Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. apríl 2025 19:08 Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Fyrirhuguð komugjöld á ferðamenn eru út í hött í að mati formanns Samtaka ferðaþjónustunnar í ljósi óvissutíma framundan. Blikur séu á lofti en hátt í fjörutíu prósent af tekjum ferðaþjónustunnar koma frá bandarískum ferðamönnum. Samtökin óttast að tollastríð leið til þess að Bandaríkjamenn haldi að sér höndum. Samkvæmt umfjöllun Financial Times hefur evrópskum ferðamönnum í Bandaríkjunum snarfækkað frá því að Donald Trump tók við embætti forseta. Mesti samdrátturinn hafi orðið hjá íslenskum ferðamönnum. Í frétt Financial Times er talið að fækkunina megi möguleg rekja til umdeildra aðgerða og ummæla Bandaríkjaforseta. Forstjóri Icelandair segir í samtali við fréttastofu að samdráttur sé vegna þess að páskahátíð hafi verið í mars í fyrra. Farþegatölur fyrir mars hafi aldrei verið hærri og bókunarstaðan betri en á sama tíma í fyrra hjá flugfélaginu. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar tekur undir orð Boga. „Íslendingar eru miklir páskaferðamenn og ég held að það sé helsta skýringin á þessu og ég held að það sé ekki hægt að rekja beint þetta til yfirtöku Trumps,“ segir Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Við höfum hins vegar miklar áhyggjur af þessu í hina áttina. Það er mikil óvissa í raun alls staðar í heiminum.“ Um 38 prósent af tekjum ferðaþjónustunnar koma frá bandarískum ferðamönnum en Samtök ferðaþjónustunnar hafi miklar áhyggjur af því að yfirstandandi tollastríð muni leiða til þess að Bandaríkjamenn haldi að sér höndum. „Bandaríkjamenn hafa verið spurðir um ferðahegðun þeirra næstu misserinn og þar kemur fram að Það er mikil ferðavilji. Þeir ætla ferðast innanlands og ekki fara eins langt og það hefur auðvitað áhrif á okkur,“ segir Pétur. „Fólk bókar ferðir alltaf eitthvað fram í tímann. Þetta gerist ekki á einum degi að við sjáum þetta í tölunum hjá okkur. En það eru blikur á lofti.“ Pétur segir stefnu ríkisstjórnarinnar um að setja komugjöld á ferðamenn út í hött í ljósi óvissutíma framundan. „Það er náttúrulega algjörlega vonlaust núna að tala um það að auka álögur á greinina. Við erum í varnarbaráttu og þetta er ekki rétti tíminn.“ Ferðaþjónusta Bandaríkin Skattar og tollar Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun Financial Times hefur evrópskum ferðamönnum í Bandaríkjunum snarfækkað frá því að Donald Trump tók við embætti forseta. Mesti samdrátturinn hafi orðið hjá íslenskum ferðamönnum. Í frétt Financial Times er talið að fækkunina megi möguleg rekja til umdeildra aðgerða og ummæla Bandaríkjaforseta. Forstjóri Icelandair segir í samtali við fréttastofu að samdráttur sé vegna þess að páskahátíð hafi verið í mars í fyrra. Farþegatölur fyrir mars hafi aldrei verið hærri og bókunarstaðan betri en á sama tíma í fyrra hjá flugfélaginu. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar tekur undir orð Boga. „Íslendingar eru miklir páskaferðamenn og ég held að það sé helsta skýringin á þessu og ég held að það sé ekki hægt að rekja beint þetta til yfirtöku Trumps,“ segir Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Við höfum hins vegar miklar áhyggjur af þessu í hina áttina. Það er mikil óvissa í raun alls staðar í heiminum.“ Um 38 prósent af tekjum ferðaþjónustunnar koma frá bandarískum ferðamönnum en Samtök ferðaþjónustunnar hafi miklar áhyggjur af því að yfirstandandi tollastríð muni leiða til þess að Bandaríkjamenn haldi að sér höndum. „Bandaríkjamenn hafa verið spurðir um ferðahegðun þeirra næstu misserinn og þar kemur fram að Það er mikil ferðavilji. Þeir ætla ferðast innanlands og ekki fara eins langt og það hefur auðvitað áhrif á okkur,“ segir Pétur. „Fólk bókar ferðir alltaf eitthvað fram í tímann. Þetta gerist ekki á einum degi að við sjáum þetta í tölunum hjá okkur. En það eru blikur á lofti.“ Pétur segir stefnu ríkisstjórnarinnar um að setja komugjöld á ferðamenn út í hött í ljósi óvissutíma framundan. „Það er náttúrulega algjörlega vonlaust núna að tala um það að auka álögur á greinina. Við erum í varnarbaráttu og þetta er ekki rétti tíminn.“
Ferðaþjónusta Bandaríkin Skattar og tollar Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira