Fótbolti

Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rodrigo Huescas skammast sín vonandi fyrir ofsaakstur sinn þar sem hann tefldi lífi Kaupmannahafnarbúa í hættu. Hann gæti þurft að yfirgefa Danmörku og það þegar hann á fjögur ár eftir af samningi sínum við FCK.
Rodrigo Huescas skammast sín vonandi fyrir ofsaakstur sinn þar sem hann tefldi lífi Kaupmannahafnarbúa í hættu. Hann gæti þurft að yfirgefa Danmörku og það þegar hann á fjögur ár eftir af samningi sínum við FCK. Getty/Mike Hewitt

Hægri bakvarðarstaðan hjá danska úrvalsdeildarfélaginu FC Kaupmannahöfn gæti verið að losna verði dönskum saksóknurum að ósk sinni.

Mexíkóinn Rodrigo Huescas er liðsfélagi Rúnars Alex Rúnarssonar hjá FCK og hefur verið leikmaður danska liðsins frá því í júlí í fyrra. Huescas skrifaði þá undir fimm ára samning.

Þessi 21 árs gamli bakvörður kom sér aftur á móti í mikil vandræði á dögunum þegar hann gerðist sekur um ofsaakstur. TV2 segir frá.

Lögreglan stöðvaði Huescas 28. mars síðastliðinn á 111 kílómetra hraða á Kalvebod Brygge þar sem má bara keyra á fimmtíu kílómetra hraða. Hann var því á meira en tvöföldum hámarkshraða inn í miðri Kaupmannahöfn.

Berlinski Tidende fékk þetta staðfest hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn.

Huescas var í upphafi dæmdur í tuttugu daga fangelsi án möguleika á reynslulausn. Bílinn var líka gerður upptækur.

Mál hans verður tekið fyrir 28. apríl næstkomandi og saksóknari í málinu vill að Huesca verði vísað úr landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×