Lífið

„Það hefur verið reynt að hafa á­hrif á ráðningu mína“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Viktor stafar sem hjúkrunarfræðingur og er vel liðinn inni á spítalanum.
Viktor stafar sem hjúkrunarfræðingur og er vel liðinn inni á spítalanum.

Viktor Heiðdal Andersen hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á sömu deildinni á Landspítala í fimm ár og kann einstaklega vel við sig þar.

En fjallað er um Viktor og hans líf í þáttunum Tilbrigði um fegurð á Stöð 2 en hann hefur farið í ýmiskonar fegrunaraðgerðir á síðustu árum og er oft kallaður aðgerðadrengurinn.

„Að ég sé að fara í bótox, fyllingar, nefaðgerðir og allt það sem ég hef gert hefur ekki haft nein áhrif á starf mitt. Nema það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína inn á Landspítalanum frá einum toppi innan Landspítalans,“ segir Viktor í síðasta þætti en fylgst var með honum í vinnunni, rætt við yfirmann og einnig sjúkling. Viktor þykir standa sig mjög vel í starfinu.

Þekkir mig ekkert

„Þessi aðili var búinn að gefa sér einhverjar fyrir fram hugmyndir um það hver ég er án þess að þekkja mig eitthvað eða hafa hitt mig. En að öðru leyti nýt ég virðingar kollega minna og veit ekki betur en að það sé gott að vinna með mér.“

Um er að ræða heimildarþáttaröð sem fylgir lífi Viktors, 35 ára hjúkrunarfræðings sem hefur tileinkað sér fegrunaraðgerðir frá unga aldri. Í þáttunum er dregin upp einlæg og djörf mynd af manni sem glímir við áhrif samfélagslegra væntinga á sjálfsmynd sína.

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.

Klippa: Viktor Andersen nýtur lífsins sem hjúkrunarfræðingur





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.