Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Árni Sæberg skrifar 11. apríl 2025 09:10 Hilton Reykjavík Nordica stendur við Suðurlandsbraut. Vísir/Hanna Reitir og Íslandshótel undirrituðu í gær leigusamninga til sautján ára um fasteignirnar að Suðurlandsbraut 2 og Nauthólsvegi 52, sem hýsa hótelin Hilton Reykjavik Nordica og Reykjavík Natura. Núverandi leigutaki Berjaya hotels Iceland nýtur þó forleiguréttar og getur gengið inn í samningana. Í tilkynningu Reita til Kauphallar segir að um sé að ræða sögufræg hótel, sem séu samtals um 26.500 fermetrar að stærð, með um 470 hótelherbergi. Þriggja milljarða endurbætur Reitir, í samvinnu við Íslandshótel, muni ráðast í endurbætur á hótelunum yfir næstu tvö og hálft ár sem muni auka gæði þeirra og aðdráttarafl. Helstu endurbætur felist meðal annars í því að stór hluti af hótelherbergjum verði endurnýjaður. Framkvæmdakostnaður Reita sé áætlaður um þrír milljarðar króna. „Við erum virkilega ánægð að fá Íslandshótel sem samstarfsaðila vegna tveggja lykilhótela á höfuðborgarsvæðinu. Fjölmörg tækifæri felast í markvissum endurbótum sem munu skila ávinningi til beggja aðila auk þess að bæta upplifun framtíðargesta hótelanna,“ er haft eftir Guðna Aðalsteinssyni, forstjóra Reita. Tan með ás í ermi Íslandshótel taki við rekstrinum þann 1. október næstkomandi, nýti núverandi leigutaki, Berjaya hotels Iceland, sér ekki forleigurétt sinn. Berjaya er tiltölulega ný hótelkeðja hér á landi en byggir á grunni hótelkeðju Icelandair. Berjaya, sem er í eigu malasíska auðkýfingsins Vincent Tan, keypti Icelandair Hotels árið 2020 fyrir tíu milljarða króna og breytti nafni keðjunnar tveimur árum síðar. Í tilkynningu segir Íslandshótel sé stærsta hótelkeðja landsins, sem reki sautján hótel um allt land undir vörumerkjunum Fosshótel og Hótel Reykjavík. Tekjur Íslandshótela árið 2024 hafi numið 16,4 milljörðum króna og eigið fé félagsins um síðustu áramót hafi numið 26 milljörðum króna. Reitir áætli að árleg aukning tekna og rekstrarhagnaðar vegna leigusamninganna verði um 620 milljónir króna á fyrstu tveimur og hálfa ári leigutímans en um 720 milljónir króna eftir það. Hótel á Íslandi Ferðaþjónusta Fasteignamarkaður Reitir fasteignafélag Reykjavík Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Í tilkynningu Reita til Kauphallar segir að um sé að ræða sögufræg hótel, sem séu samtals um 26.500 fermetrar að stærð, með um 470 hótelherbergi. Þriggja milljarða endurbætur Reitir, í samvinnu við Íslandshótel, muni ráðast í endurbætur á hótelunum yfir næstu tvö og hálft ár sem muni auka gæði þeirra og aðdráttarafl. Helstu endurbætur felist meðal annars í því að stór hluti af hótelherbergjum verði endurnýjaður. Framkvæmdakostnaður Reita sé áætlaður um þrír milljarðar króna. „Við erum virkilega ánægð að fá Íslandshótel sem samstarfsaðila vegna tveggja lykilhótela á höfuðborgarsvæðinu. Fjölmörg tækifæri felast í markvissum endurbótum sem munu skila ávinningi til beggja aðila auk þess að bæta upplifun framtíðargesta hótelanna,“ er haft eftir Guðna Aðalsteinssyni, forstjóra Reita. Tan með ás í ermi Íslandshótel taki við rekstrinum þann 1. október næstkomandi, nýti núverandi leigutaki, Berjaya hotels Iceland, sér ekki forleigurétt sinn. Berjaya er tiltölulega ný hótelkeðja hér á landi en byggir á grunni hótelkeðju Icelandair. Berjaya, sem er í eigu malasíska auðkýfingsins Vincent Tan, keypti Icelandair Hotels árið 2020 fyrir tíu milljarða króna og breytti nafni keðjunnar tveimur árum síðar. Í tilkynningu segir Íslandshótel sé stærsta hótelkeðja landsins, sem reki sautján hótel um allt land undir vörumerkjunum Fosshótel og Hótel Reykjavík. Tekjur Íslandshótela árið 2024 hafi numið 16,4 milljörðum króna og eigið fé félagsins um síðustu áramót hafi numið 26 milljörðum króna. Reitir áætli að árleg aukning tekna og rekstrarhagnaðar vegna leigusamninganna verði um 620 milljónir króna á fyrstu tveimur og hálfa ári leigutímans en um 720 milljónir króna eftir það.
Hótel á Íslandi Ferðaþjónusta Fasteignamarkaður Reitir fasteignafélag Reykjavík Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira