McIlroy stoltur af sjálfum sér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2025 10:32 Rory McIlroy tapaði ekki höggi á öðrum hring Masters-mótsins. getty/Logan Whitton Rory McIlroy kveðst stoltur af sjálfum sér hvernig hann svaraði fyrir erfiðan endi á fyrsta hring Masters-mótsins í golfi. Eftir að hafa leikið vel á fyrsta hring Masters fékk McIlroy tvo skramba á síðustu þremur holunum. Hann gerði hins vegar engin mistök í gær, lék annan hringinn á sex höggum undir pari og fékk ekki einn skolla. McIlroy er í 3. sæti fyrir síðustu tvo hringina, tveimur höggum á eftir Justin Rose og einu höggi á eftir Bryson DeChambeau. „Ég er, heilt yfir, bara stoltur af sjálfum mér hvernig ég brást við í dag [í gær] eftir endinn í gær [í fyrradag]. Ég þurfti bara að minna mig á að ég spilaði mjög gott golf í gær [í fyrradag],“ sagði McIlroy eftir annan hringinn. „Ég var ekki að fara láta tvær slæmar holur eyðileggja fyrir mér. En ég er bara stoltur af því hvernig ég kom mér aftur inn í þetta.“ Eftir að hafa klárað fyrsta hringinn dreif McIlroy sig til fjölskyldu sinnar og náði að hitta dóttur sína, Poppy, áður en hún sofnaði. Hann átti einnig gott spjall við íþróttasálfræðinginn sinn. „Ég held að ég hafi ekki sannað neitt en staðfesti bara trúna sem ég hef á sjálfum mér og að ég sé jafn seigur eins og allir þarna,“ sagði McIlroy. Sem frægt er hefur McIlroy ekki unnið risamót síðan 2014 og Masters er eina risamótið sem hann á eftir að vinna á ferlinum. Norður-Írinn vann PGA-meistaramótið 2012 og 2014, Opna bandaríska 2011 og Opna breska 2014. Bein útsending frá þriðja degi Masters hefst klukkan 16:00 á Stöð 2 Sport 4. Hitað verður upp fyrir þriðja daginn frá klukkan 15:30. Golf Masters-mótið Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Eftir að hafa leikið vel á fyrsta hring Masters fékk McIlroy tvo skramba á síðustu þremur holunum. Hann gerði hins vegar engin mistök í gær, lék annan hringinn á sex höggum undir pari og fékk ekki einn skolla. McIlroy er í 3. sæti fyrir síðustu tvo hringina, tveimur höggum á eftir Justin Rose og einu höggi á eftir Bryson DeChambeau. „Ég er, heilt yfir, bara stoltur af sjálfum mér hvernig ég brást við í dag [í gær] eftir endinn í gær [í fyrradag]. Ég þurfti bara að minna mig á að ég spilaði mjög gott golf í gær [í fyrradag],“ sagði McIlroy eftir annan hringinn. „Ég var ekki að fara láta tvær slæmar holur eyðileggja fyrir mér. En ég er bara stoltur af því hvernig ég kom mér aftur inn í þetta.“ Eftir að hafa klárað fyrsta hringinn dreif McIlroy sig til fjölskyldu sinnar og náði að hitta dóttur sína, Poppy, áður en hún sofnaði. Hann átti einnig gott spjall við íþróttasálfræðinginn sinn. „Ég held að ég hafi ekki sannað neitt en staðfesti bara trúna sem ég hef á sjálfum mér og að ég sé jafn seigur eins og allir þarna,“ sagði McIlroy. Sem frægt er hefur McIlroy ekki unnið risamót síðan 2014 og Masters er eina risamótið sem hann á eftir að vinna á ferlinum. Norður-Írinn vann PGA-meistaramótið 2012 og 2014, Opna bandaríska 2011 og Opna breska 2014. Bein útsending frá þriðja degi Masters hefst klukkan 16:00 á Stöð 2 Sport 4. Hitað verður upp fyrir þriðja daginn frá klukkan 15:30.
Golf Masters-mótið Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira