Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. apríl 2025 16:24 Tjöld flóttamanna á Gasa voru ónýt eftir nýjustu árás Ísraelshers þar sem 37 létust. AP Hamas hefur hafnað nýjustu tillögu Ísrael um vopnahlé. Forsvarsmenn Hamas segjast þó tilbúnir að ræða annan samning sem feli í sér endalok stríðsins og frelsi allra gísla í þeirra haldi gegn því að palestínskum föngum verði sleppt. 37, flestir óbreyttir borgarar, létust í árásum Ísraelshers á tjaldbúðir. Í vopnahléstillögu Ísraela fólst 45 daga vopnahlé gegn því að tíu ísraelskir gíslar í haldi Hamas yrðu látnir lausir. Hamas féllst ekki á þessa tillögu og sögðust „tilbúin til að semja tafarlaust um samning um að skipta á öllum gíslum við umsaminn fjölda Palestínumanna sem Ísraelar halda föngum.“ Khalil al-Hayya, samningamaður Hamas, segir ríkisstjórn Ísrael nota samningana, sem eru ekki tilbúnir samningar heldur einungis hluti þeirra, til að fela hver raunveruleg stefnumál stjórnarinnar eru, að halda áfram að útrýma og svelta íbúa Palestínu. Með þessu sé ríkisstjórnin einnig að fórna öllum ísraelskum gíslum í haldi Hamas. Talið er að 59 ísraelskir gíslar séu í haldi Hamas og að 24 þeirra séu á lífi. Ísraelar hafa áður sagt að yfirlýst markmið þeirra sé algjör afvopnun og eyðilegging Hamas samtakanna. Þeir hafa fyrirskipað íbúum á ákveðnum svæðum á Gasaströndinni að yfirgefa heimili sín. Margir óbreyttir borgarar á Gasaströndinni hafa látist í átökunum en í nýjustu árás Ísraela létust 37 manns. Árásin var gerð á tjaldbúðir óbreyttar borgara. Ísraelsher sagði að „Hamas hryðjuverkamaður“ hefði verið á svæðinu. Mikill fjöldi látinna eru börn. „Eldurinn var of mikill, hann gjöreyddi tjöldin og fólkið inni í þeim. Við vorum hjálparlaus, við gátum ekki gert neitt til að bjarga þeim,“ sagði sjónarvottur í viðtali á BBC. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Hamas hafa að minnsta kosti 51.065 palestínskir einstaklingar látist í átökunum á milli Ísrael og Hamas. Átökin hafa staðið frá 7. október 2023 þegar Hamas gerði árás á tónlistarhátíð í Ísrael. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Í vopnahléstillögu Ísraela fólst 45 daga vopnahlé gegn því að tíu ísraelskir gíslar í haldi Hamas yrðu látnir lausir. Hamas féllst ekki á þessa tillögu og sögðust „tilbúin til að semja tafarlaust um samning um að skipta á öllum gíslum við umsaminn fjölda Palestínumanna sem Ísraelar halda föngum.“ Khalil al-Hayya, samningamaður Hamas, segir ríkisstjórn Ísrael nota samningana, sem eru ekki tilbúnir samningar heldur einungis hluti þeirra, til að fela hver raunveruleg stefnumál stjórnarinnar eru, að halda áfram að útrýma og svelta íbúa Palestínu. Með þessu sé ríkisstjórnin einnig að fórna öllum ísraelskum gíslum í haldi Hamas. Talið er að 59 ísraelskir gíslar séu í haldi Hamas og að 24 þeirra séu á lífi. Ísraelar hafa áður sagt að yfirlýst markmið þeirra sé algjör afvopnun og eyðilegging Hamas samtakanna. Þeir hafa fyrirskipað íbúum á ákveðnum svæðum á Gasaströndinni að yfirgefa heimili sín. Margir óbreyttir borgarar á Gasaströndinni hafa látist í átökunum en í nýjustu árás Ísraela létust 37 manns. Árásin var gerð á tjaldbúðir óbreyttar borgara. Ísraelsher sagði að „Hamas hryðjuverkamaður“ hefði verið á svæðinu. Mikill fjöldi látinna eru börn. „Eldurinn var of mikill, hann gjöreyddi tjöldin og fólkið inni í þeim. Við vorum hjálparlaus, við gátum ekki gert neitt til að bjarga þeim,“ sagði sjónarvottur í viðtali á BBC. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Hamas hafa að minnsta kosti 51.065 palestínskir einstaklingar látist í átökunum á milli Ísrael og Hamas. Átökin hafa staðið frá 7. október 2023 þegar Hamas gerði árás á tónlistarhátíð í Ísrael.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“