Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. apríl 2025 19:02 Jón Viðar Matthíasson slökkviliðs- og framkvæmdastjóri almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins fagnar því að skýrsla Veðurstofunnar um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu sé loks kominn út. Vísir Meta þarf hvort ástæða sé til að reisa varnargarða við hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem eru talin geta orðið fyrir áhrifum eldgosa í framtíðinni. Þetta segir slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Þegar sé byrjað að þjálfa neyðarstjórnir sveitarfélaganna komi til alvarlegrar náttúruvár í borginni. Á Reykjanesskaga eru fimm til sex eldstöðvakerfi sem gosvirkni hefur flust á milli með 30-150 ára millibili í fyrri gosskeiðum. Þetta eru Reykjaneskerfið, Svartsengi, Fagradalsfjall, Krýsuvíkurkerfið og Brennisteinsfjallakerfið. Af þeim hafa eldstöðvarnar við Fagradalsfjall og Svartsengi verið virkar síðustu ár. Samkvæmt nýrri skýrslu Veðurstofunnar um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu gæti í framhaldinu gosið í Krýsuvíkur - og Brennisteinskerfunum sem hefði mikil áhrif á höfuðborgarsvæðið. Mesta hættan á að hraun renni í byggð er talið vera við Vellina í Hafnarfirði og jafnvel niður Elliðadal. Þá ná sprungur frá Krýsuvíkurkerfinu til að mynda inn á höfuðborgarsvæðið sem gæti haft mest áhrif á Urriðaholt í Garðabæ, Hvarfahverfið í Kópavogi, Norðlingaholt og Grafarholt í Reykjavík og Mosfellsbæ. Krýsuvíkurkerfið gæti haft mest áhrif á Urriðaholt í Garðabæ, Hvarfahverfið í Kópavogi, Norðlingaholt og Grafarholt í Reykjavík og Mosfellsbæ. Varnargarðar á höfuðborgarsvæðinu Jón Viðar Matthíasson slökkviliðs- og framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins fagnar því að skýrsla Veðurstofunnar um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu sé loks kominn út. Nú sé beðið eftir áhættumati fyrir svæðið sem eigi að birta í haust. Eftir það þurfi til að mynda að ákveða hvort hyggilegt sé að reisa varnargarða við einstök hverfi í borginni þar sem byggt yrði á slíkri reynslu frá Svartsengi. „Nú er gert ráð fyrir að áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið verði tilbúið í haust. Ef þar kemur fram að líklegt sé að hraun renni yfir byggð þá munum við setja varnargarð inn í ákveðið líkan yfir svæðið og kanna hvaða áhrif það muni hafa á hraunrennslið. Það er því inn í myndinni að reisa varnargarða innan höfuðborgarsvæðisins. Það sem við þurfum þá að vita er hvar og hvernig við ætlum við að byggja varnargarðinn, hvaða tæki tól þurfum til þess og hversu langan tíma tekur það,“ segir Jón Viðar. „Getum ekki lokað augunum fyrir þessu“ Jón Viðar segir að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og stofnanir sem haldi utan mikilvæga innviði hafi þegar fengið kynningu á skýrslu Veðurstofunnar. Mikilvægt sé að allir séu vel upplýstir um það sem gæti gerst. Þá séu neyðarstjórnir tilbúnar komi til náttúruvár. „Það er til dæmis búið að þjálfa neyðarstjórnir allra sveitarfélaga á höfuborgarsvæðinu. Þær fá þjálfun í að bregðast við ef hraunrennsli, gróðureldar, jarðskjálftar eða eitthvað slíkt kemur upp á. Þannig að það er byrjað að þjálfa stjórnkerfið hjá okkur,“ segir hann. Hann segir þó ólíklegt að það komi til svipaðra atburða á höfuðborgarsvæðinu og í Grindavík en leggur áherslu á að fólk sé upplýst um allar mögulegar sviðsmyndir. Höfuðborgarsvæðið er á allt öðru svæði skipulega séð út frá eldfallakerfum á Reykjanesinu en Grindavík. En samt ekki þannig að við getum lokað augunum fyrir þessu,“ segir hann. Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaga. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Slökkvilið Almannavarnir Tengdar fréttir Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Tiltölulega litlar líkur eru á því að mannslíf væru í hættu vegna hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu myndi eldgos verða svo nálægt borginni þannig að henni væri ógnað. Það væri vegna þess að í flestum tilfellum væri nægur tími til að rýma byggð. Hins vegar gæti tjón á byggingum og innviðum orðið gífurlegt og gjöreyðilegging möguleg. 