Fékk síðasta bikarinn á ferlinum mörgum mánuðum eftir að hann hætti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2025 09:03 Anton Sveinn McKee er fyrrum verðlaunahafi á Evrópumeistaramótinu en hefur snúið sér að öðru. Vísir/Vilhelm Íslenski sundmaðurinn Anton Sveinn McKee setti sundhettuna upp á hillu í lok síðasta árs en hann var þó ekki búinn að taka við síðasta bikarnum á ferlinum Sundsamband Íslands gerði í gær upp síðasta sundár eftir Íslandsmeistaramótið í 50 metra laug sem fram fór um helgina. Anton Sveinn fékk þá síðasta bikarinn á ferlinum mörgum mánuðum eftir að hann hætti að keppa í sundi. Anton fékk í gær afhentan Pétursbikarinn sem hann hefur unnið oft áður. Pétursbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega í karlaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Pétursbikarinn er gefinn í minningu Péturs Kristjánssonar sundkappa úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins er fjölskylda Péturs. Anton fékk Pétursbikarinn fyrir 200 metra bringusund á Evrópumeistaramótinu í Belgrad í júní þar sem hann náði í 896 stig. @antonmckee „Seinasti bikarinn á ferlinum. Til hamingju Snorri og Snæfríður. Þið takið við keflinu núna,“ skrifaði Anton Sveinn á samfélagsmiðla. Snæfríður Sól Jórunnardóttir fékk Kolbrúnarbikarinn sem er veittur árlega í kvennaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Kolbrúnarbikarinn er gefinn í minningu Kolbrúnar Ólafsdóttur sundkonu úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins eru fjölskylda og vinir Kolbrúnar. Snæfríður Sól Jórunnardóttir fékk Kolbrúnarbikarinn fyrir 200 metra skriðsund á Evrópumeistaramótinu í Belgrad í júní þar sem hún náði í 878 stig. Snorri Dagur Einarsson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar fékk síðan Ásgeirsbikarinn sem er veittur árlega fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug sem haldið er á vegum SSÍ. Ásgeirsbikarinn er gefinn í minningu Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands. Það var forseti Íslands,Frú Halla Tómasdóttir, sem afhenti Forseta bikarinn. Snorri Dagur fékk hann fyrir að synda 100 metra bringusund á 1:00,67 mín. sem gaf honum 824 stig. View this post on Instagram A post shared by Sundsamband Íslands (@sundsambandislands) Sund Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Sjá meira
Sundsamband Íslands gerði í gær upp síðasta sundár eftir Íslandsmeistaramótið í 50 metra laug sem fram fór um helgina. Anton Sveinn fékk þá síðasta bikarinn á ferlinum mörgum mánuðum eftir að hann hætti að keppa í sundi. Anton fékk í gær afhentan Pétursbikarinn sem hann hefur unnið oft áður. Pétursbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega í karlaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Pétursbikarinn er gefinn í minningu Péturs Kristjánssonar sundkappa úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins er fjölskylda Péturs. Anton fékk Pétursbikarinn fyrir 200 metra bringusund á Evrópumeistaramótinu í Belgrad í júní þar sem hann náði í 896 stig. @antonmckee „Seinasti bikarinn á ferlinum. Til hamingju Snorri og Snæfríður. Þið takið við keflinu núna,“ skrifaði Anton Sveinn á samfélagsmiðla. Snæfríður Sól Jórunnardóttir fékk Kolbrúnarbikarinn sem er veittur árlega í kvennaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Kolbrúnarbikarinn er gefinn í minningu Kolbrúnar Ólafsdóttur sundkonu úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins eru fjölskylda og vinir Kolbrúnar. Snæfríður Sól Jórunnardóttir fékk Kolbrúnarbikarinn fyrir 200 metra skriðsund á Evrópumeistaramótinu í Belgrad í júní þar sem hún náði í 878 stig. Snorri Dagur Einarsson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar fékk síðan Ásgeirsbikarinn sem er veittur árlega fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug sem haldið er á vegum SSÍ. Ásgeirsbikarinn er gefinn í minningu Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands. Það var forseti Íslands,Frú Halla Tómasdóttir, sem afhenti Forseta bikarinn. Snorri Dagur fékk hann fyrir að synda 100 metra bringusund á 1:00,67 mín. sem gaf honum 824 stig. View this post on Instagram A post shared by Sundsamband Íslands (@sundsambandislands)
Sund Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Sjá meira