Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2025 11:35 Egill Þór Jónsson lést 20. desember síðastliðinn. Egill Þór Jónsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hlaut gullmerki Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, á árshátíð félasgins á föstudaginn. Egill Þór lést í desember eftir hetjulega baráttu við erfið veikindi. Árshátíð Heimdallar var haldin hátíðleg á Hótel Holt föstudaginn 11. apríl. Heimdellingar komu saman við borðhald á þessum sögulega stað til að fagna liðnu starfsári. Að vana var gullmerki Heimdallar veitt á árshátíðinni. Stjórn Heimdallar veitti Agli Þór, borgarfulltrúa og formanni Varðar sem lést þann 20. desember síðastliðinn, gullmerki Heimdallar. Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Heimdallar, flutti ræðu þar sem hann tilkynnti ákvörðun stjórnar og heiðraði minningu Egils. „Egill Þór Jónsson er fyrirmynd okkar allra, Heimdellinga og þátttakanda í félagsstarfi. Hann gaf sig allan í starf sitt, fyrir sinni hugsjón og bættu samfélagi. Þeir sem þekktu hann lýsa honum sem góðum leiðtoga, vini, hróki alls fagnaðar á öllum mannamótum og manni allra, sem gat talað við alla, mótherja jafnt sem samherja. Við getum öll litið til hans sem dæmi um það hvernig við getum orðið betri í okkar þátttöku, starfi og þjónustu í félagsstarfi. Ef við komumst sem einstaklingar, í okkar baráttu fyrir sjálfstæðisstefnunni í íslensku samfélagi, með tærnar þar sem Egill hafði hælana, þá má segja að við höfum staðið okkur býsna vel,“ sagði Júlíus Viggó í ræðu sinni. Júlíus Viggó flytur ræðu sína. Meðal þeirra sem hafa hlotið gullmerki Heimdalls eru Davíð Oddsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Bjarni Benediktsson, Ragnhildur Hjaltadóttir, Þorsteinn Pálsson og Sveinn R. Eyjólfsson. Heimdellingar búnir að taka vel til matar síns. Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Árshátíð Heimdallar var haldin hátíðleg á Hótel Holt föstudaginn 11. apríl. Heimdellingar komu saman við borðhald á þessum sögulega stað til að fagna liðnu starfsári. Að vana var gullmerki Heimdallar veitt á árshátíðinni. Stjórn Heimdallar veitti Agli Þór, borgarfulltrúa og formanni Varðar sem lést þann 20. desember síðastliðinn, gullmerki Heimdallar. Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Heimdallar, flutti ræðu þar sem hann tilkynnti ákvörðun stjórnar og heiðraði minningu Egils. „Egill Þór Jónsson er fyrirmynd okkar allra, Heimdellinga og þátttakanda í félagsstarfi. Hann gaf sig allan í starf sitt, fyrir sinni hugsjón og bættu samfélagi. Þeir sem þekktu hann lýsa honum sem góðum leiðtoga, vini, hróki alls fagnaðar á öllum mannamótum og manni allra, sem gat talað við alla, mótherja jafnt sem samherja. Við getum öll litið til hans sem dæmi um það hvernig við getum orðið betri í okkar þátttöku, starfi og þjónustu í félagsstarfi. Ef við komumst sem einstaklingar, í okkar baráttu fyrir sjálfstæðisstefnunni í íslensku samfélagi, með tærnar þar sem Egill hafði hælana, þá má segja að við höfum staðið okkur býsna vel,“ sagði Júlíus Viggó í ræðu sinni. Júlíus Viggó flytur ræðu sína. Meðal þeirra sem hafa hlotið gullmerki Heimdalls eru Davíð Oddsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Bjarni Benediktsson, Ragnhildur Hjaltadóttir, Þorsteinn Pálsson og Sveinn R. Eyjólfsson. Heimdellingar búnir að taka vel til matar síns.
Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent