Í þessu tilfelli hafi risaskammtur af fíkniefnum, sem ekki séu komin í fangelsin, gripin við komuna til landsins. „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig,“ segir Guðmundur Ingi. Styrkleiki efnisins sé slíkur að viðbúið sé að fólki fjöldi sem látist vegna áhrifa þess. „Svo mun þetta fara í fangelsin. Það mun enginn biðja um aðstoð eða vera í aðstöðu til að prufa efnið. Þá skapast ástand sem erfitt verður að vinna úr.“ Aðspurður hvers vegna efnin rati í fangelsin útskýrir Guðmundur Ingi að sterk efni séu vinsæl í fangelsum vegna þess að þá þurfi minni skammta. Og litlu skammtarnir endist um leið lengur. „Eins og spice. Þú þarft að smygla svo litlu til að eiga í marga mánuði.“ Hann segir alla fundargesti á miðvikudag hafa tekið málið alvarlega. Tekið hafi verið vel í hugmyndir Afstöðu og Matthildarsamtakanna. Boltinn sé hjá ráðuneytinu en til hafi staðið að kalla til framhaldsfundar. Vinna þurfi hratt í að finna réttu hraðprófin sem þurfi að vera til staðar hjá lögreglu, í fangelsum, heilsugæslu og skaðaminnkandi úrræðum. Þannig sé hægt að bregðast hratt við þegar grunur kviknar um notkun á efninu. Efnið hafi enn ekki mælst í fangelsinu en heyra má á Guðmundi að það sé tímaspursmál. „Við höfum áhyggjur af okkar fólki. Að það verði stórslys,“ segir Guðmundur. Teikna þurfi upp aðgerðaráætlun til að bjarga mannslífum. Fangelsismál Fíkniefnabrot Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið efndi til skyndifundar á mánudag með fulltrúum Lyfjastofnunar, Landspítala, embætti landlæknis, tollyfirvalda, lögreglunnar, Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði, Afstöðu og Matthildi skaðaminnkun, um leiðir til að bregðast við innflutningi ólöglegra og lífshættulegra ópíóíða. Greint var frá því í síðustu viku að fjórtán væru í haldi lögreglu eftir að tollverðir lögðu hald á tuttugu þúsund töflur af nitazene, stórhættulegu efni sem er um þúsund sinnum sterkara en morfín. Þá var greint frá því í gær að tvær unglingsstúlkur, fæddar 2006 og 2007, sættu gæsluvarðhaldi vegna málsins. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga, segir samtökin og Matthildarsamtökin hafa hist vegna málsins á sunnudag og sent ráðherra minnisblað um kvöldið. Þar hafi alvarleiki málsins verið rakin og nokkrar tillögur nefndar hvernig bregðast ætti við. „Það sem er skrýtið er að yfirleitt byrja lyfin í fangelsunum og fara svo út í samfélagið,“ segir Guðmundur Ingi. Í þessu tilfelli hafi risaskammtur af fíkniefnum, sem ekki séu komin í fangelsin, gripin við komuna til landsins. „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig,“ segir Guðmundur Ingi. Styrkleiki efnisins sé slíkur að viðbúið sé að fólki fjöldi sem látist vegna áhrifa þess. „Svo mun þetta fara í fangelsin. Það mun enginn biðja um aðstoð eða vera í aðstöðu til að prufa efnið. Þá skapast ástand sem erfitt verður að vinna úr.“ Aðspurður hvers vegna efnin rati í fangelsin útskýrir Guðmundur Ingi að sterk efni séu vinsæl í fangelsum vegna þess að þá þurfi minni skammta. Og litlu skammtarnir endist um leið lengur. „Eins og spice. Þú þarft að smygla svo litlu til að eiga í marga mánuði.“ Hann segir alla fundargesti á miðvikudag hafa tekið málið alvarlega. Tekið hafi verið vel í hugmyndir Afstöðu og Matthildarsamtakanna. Boltinn sé hjá ráðuneytinu en til hafi staðið að kalla til framhaldsfundar. Vinna þurfi hratt í að finna réttu hraðprófin sem þurfi að vera til staðar hjá lögreglu, í fangelsum, heilsugæslu og skaðaminnkandi úrræðum. Þannig sé hægt að bregðast hratt við þegar grunur kviknar um notkun á efninu. Efnið hafi enn ekki mælst í fangelsinu en heyra má á Guðmundi að það sé tímaspursmál. „Við höfum áhyggjur af okkar fólki. Að það verði stórslys,“ segir Guðmundur. Teikna þurfi upp aðgerðaráætlun til að bjarga mannslífum.
Fangelsismál Fíkniefnabrot Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira