Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. apríl 2025 14:32 Heiðmörk er afar vinsælt útivsitarsvæði. Vísir/Vilhelm Formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur lýsir áhyggjum af fyrirætlunum Veitna um að loka fyrir bílaumferð um Heiðmörk. Vel sé hægt að tryggja vatsnvernd án þess að skikka útivsitarfólk til margra kílómetra göngu. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Veitur stefndu að því að takmarka umferð einkabíla um Heiðmörk. Umferð yrði stýrt á bílastæði við ytri mörk svæðisins, þar sem yrði aðgengi að göngu- og hlaupaleiðum. Dragi úr möguleikum til útivistar Jóhannes Benediktsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, lýsir áhyggjum af því að þetta verði niðurstaðan. „Það mun auðvitað draga verulega úr möguleikum borgarbúa á að heimsækja þetta stærsta útivistarsvæði Reykvíkinga,“ segir Jóhannes. Jóhannes Benediktsson, annar frá hægri, er formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur.Reykjavíkurborg Með því að skilyrða útivist á svæðinu við nokkurra kílómetra göngu frá bílastæðum á jaðri Heiðmerkur muni aðsókn minnka um tugi prósenta. „Í dag erum við að reikna með að það séu í kringum fjögur til fimm hundruð þúsund manns sem komi í Heiðmörkina, þannig að þetta mun hafa gríðarleg áhrif á möguleika borgarbúa til að stunda útivist.“ Margt annað hægt að gera til að tryggja öryggi Rök Veitna fyrir takmörkunum á bílaumferð séu að tryggja þurfi vatnsvernd í Heiðmörk og forðast óhöpp þar að lútandi. Jóhannes gefur lítið fyrir það. „Við höfum verið þarna í 75 ár og það hefur aldrei gerst fram til þessa að óhapp hafi orðið sem hefur áhrif á vatnsgæðin.“ Skógræktarfélagið hafi lagt fram tillögur til að bæta öryggi, án þess að hefta umferð með þessum hætti. „Það mætti alveg skoða að það mætti loka Heiðmörkinni að nóttu til. Það eru hvergi hraðatakmarkanir á veginum, það mætti setja það upp, og kannski hraðahindranir og einhverjar eftirlitsmyndavélar líka,“ segir Jóhannes. Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Vatn Heiðmörk Vatnsból Vatnsvernd í Heiðmörk Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Veitur stefndu að því að takmarka umferð einkabíla um Heiðmörk. Umferð yrði stýrt á bílastæði við ytri mörk svæðisins, þar sem yrði aðgengi að göngu- og hlaupaleiðum. Dragi úr möguleikum til útivistar Jóhannes Benediktsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, lýsir áhyggjum af því að þetta verði niðurstaðan. „Það mun auðvitað draga verulega úr möguleikum borgarbúa á að heimsækja þetta stærsta útivistarsvæði Reykvíkinga,“ segir Jóhannes. Jóhannes Benediktsson, annar frá hægri, er formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur.Reykjavíkurborg Með því að skilyrða útivist á svæðinu við nokkurra kílómetra göngu frá bílastæðum á jaðri Heiðmerkur muni aðsókn minnka um tugi prósenta. „Í dag erum við að reikna með að það séu í kringum fjögur til fimm hundruð þúsund manns sem komi í Heiðmörkina, þannig að þetta mun hafa gríðarleg áhrif á möguleika borgarbúa til að stunda útivist.“ Margt annað hægt að gera til að tryggja öryggi Rök Veitna fyrir takmörkunum á bílaumferð séu að tryggja þurfi vatnsvernd í Heiðmörk og forðast óhöpp þar að lútandi. Jóhannes gefur lítið fyrir það. „Við höfum verið þarna í 75 ár og það hefur aldrei gerst fram til þessa að óhapp hafi orðið sem hefur áhrif á vatnsgæðin.“ Skógræktarfélagið hafi lagt fram tillögur til að bæta öryggi, án þess að hefta umferð með þessum hætti. „Það mætti alveg skoða að það mætti loka Heiðmörkinni að nóttu til. Það eru hvergi hraðatakmarkanir á veginum, það mætti setja það upp, og kannski hraðahindranir og einhverjar eftirlitsmyndavélar líka,“ segir Jóhannes.
Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Vatn Heiðmörk Vatnsból Vatnsvernd í Heiðmörk Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira