Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Eiður Þór Árnason skrifar 10. apríl 2025 17:12 Andrew Tate fyrir utan dómshúsið í Búkarest. AP/Andreea Alexandru Andrew Tate beindi byssu að andliti konu og skipaði henni að hlýða sér eða annars gjalda fyrir það. Þetta segir ein af fjórum breskum konum sem kært hafa áhrifavaldinn. Atvikinu er lýst í dómskjölum sem eru sögð innihalda ítarlegar lýsingar á nauðgunum, líkamsárásum og þvingunarstjórn. Ein kona sakar Tate um að hóta að drepa sig og önnur segir hann hafa tjáð henni að hann myndi drepa hvern þann sem myndi tala við hana. Þá segir sú þriðja Tate hafa fullyrt að hann hafi áður myrt fólk. Tate hafnar ásökununum og kallar þær „lygar“ og „grófan uppspuna“. Hann hefur sjálfur lýst sér sem kvenhatara. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu og fjallar ítarlega um ásakanirnar. Refsimál og einkamál hafa einnig verið höfðuð gegn Tate í Bandaríkjunum og Rúmeníu. Störfuðu hjá Tate Áðurnefnt einkamál í Bretlandi varðar atvik sem konurnar fjórar segja að hafi átt sér stað í Luton og Hitchin í Englandi á árunum 2013 til 2015. Tvær kvennanna unnu fyrir vefmyndavélafyrirtæki Tate árið 2015 en hinar tvær voru í sambandi með honum árin 2013 og 2014. BBC greinir frá því að Andrew Tate sé meðal annars sakaður um eftirfarandi: Nauðga og kyrkja konu sem var að vinna fyrir vefmyndavélafyrirtækið hans árið 2015 Ráðast á aðra konu sem var einnig að vinna fyrir vefmyndavélafyrirtækið á sama tíma Kyrkja áðurnefndar konur svo oft að þær fengu rauða bletti á augun en þetta er sagt afleiðing sprunginna háræða og algeng aukaverkun köfnunar Segja við þriðja aðila málsins: „ég er bara að velta því fyrir mér hvort ég eigi að nauðga þér eða ekki“ áður en hann nauðgaði henni og kyrkti hana Kyrkja fjórða aðila málsins á meðan kynlífi stóð þar til hún missti meðvitund, og halda síðan áfram að stunda kynlíf með henni Þrjár kvennanna höfðu áður tilkynnt Tate til lögreglunnar en árið 2019 ákvað breska ákæruvaldið að höfða ekki sakamál. Konurnar fara fram á skaðabætur. Mál Andrew Tate Bretland Tengdar fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Fyrrverandi kærasta karlrembuáhrifavaldsins Andrew Tate hefur lagt fram stefnu á hendur honum þar sem hún sakar hann um kynferðisofbeldi og líkamsárás. Hún sækir jafnframt um nálgunarbann á hann. 29. mars 2025 14:31 Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Kona hefur stefnt karlrembuáhrifavöldunum Andrew og Tristan Tate fyrir að hafa þvingt sig til kynlífsverka fyrir dómi í Bandaríkjunum. Bræðurnir verjast nú saka- og einkamálum bæði í Bretlandi og Rúmeníu en þetta er í fyrsta skipti sem þeim er stefnt vestanhafs. 11. febrúar 2025 14:04 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Atvikinu er lýst í dómskjölum sem eru sögð innihalda ítarlegar lýsingar á nauðgunum, líkamsárásum og þvingunarstjórn. Ein kona sakar Tate um að hóta að drepa sig og önnur segir hann hafa tjáð henni að hann myndi drepa hvern þann sem myndi tala við hana. Þá segir sú þriðja Tate hafa fullyrt að hann hafi áður myrt fólk. Tate hafnar ásökununum og kallar þær „lygar“ og „grófan uppspuna“. Hann hefur sjálfur lýst sér sem kvenhatara. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu og fjallar ítarlega um ásakanirnar. Refsimál og einkamál hafa einnig verið höfðuð gegn Tate í Bandaríkjunum og Rúmeníu. Störfuðu hjá Tate Áðurnefnt einkamál í Bretlandi varðar atvik sem konurnar fjórar segja að hafi átt sér stað í Luton og Hitchin í Englandi á árunum 2013 til 2015. Tvær kvennanna unnu fyrir vefmyndavélafyrirtæki Tate árið 2015 en hinar tvær voru í sambandi með honum árin 2013 og 2014. BBC greinir frá því að Andrew Tate sé meðal annars sakaður um eftirfarandi: Nauðga og kyrkja konu sem var að vinna fyrir vefmyndavélafyrirtækið hans árið 2015 Ráðast á aðra konu sem var einnig að vinna fyrir vefmyndavélafyrirtækið á sama tíma Kyrkja áðurnefndar konur svo oft að þær fengu rauða bletti á augun en þetta er sagt afleiðing sprunginna háræða og algeng aukaverkun köfnunar Segja við þriðja aðila málsins: „ég er bara að velta því fyrir mér hvort ég eigi að nauðga þér eða ekki“ áður en hann nauðgaði henni og kyrkti hana Kyrkja fjórða aðila málsins á meðan kynlífi stóð þar til hún missti meðvitund, og halda síðan áfram að stunda kynlíf með henni Þrjár kvennanna höfðu áður tilkynnt Tate til lögreglunnar en árið 2019 ákvað breska ákæruvaldið að höfða ekki sakamál. Konurnar fara fram á skaðabætur.
Mál Andrew Tate Bretland Tengdar fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Fyrrverandi kærasta karlrembuáhrifavaldsins Andrew Tate hefur lagt fram stefnu á hendur honum þar sem hún sakar hann um kynferðisofbeldi og líkamsárás. Hún sækir jafnframt um nálgunarbann á hann. 29. mars 2025 14:31 Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Kona hefur stefnt karlrembuáhrifavöldunum Andrew og Tristan Tate fyrir að hafa þvingt sig til kynlífsverka fyrir dómi í Bandaríkjunum. Bræðurnir verjast nú saka- og einkamálum bæði í Bretlandi og Rúmeníu en þetta er í fyrsta skipti sem þeim er stefnt vestanhafs. 11. febrúar 2025 14:04 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Fyrrverandi kærasta karlrembuáhrifavaldsins Andrew Tate hefur lagt fram stefnu á hendur honum þar sem hún sakar hann um kynferðisofbeldi og líkamsárás. Hún sækir jafnframt um nálgunarbann á hann. 29. mars 2025 14:31
Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Kona hefur stefnt karlrembuáhrifavöldunum Andrew og Tristan Tate fyrir að hafa þvingt sig til kynlífsverka fyrir dómi í Bandaríkjunum. Bræðurnir verjast nú saka- og einkamálum bæði í Bretlandi og Rúmeníu en þetta er í fyrsta skipti sem þeim er stefnt vestanhafs. 11. febrúar 2025 14:04