Viðskipti innlent

Sigur­jón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti

Atli Ísleifsson skrifar
Sigurjón Örn Ólafsson.
Sigurjón Örn Ólafsson.

Sigurjón Örn Ólafsson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri þjónustusviðs Kletts. Hann tekur við af Sveini Símonarsyni, sem hefur stýrt þjónustusviðinu frá stofnun félagsins.

Frá þessu segir í tilkynningu þar sem fram kemur að Sigurjón hafi áralanga reynslu hjá Kletti og hafi gegnt lykilhlutverki í þeim mikla vexti sem hafi orðið innan þjónustudeildar Kletts sem þjónustustjóri undanfarin ár. Hann búi yfir víðtækri reynslu af þjónustustjórnun og leiðtogahlutverki.

„Samhliða breytingunum hefur Andreas Boysen verið ráðinn sem nýr þjónustustjóri. Andreas Boysen kemur frá Norðuráli og býr yfir mikilli reynslu af þjónustustjórnun og innleiðingu tæknilegra umbóta sem framundan eru,“ segir í tilkynningunni.

Um Klett segir að félagið tilheyri samstæðu Styrkáss. „Hlutverk Kletts sem kjarnasviðs innan samstæðu Styrkás er sala og þjónusta á tækjum og búnaði til fyrirtækja. Félagið starfar á fyrirtækjamarkaði og er umboðsaðili fyrir leiðandi vörumerki í tækjum og búnaði, svo sem Caterpillar og Scania. Klettur sér einnig um viðgerðarþjónustu og varahlutasölu fyrir atvinnubifreiðar og vinnuvélar. Félagið er jafnframt leiðandi í sölu og þjónustu á hjólbörðum og á meðal vörumerkja Kletts eru Goodyear, Hankook og Nexen. Rekstrartekjur Kletts jukust milli áranna 2023 og 2024 um 11% og rekstrarhagnaður eftir afskriftir nam 562 m.kr.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×