8. apríl 2025 18:57 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Á Reykjanesskaga eru fimm til sex eldstöðvakerfi sem gosvirkni hefur flust á milli með 30-150 ára millibili í fyrri gosskeiðum. Þetta eru Reykjaneskerfið, Svartsengi, Fagradalsfjall, Krýsuvíkurkerfið og Brennisteinsfjallakerfið. Af þeim hafa eldstöðvarnar við Fagradalsfjall og Svartsengi verið virkar síðustu ár. Samkvæmt nýrri skýrslu Veðurstofunnar um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu gæti í framhaldinu gosið í Krýsuvíkur - og Brennisteinskerfunum sem hefði mikil áhrif á höfuðborgarsvæðið. Mesta hættan á að hraun renni í byggð er talið vera við Vellina í Hafnarfirði og jafnvel niður Elliðadal. Þá ná sprungur frá Krýsuvíkurkerfinu til að mynda inn á höfuðborgarsvæðið sem gæti haft mest áhrif á Urriðaholt í Garðabæ, Hvarfahverfið í Kópavogi, Norðlingaholt og Grafarholt í Reykjavík og Mosfellsbæ. Krýsuvíkurkerfið gæti haft mest áhrif á Urriðaholt í Garðabæ, Hvarfahverfið í Kópavogi, Norðlingaholt og Grafarholt í Reykjavík og Mosfellsbæ. Varnargarðar á höfuðborgarsvæðinu Jón Viðar Matthíasson slökkviliðs- og framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins fagnar því að skýrsla Veðurstofunnar um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu sé loks kominn út. Nú sé beðið eftir áhættumati fyrir svæðið sem eigi að birta í haust. Eftir það þurfi til að mynda að ákveða hvort hyggilegt sé að reisa varnargarða við einstök hverfi í borginni þar sem byggt yrði á slíkri reynslu frá Svartsengi. „Nú er gert ráð fyrir að áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið verði tilbúið í haust. Ef þar kemur fram að líklegt sé að hraun renni yfir byggð þá munum við setja varnargarð inn í ákveðið líkan yfir svæðið og kanna hvaða áhrif það muni hafa á hraunrennslið. Það er því inn í myndinni að reisa varnargarða innan höfuðborgarsvæðisins. Það sem við þurfum þá að vita er hvar og hvernig við ætlum við að byggja varnargarðinn, hvaða tæki tól þurfum til þess og hversu langan tíma tekur það,“ segir Jón Viðar. „Getum ekki lokað augunum fyrir þessu“ Jón Viðar segir að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og stofnanir sem haldi utan mikilvæga innviði hafi þegar fengið kynningu á skýrslu Veðurstofunnar. Mikilvægt sé að allir séu vel upplýstir um það sem gæti gerst. Þá séu neyðarstjórnir tilbúnar komi til náttúruvár. „Það er til dæmis búið að þjálfa neyðarstjórnir allra sveitarfélaga á höfuborgarsvæðinu. Þær fá þjálfun í að bregðast við ef hraunrennsli, gróðureldar, jarðskjálftar eða eitthvað slíkt kemur upp á. Þannig að það er byrjað að þjálfa stjórnkerfið hjá okkur,“ segir hann. Hann segir þó ólíklegt að það komi til svipaðra atburða á höfuðborgarsvæðinu og í Grindavík en leggur áherslu á að fólk sé upplýst um allar mögulegar sviðsmyndir. Höfuðborgarsvæðið er á allt öðru svæði skipulega séð út frá eldfallakerfum á Reykjanesinu en Grindavík. En samt ekki þannig að við getum lokað augunum fyrir þessu,“ segir hann. Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaga.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Slökkvilið Almannavarnir Tengdar fréttir Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Tiltölulega litlar líkur eru á því að mannslíf væru í hættu vegna hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu myndi eldgos verða svo nálægt borginni þannig að henni væri ógnað. Það væri vegna þess að í flestum tilfellum væri nægur tími til að rýma byggð. Hins vegar gæti tjón á byggingum og innviðum orðið gífurlegt og gjöreyðilegging möguleg. 8. apríl 2025 18:57 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Tiltölulega litlar líkur eru á því að mannslíf væru í hættu vegna hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu myndi eldgos verða svo nálægt borginni þannig að henni væri ógnað. Það væri vegna þess að í flestum tilfellum væri nægur tími til að rýma byggð. Hins vegar gæti tjón á byggingum og innviðum orðið gífurlegt og gjöreyðilegging möguleg. 8. apríl 2025 18:57