Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2025 20:02 Theódóra S. Þorsteinsdóttir er oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Vísir/Stefán Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir miklar hækkanir á gjaldskrá vegna sumarnámskeiða bæjarins vera fráleitar. Það sé dapurlegt að ungmennaráð fái ekki að ræða hækkanirnar. Í fyrra greiddu foreldrar í Kópavogi rúmar tólf þúsund krónur fyrir heils dags námskeið sé miðað við fimm daga í viku. Gjaldið hækkar nú í 18.500 krónur, tæplega 53 prósent hækkun. Fyrir námskeið á smíðavelli fer gjaldið úr 9.500 og í 19.500. 105 prósent hækkun. Vildu ekki vísa til ungmennaráðs Minnihlutinn gagnrýndi þessa hækkun á fundi bæjarráðs og vildi vísa því til umsagnar í ungmennaráði. Því hafnaði meirihlutinn og vísaði til þess að gjaldskrárbreytingar séu almennt ekki teknar til umræðu hjá nefndum sem snúa að tilteknum hópum. „Það er auðvitað mjög sorglegt því Kópavogsbær er búinn að hafa mikið fyrir því að innleiða þetta verkefni, sem er að vera barnvænt samfélag. Partur af því er að ungt fólk í Kópavogi eigi að hafa áhrif á sín eigin mál. Það er hlutverk ungmennaráðs að fjalla um sín eigin mál þannig við vildum fá sjónarmið þeirra á þessar gjaldskrár hækkanir. Þetta er bara dapurlegt að þau hafni því,“ segir Theódóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Meirihlutinn segir í sinni bókun hækkunina koma meðal annars til þar sem námskeið samkeppnisaðila, íþróttafélaga og kirkjunnar, séu dýrari. Minnihlutinn telur þetta þó vera vegna nýrra kjarasamninga kennara. „Kópavogsbær hefur boðið upp á þetta í gegnum tíðina, sumarnámskeið á góðu verði, og á ekki að vera í samkeppni við neinn. Þetta er bara mikilvæg grunnþjónusta. Og það sem meirihlutanum hefur verið tíðrætt um í tengslum við þessar hagræðingaaðgerðir, er að þetta eigi ekki að bitna á grunnþjónustunni. En þetta gerir það. Það er mjög óvenjulegt að vera að hækka þetta um tugi prósenta,“ segir Theódóra. Fátækir foreldrar í klandri Hækkanirnar geti orðið til þess að börn með foreldra í viðkvæmri stöðu komist ekki á sumarnámskeið. „Það er bara nóg um álög á barnafjölskyldur í Kópavogi í dag. Sama hvort það er almennar hækkanir á húsnæðislánum, matarkörfunni og leikskólagjöldum, þá þarf ekki að bæta þessu við,“ segir Theódóra. Kópavogur Sveitarstjórnarmál Frístund barna Börn og uppeldi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Í fyrra greiddu foreldrar í Kópavogi rúmar tólf þúsund krónur fyrir heils dags námskeið sé miðað við fimm daga í viku. Gjaldið hækkar nú í 18.500 krónur, tæplega 53 prósent hækkun. Fyrir námskeið á smíðavelli fer gjaldið úr 9.500 og í 19.500. 105 prósent hækkun. Vildu ekki vísa til ungmennaráðs Minnihlutinn gagnrýndi þessa hækkun á fundi bæjarráðs og vildi vísa því til umsagnar í ungmennaráði. Því hafnaði meirihlutinn og vísaði til þess að gjaldskrárbreytingar séu almennt ekki teknar til umræðu hjá nefndum sem snúa að tilteknum hópum. „Það er auðvitað mjög sorglegt því Kópavogsbær er búinn að hafa mikið fyrir því að innleiða þetta verkefni, sem er að vera barnvænt samfélag. Partur af því er að ungt fólk í Kópavogi eigi að hafa áhrif á sín eigin mál. Það er hlutverk ungmennaráðs að fjalla um sín eigin mál þannig við vildum fá sjónarmið þeirra á þessar gjaldskrár hækkanir. Þetta er bara dapurlegt að þau hafni því,“ segir Theódóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Meirihlutinn segir í sinni bókun hækkunina koma meðal annars til þar sem námskeið samkeppnisaðila, íþróttafélaga og kirkjunnar, séu dýrari. Minnihlutinn telur þetta þó vera vegna nýrra kjarasamninga kennara. „Kópavogsbær hefur boðið upp á þetta í gegnum tíðina, sumarnámskeið á góðu verði, og á ekki að vera í samkeppni við neinn. Þetta er bara mikilvæg grunnþjónusta. Og það sem meirihlutanum hefur verið tíðrætt um í tengslum við þessar hagræðingaaðgerðir, er að þetta eigi ekki að bitna á grunnþjónustunni. En þetta gerir það. Það er mjög óvenjulegt að vera að hækka þetta um tugi prósenta,“ segir Theódóra. Fátækir foreldrar í klandri Hækkanirnar geti orðið til þess að börn með foreldra í viðkvæmri stöðu komist ekki á sumarnámskeið. „Það er bara nóg um álög á barnafjölskyldur í Kópavogi í dag. Sama hvort það er almennar hækkanir á húsnæðislánum, matarkörfunni og leikskólagjöldum, þá þarf ekki að bæta þessu við,“ segir Theódóra.
Kópavogur Sveitarstjórnarmál Frístund barna Börn og uppeldi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira