Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. apríl 2025 08:02 Daníel Rafn Guðmundsson hélt alltaf að fólk sem frelsaðist væri fólk sem hefði farið yfir um; Klikkast. Þar til hann frelsaðist sjálfur en þá segir hann Guð hafa tekið af sér alla fíkn á augabragði: í áfengi, eiturlyf, kvíðalyf, svefnlyf, tópak, stera og fleira. Þá búinn að vera í neyslu í áratugi. Vísir/Anton Brink „Er þetta fólk ekki bara farið yfir um? hugsaði ég alltaf,“ segir Daníel Rafn Guðmundsson og hlær. Daníel var lengi í algjöru rugli, óheiðarleika, drykkju, neyslu á alls konar öðru, ræktaði, dílaði, var frekar fyrirferðarmikill í undirheimunum, sat inni fyrir hrottalegt ofbeldi á öðrum þekktum aðila í undirheimunum og svo mætti áfram telja. En frelsaðist síðan. Sem hann hélt að gerðist aðeins hjá fólki sem væri að klikkast. „Ég sat með allt draslið og ógeðið og ljótleikann í lófunum,“ segir Danni og heldur lófunum saman eins og skál. „En fattaði síðan að ég gat einfaldlega sleppt þessu öllu. Hent öllu draslinu. Losað mig við þetta,“ segir Daníel og bætir við: „Því Guð er með skyndilausnir líka. Og þess vegna hef ég áður sagt í fjölmiðlum; Þegar ég fór í fangelsið var ég frjáls maður. Þegar ég sat inni var ég frjálsari en ég var, áður en ég fór inn.“ Því já; Það var eins og Daníel næði að snúa við blaðinu á augabragði. Þótt auðvitað sé lífið þannig að batinn sem slíkur hafi tekið lengri tíma. „Ég hafði auðvitað oft tekið edrútímabil. Og kunni þetta því alveg; Var alltaf með tvö símkort en henti öðru. Ef menn hringdu í mig úr gamla umhverfinu sagði ég bara: Já, ég er að fara á AA fund, viltu koma með? Þá kvöddu menn fljótt og létu mann vera,“ segir Daníel og brosir. Danni með dætrunum; Brynju Sól (f.2000), Sögu Lind (f.2005) og Ísabel Von (f.2016). Þær tvær elstu búa hjá honum en sú yngsta býr viku og viku til skiptis hjá honum og móður sinni og stjúppabba. Vísir/Anton Brink En hvers vegna í ruglið? „Ég veit að ekki býr neitt gott í mér, það er í spilltu eðli mínu. Að vilja veitist mér auðvelt en mig skortir alla getu til góðs. Hið góða, sem ég vil, geri ég ekki en hið vonda, sem ég vil ekki, það geri ég. En ef ég geri það sem ég vil ekki, þá er það ekki lengur ég sjálfur sem framkvæmi það heldur syndin sem í mér býr.” Rómverjabréfið 7:18-20 Að mörgu leyti, er erfitt að skilja hvers vegna Daníel, alltaf kallaður Danni, lenti í ruglinu og ílengist þar svo lengi. Því Danni var ósköp venjulegur strákur í Seljahverfinu. Fæddur árið 1977, alinn upp í 360 fermetra húsi sem foreldrar hans byggðu, á tvær eldri systur og gekk vel í skóla. Faðir hans var Guðmundur Jónsson bifvélavirkjameistari og stofnandi Hemils verkstæðisins sem Danni á og rekur í dag. Guðmundur lést úr krabbameini árið 2014. Móðir Danna heitir Brynja Baldursdóttir og býr rétt hjá Danna; Bæði í Seljahverfinu. Danni hefur áður sagt frá því í fjölmiðlum að æskuminningarnar hans hafi bara verið góðar. Hreint út sagt yndislegar. „Þetta var yndislegur tími í Seljahverfinu. Gekk bara allt út á BMX hjól og hjólabretti,“ segir Danni og minnist sérstaklega á Óla Þór æskuvin sinn. „Við erum enn bestu vinir.“ Árið 2022 kom Danni fram í einlægu viðtali í jólablaði Samhjálpar. Danni lýsti þar æskunni, ruglinu og því að frelsast. Fjölmiðlar vitnuðu í viðtalið, þar á meðal Vísir og sjá má það viðtal hér: Markmiðið okkar í dag er hins vegar ekki að endursegja sögu Danna þegar hann var í ruglinu. Heldur frekar að velta því fyrir okkur, hvað við getum lært af henni. Í dag ætlum við að velta fyrir okkur: Getur saga Danna verið öðrum víti til varnaðar? Eða blásið byr í brjóst þeirra sem þrá að komast út úr vítahring neyslu og glæpa? Að þessu sögðu, skulum við því byrja á því að ræða aðeins neysluna. Því það að Danni sé alkóhólisti þarf svo sem ekkert að teljast mjög sérstakt; Alkóhólisminn finnst jú í flestum stórfjölskyldum á Íslandi hvort eð er. Svo var líka hjá Danna. „Pabbi drakk mikið en það var aldrei vesen á honum eða neitt þannig. Hann leit aldrei á sjálfan sig sem alkóhólista því hann mætti alltaf til vinnu,“ segir Danni og eflaust margir sem þekkja þetta mynstur: „Maður heyrði til dæmis sögur um að þegar húsið var byggt í Seljahverfinu var aldrei unnið í því nema vodkapelinn væri líka í skyrtuvasanum.“ Danni var vinamargur og vinsæll í æsku. Einn af þeim sem var lítill þegar hann fermdist. „Ég var 1,48 sm á hæð þegar ég fermdist og var það í þrjú eða fjögur ár,“ segir hann og skellihlær. „Svo lítill var ég að þegar ég var kominn á skellinöðru 13 ára, þurfti ég fyrstu árin alltaf að stoppa hjólið upp við kant til að ná niður.“ Sem betur fer segir Danni að bestu vinir hans hafi verið litlir líka, þannig að hæðin kom ekki að neinni sök. Enda voru þeir allir þrátt fyrir það: Töffarar og gaurar. Um fyrstu fylleríin segir Danni. „Við vinirnir ældum auðvitað allir eftir eitthvað ógeð sem við vorum að drekka. En ég man samt að ég vaknaði daginn eftir og hugsaði strax með mér: Bíddu, vá, hvað var þetta?“ En það var ekki nóg með að sopann fyndist honum góður. Heldur var hann fljótlega kominn í smá bissness líka. „Ég vaknaði upp einn morguninn eftir fyrstu fylleríin okkar og var þá með einhverjar bílagræjur hjá mér sem ég hafði stolið um nóttina. Ég vildi auðvitað koma þeim í verð og fékk sem greiðslu landa,“ segir Danni og bætir við: „Landann seldi ég síðan, fékk fullt af pening og var því fljótur að fara aftur til karlsins og keypti með peningunum sem ég hafði grætt, meiri landa.“ Danni segir að oft hefjist sala hjá dílerum svona vegna eiturlyfja. Því þú ert kannski að selja eitthvað, færð greitt fyrir það með efnum, selur þau, færð fullt af pening og þá ertu kominn upp á bragðið.“ Það hefur ótrúlega margt breyst í lífi Danna; Sem sat í fangelsi fyrir tíu árum en er nú rétt nýkominn heim frá Þýskalandi þar sem hann var að keppa í Hyrox. Sem hann segir nýjasta æðið eftir Crossfit. Danni segist oft rekast á að strákar átti sig ekki á því hversu hættulegir sterar geti verið. Þeir séu hugarfarsbreytandi efni.Vísir/Anton Brink, einkasafn Alkinn og önnur neysla „Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til.” Síðara Korintubréf 5:17 Eitt af því sem einkennir neyslusögu Danna er að lengst af, drakk hann og neytti harðra efna bara um helgar. „Ég lagði alltaf áherslu á að mæta til vinnu. Það var svona það mynstur sem ég tók með mér úr uppeldinu.“ Áfengið var hins vegar stærsta böl Danna. „Ég tók aldrei nein efni nema að fá mér að minnsta kosti bjór fyrst.“ Amfetamín var Danni farinn að taka um sautján átján ára aldurinn og smátt og smátt bættist alltaf eitthvað við. „Ég man til dæmis eftir ferð til Benidorm þar sem maður prófaði allan pakkann: MDMA lyfin eins og Ecstasy.“ Síðan voru það sterarnir. Því Danni hefur alltaf verið á fullu í ræktinni og er það enn. „Sterarnir eru miklu meiri og alvarlegri neysla en margir strákar gera sér grein fyrir. Ég fylgist oft með því í gegnum meðferðarheimilið hversu margir strákar eru blindaðir fyrir þessu og jafnvel menn sem eru byrjaðir í edrúmennsku og fara oft í ræktina, en eru á sterum án þess að átta sig á því að sterar eru auðvitað hugarfarsbreytandi efni.“ Neyslan var þó aldrei alls ráðandi hjá Danna. Því áherslan var líka vinnan. Danni endaði með að taka meistaraprófið í bifvélavirkjun. En fór líka snemma í alls kyns annan rekstur líka. Til dæmis starfsmannaleigu þar sem fyrirtækið var með 60-70 manns í vinnu þegar mest var. Danni stofnaði líka fyrirtæki sem var í bílainnflutning. „Þetta var alltaf þessi hugsun að reyna að græða sem mestan pening á sem stystum tíma,“ segir Danni þegar hann rifjar þetta upp. Feðgarnir ráku verkstæðið Hemil saman um tíma og Danni fjárfesti í húsnæði í Kópavogi. Síðar seldu feðgarnir bæði húsnæðin og keyptu annað húsnæði, Skemmuvegi 18, þar sem verkstæði Hemils er rekið í dag. „Ég kem inn í Hemil 2004 en fór líka í að kaupa íbúðir, gera upp og selja,“ segir Danni til útskýringar á því hvernig hann fjármagnaði húsnæðiskaupin hans fyrir verkstæðið. En notaðir þú einhvern tíma fyrirtækin fyrir peningaþvætti eða sem skjól fyrir innflutning á efnum? „Nei aldrei,“ svarar Danni að bragði. „Hjá mér var þetta alltaf aðskilið og ég blandaði neyslunni aldrei saman við vinnuna mína eða fyrirtækjarekstur. En auðvitað var maður oft í algjöru rugli þótt ég næði edrútímabilum inn á milli.“ Föllin voru nefnilega mörg og það að fara reglulega í meðferð var partur af lífinu. „Eitt sinn vorum við til dæmis í Þýskalandi á fundi með mönnum vegna starfsmannaleigunnar. Ég var búinn að vera edrú í eitt og hálft ár en auðvitað þekkti enginn í hópnum minn bakgrunn. Þegar þjónninn kom og bauð mér vínglas, svaraði ég: Já takk, komdu með tvö!“ Lengst náði Danni tveimur og hálfu ári. „Ég fór í sambúð 23 ára, við keyptum íbúð fljótlega og eignuðumst dæturnar Brynju Sól sem fæddist árið 2000 og Sögu Lind sem fæddist árið 2005. Ég var síðan á fullu í rekstrinum og alltaf duglegur að passa upp á að allt út á við liti fínt út. En auðvitað var drykkjan og neyslan alltaf að skemma fyrir,“ segir Danni. Danni segir egóið og stress líka hafa verið í botni á þessum árum; Þegar samfélagið var í þenslu og allt á flugi árin fyrir hrun. „En vanlíðanin fór alltaf að aukast og þess vegna fór ég að lauma mér í kvíðalyf og svefnlyf líka.“ Að vera í undirheimunum snýst mikið um að standa undir því orðspori og ímynd sem þú hefur skapað. Þú getur ekki hringt í lögregluna ef eitthvað kemur upp og ekki skorast undan því þá hrynur allt og þú ert ónýtur. Jón stóri og Danni voru bestu vinir og segir Danni það hafa verið mikið áfall að missa hann árið 2013.Vísir/Anton Brink Að vera fyrirferðarmikill „Treystu Drottni af öllu hjarta en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit.” Orðskviðirnir 3:5 BIBLIAN07 Það var auðvelt að fara í alls konar bissness árin fyrir bankahrun. En auðvitað fór sem fór eftir hrun því þá harðnaði verulega í dalnum. Það sama gerðist í einkalífinu hjá Danna. Sem sífellt bætti í drykkju og neyslu. Dróst síðan smátt og smátt inn í þann heim sem við í fréttum heyrum af sem undirheimar. Hvað þýðir það að vera í undirheimunum? ,,Já hvað þýðir það?“ endurtekur Danni „Nokkuð áhugaverð spurning,“ segir hann svo og bætir við: „Undirheimarnir eru í raun heimur sem er alveg út af fyrir sig því þar gilda önnur lög og aðrar reglur. Ef eitthvað kemur upp, getur þú ekki hringt í lögregluna, þú verður því bara að tækla málin sjálfur.“ Stéttaskiptingin er til staðar. „Ég skapaði mér það orðspor að það væri best að vera ekkert að fokka í mér. Því ég tæki þá bara vel á móti,“ segir Danni til að útskýra á sem penasta háttinn, hvers konar ofbeldi eða hegðun getur þrifist í þessum ljóta heimi. Og þetta snýst mjög mikið um þetta orðspor. Því í undirheimunum byggir maður upp ákveðna ímynd sem maður verður síðan að standa undir. Ef eitthvað kom upp, var oft gert ráð fyrir ákveðnum viðbrögðum frá manni. Og það að bregðast ekki við í samræmi við þessa ímynd kom ekki til greina því þá var maður gott sem bara búinn í þessum heimi. Ónýtur.“ Að allir í undirheimunum séu alslæmir menn eða vondir, er hins vegar ekki raunin. Sem dæmi nefnir Danni gamlan vin sinn, Jón Hilmar Hallrímsson, betur þekktur sem Jón stóri, en hann lést árið 2013. „Fyrsta minningin sem kemur upp hjá mér þegar ég hugsa um Jón Hilmar er þegar hann situr við borðið heima hjá mér að hjálpa sex ára dóttur minni í stærðfræði. Því þannig þekkti ég Jón. Ég þekki líka mömmu hans og svo framvegis. Þetta er allt öðruvísi upplifun sem ég er með af Jóni en kannski aðrir,“ segir Danni en bætir við: „Auðvitað ætla ég svo sem ekkert að fara að lýsa Jóni sem einhverjum dýrling. En hann er gott dæmi um mann sem var búinn að byggja upp ákveðna ímynd og orðstír og komst síðan ekkert frá þessari ímynd, heldur varð að lifa hana.“ Jón stóri lést árið 2013 og viðurkennir Danni að það hafi verið honum mikið áfall. „Hann var fyrsti vinur minn sem dó. Sem er öðruvísi missir en til dæmis þegar þú missir ömmu þína og afa sem skilgreinist frekar sem gangur lífsins. Við Jón vorum þá búnir að vera mikið saman frá árinu 2009 eða þar um bil. Hann var þó miklu opinberari en ég, enda lagði ég alltaf áherslu á að vera með frontinn minn í lagi.“ Annað áfall reið síðan yfir árið 2014, en þá lést pabbi Danna. „Ég er samt mjög þakklátur því að hafa náð nokkrum mánuðum edrú undir hans síðasta.“ Frelsunin: Líf frekar en dauði „En ávöxtur andans er: kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og sjálfsagi. Galatabréfið 5:22-23 Til að setja hlutina í tímalínu má nefna að Jón Hilmar lést þann 18.júní 2013. Mánuði áður var Danni handtekinn fyrir Ystaselsmálið svokallaða, mál sem Vísir fjallaði um á sínum tíma. Fyrir Ystaselsmálið hlaut Danni átján mánaða dóm. Hvernig leið þér þegar þú hlaust dóminn: Upplifðir þú iðrun? „Nei alls ekki,“ segir hann. „Ekki á þessum tíma.“ En áður en Danni hóf sína afplánun var allt breytt. Því árið 2015 reyndi hann að taka sitt eigið líf. Skar sig á púls á báðum handleggjum og stakk sig í hjartastað. Myrkrið var allt umlykjandi. Vonleysið algjört. Dagurinn var 25.maí árið 2015; Danni bjó hjá mömmu sinni og leið svo illa þennan dag að hann hefði ekki einu sinni náð að fara og útvega sér meiri efni. Svartnættið virtist algjört. „Ég hafði aldrei verið með sjálfsvígshugsanir fyrr en þarna og eflaust var þetta ákveðið kall eftir hjálp,“ segir Danni en bætir við: „Ég hef samt aldrei hitt neinn sem hefur orðið eitthvað nafn í þessum svokölluðu undirheimum sem þrá það ekki á einhverjum tímapunkti að bara losna úr öllu ruglinu.“ Ekkert endilega með því að deyja, heldur með því að geta snúið við blaðinu. Sem einmitt gerðist hjá Danna: Þegar hann frelsaðist og fann Guð. „Léttirinn sem ég upplifði við þessa frelsun fólst í því að loksins gat ég sleppt tökunum á öllu draslinu; ljótleikanum og skítnum. Loksins áttaði ég mig á því að ég þyrfti ekkert að vera þessi maður sem ég var búin að búa til einhverja ímynd af eða var á einhverjum stalli. Guð sýndi mér á þessu augnabliki að ég gat sleppt öllu draslinu og byrjað upp á nýtt.“ Danni fór því að sækja samkomur og kirkjur í stórum stíl. Sem hjálpaði líka mjög mikið því allt í einu var ég komin í allt aðra veröld. Þar sem ég þurfti ekki að kynna mig og segja Ég heiti Danni og ég er alkóhólisti. Heldur einfaldlega að ræða um trúnna og biblíuna og allt það góða sem trúnni fylgir.“ Danni fór oft í meðferð og náði reglulega edrútímabilum. Því lengsta tvö og hálfu ári. Fyrir hrun var Danni í ýmsum rekstri; með verkstæði, starfsmannaleigu og bílainnflutning. Eftir hrun varð hann fyrirferðarmikill í undirheimunum. Í dag er Danni hins vegar frjáls frá þessu öllu og vinnur meðal annars að því að heimsækja fangelsin og boða trúnna.Vísir/Anton Brink Ofbeldismenningin í Reykjavík En áður en lengra er haldið með batasögu Danna, verðum við að staldra aðeins við og spyrjast fyrir um ofbeldið. Því í Reykjavík og víðar virðist ofbeldishrina ungmenna allsráðandi og sjaldan ef nokkurn tíma hafa fréttir fjölmiðla um alvarlega glæpi og undirheima birst í jafn miklum mæli. Danni; að meiða aðra manneskju eins og þú gerðir. Að lesa um hrottalegt ofbeldi, sama hver á í hlut. Hvernig er þetta hægt? Og hvernig passar það við strákinn sem var bara venjulegur gaur í Seljahverfinu? „Ég hef einmitt oft verið að hugsa þetta upp á síðkastið,“ segir Danni um þessa ofbeldishrinu ungmenna. ,,Því þessir krakkar hafa engan þroska í að átta sig á því hvað þau eru að gera.“ Og Danni útskýrir. „Í fyrsta lagi: Þessi mál tengjast í langflestum tilfellum einhverri neyslu.“ Rétt. „En síðan er það hitt: Í undirheimunum þarftu að standa undir þeirri ímynd og því orðspori sem þú hefur byggt upp. Í mínu tilfelli var ég gaur sem menn vissu að borgaði sig ekki að fokka neitt í, ég tók þeim mun alvarlegra á þeim á móti. Ekki endilega vegna þess að ég vildi það, heldur vegna þess að ég var að passa ímyndina mína: Stallinn sem ég var búinn að koma mér á.“ En það sem Danni segir næst er líka áhugavert: „Sem unglingar vorum við strákarnir samt alltaf að slást. Fórum niður í bæ um helgar og þefuðum upp slagsmál eða reyndum að stofna til þeirra. Stundum ýttum þeim minnsta í hópnum inn í einhverja hringiðu þannig að það kæmi út eins og það væri verið að abbast upp á hann, því þá gátum við allir í kjölfarið orðið brjálaðir og byrjað að slást.“ Þroskinn fyrir alvarlegheitunum er samt svo langt frá því að vera kominn. „Auðvitað eru undirheimarnir og annað orðið allt annað í dag en þegar ég var. Mikið af útlendingum koma til dæmis hingað á vegum glæpagengja erlendis, eru aðeins í stuttan tíma og fara síðan aftur. En það er enn alltaf eitthvað sem eimir af því að menn séu í þessum heimi, að búa sér til eitthvað orðspor og koma sér á einhvern stall og verða síðan að standa undir því,“ segir Danni en bætir við: Viss uppruni getur verið þegar neyslan byrjar samt hjá unglingum sem síðan eru að leika sér að slást eins og við vorum að gera á sínum tíma. Með engan þroska til þess að átta okkur á því hvað hlutirnir gætu orðið alvarlegir eða gætu leitt okkur út á alvarlegar brautir.“ Ríkidæmi Danna eru dæturnar þrjár. Danni er þó nýkominn á Smitten, byrjaði þar í fyrra. Síðustu árin hefur hann hins vegar einbeitt sér að því að byggja sjálfan sig og lífið sitt upp að nýju, þakklátur tækifærinu sem Guð gaf honum og fyrst nú tilbúinn til að fara að líta í kringum sig.Vísir/Anton Brink Frelsið í frelsinu Það er með ólíkindum að vita til þess að á því augabragði sem Danni frelsaðist, losnaði hann við alla fíkn; í áfengi, eiturlyf, tópak, kvíðalyf, svefnlyf og svo framvegis. „Það sem Guð gerði fyrir mig var að taka þetta allt frá mér,“ segir Danni og bætir við: „Og fyrir það er ég óendanlega þakklátur Guði. Því ég gæti ekki hugsað mér að fara til baka í það líf sem áður var.“ Danni segir orðatiltækið ,,Það er betra að vera valtur á traustum grunni en öruggur á völtum grunni eiga vel við. Þegar ég var í neyslu, virkaði ég mjög sjálfsöruggur og engum hefði grunað neitt annað. En ég var í egóinu sem þýðir að ég var öruggur á völtum grunni. Þegar maður frelsast verður maður hins vegar loksins tilbúinn til að taka leiðsögn og bæta sjálfan sig. Þá er maður kannski smá valtur, en á öruggum grunni sem trúin er. Því það er svo gott að vera í liði með Guði.“ Danni las biblíuna á meðan hann sat inni en það er ekki þar með sagt að frelsunin ein og sér hafi komið lífinu á beinu brautina. „Stuttu eftir að ég frelsaðist áttaði ég mig til dæmis á því að fyrir mig voru lögð alls kyns prófraunir til að testa hvort ég myndi falla í freistingar,“ segir Danni og nefnir dæmi. „Þegar ég kom út úr síðustu meðferðinni minni sat ég til dæmis uppi með fullt af kannabisræktunargræjum sem ég hafði ekkert að gera við lengur. Gamli óheiðarlegi Danni hefði byrjað á því að koma þessu drasli í verð,“ segir Danni. „Ég áttaði mig samt á því að ef ég ætlaði að hlýða kalli Guðs og fara í heiðarleikann gæti ég það ekki. Og endaði því með að keyra allt þetta drasl á Sorpu, sem fyrir mig var mjög óvenjulegt.“ Að hætta að ljúga var líka stórt skref. Enda virkir alkóhólistar flestir duglegir í því að segja ósatt. „Ef maður var spurður að einhverju, svaraði maður ósjálfrátt með einhverri lygi. Stundum meira að segja þannig að maður hugsaði sjálfur: Bíddu, hvers vegna var ég að ljúga þessu,“ segir Danni og hristir höfuðið. Að verða heiðarlegur við sjálfan sig og aðra segir Danni því hafa verið stórt og mikið skref. Annað sem hjálpaði mikið, var að fljótlega eftir að Danni losnaði af Sogni, fór hann að vinna sem bifvélavirki fyrir Toyota á Selfossi. „Ég var þar í tvö og hálft ár, sem var mjög fínt. Því þótt ég hefði auðvitað lokað á öll gömul tengsl, hjálpaði það líka að vera í ákveðinni fjarlægð.“ Danni byrjaði síðan að taka vaktir á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti þar sem hann starfar enn. Danni endurvakti líka verkstæðið Hemil, sem segja má að hafi legið í dvala í nokkur ár. „Ég leigði út húsnæðið en gekk síðan inn í það aftur og þar sem það voru allar verkstæðisgræjur til, tók það ekki langan tíma.“ Danni segir það jafnast á við að missa nokkur tonn að losna undan fíkninni og óheiðarleikanum og ljótleikanum sem fylgir því að vera í neyslu og undirheimunum; þar sem leikreglur eru aðrar. Danni segir gott að vera í liði með Guði, sem hann segir hafa dregið sig upp úr fúafeni eins og segir í einu Biblíuversinu sem hann valdi til birtingar í þessu páskaviðtali.Vísir/Anton Brink Og það er ljóst að það er í mörgu að snúast hjá kappanum. Því þegar viðtalið er tekið, er ýmist verið að hittast þegar Danni er nýkomin af aukavakt í Hlaðgerðarkoti, er að gera upp íbúð á neðri hæðinni, er að vinna á Hemil verkstæðinu eða í keppnisferð í Þýskalandi, nýbúinn að keppa í Hyrox. „Hyrox er nýjasta æðið og það sem er að taka við af Crossfit æðinu,“ segir Danni, sem stundað hefur Crossfit með kappi síðustu árin. „Ég er nýkominn á Smitten núna,“ svarar Danni aðspurður um ástina. „Byrjaði í fyrra því það var ekki fyrr en þá sem ég varð tilbúinn til að fara að líta í kringum mig. Ég held einfaldlega að ég hafi þurft þennan tíma,“ segir kappinn og brosir út í annað. Elstu tvær dæturnar búa hjá honum en sú yngsta, Ísabel Von fædd 2016, býr hjá honum aðra hverja viku en hina vikuna hjá móður sinni og stjúpföður; frábær fjölskylda að sögn Danna. „Og nú er Brynja komin með kærasta þannig að þess vegna erum við að gera íbúðina klára niðri. Þau ætla að flytja þangað.“ Á tíu árum, er því augljóst að lífið hjá Danna hefur gjörbreyst. Ekki aðeins vegna þess að hann er hættur í allri neyslu, heldur hefur hann heldur betur snúið við blaðinu í öllu öðru. Í dag er ég að vinna með Teen Challenge sem eru samtök trúaðra og einblína á að hjálpa fólki að komast úr viðjum fjötra og fíknar í þetta Frelsi sem ég öðlaðist í trúnni á Jesú Krist. Við erum til dæmis byrjuð að fara inn í fangelsin að bera út kærleiksboðskapinn fyrir þá sem vilja.“ Danni byrjar alla daga á góðri bæn og í símanum er hann líka með biblíuappið og er duglegur að fletta upp í biblíunni sér og öðrum til stuðnings. En þess má geta að bilbíuversin sem hafa verið birt í þessu viðtali, eru vers sem Danni valdi sérstaklega sem part af sinni sögu. Vers sem hafa haft áhrif á hann eða stutt sérstaklega í sinni batavegferð. Eitt vers stendur þó sérstaklega upp úr. Því Danni segir það lýsa því algjörlega, hvað trúin og Guð hefur gert fyrir hann: Hann dró mig upp úr glötunargröfinni, upp úr fúafeni, veitti mér fótfestu á kletti og gerði mig styrkan í gangi.” Sálmarnir 40:3 BIBLIAN07 Fíkn Geðheilbrigði Tengdar fréttir Í fangelsi í sextán ár: Á endanum var það ástin sem bjargaði öllu „Ég myndi ekki segja að það væri svona mikil klíkumyndun. Að öðru leyti myndi ég svara já; þetta er bara eins og fólk sér þar,“ svarar Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, aðspurður um það hvort upplifunin af því að vera í fangelsi sé eitthvað sambærileg og við sjáum í erlendu sjónvarps- og kvikmyndaefni. 15. október 2023 07:01 „Hann virtist ekkert muna hvers konar skrímsli hann gat verið“ „Æskuminningarnar eru eiginlega tvískiptar. Annars vegar góðar minningar um pabba. En hins vegar erfiðleikarnir. Þegar pabbi var í brjálæðiskasti að öskra á mömmu og segja svo hræðilega ljóta hluti við hana að ég get eiginlega ekki endurtekið þá upphátt,“ segir Vala Sigríður Guðmundsdóttir Yates. 22. október 2023 08:01 „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02 Neyslusaga móður: „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg“ „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg,“ segir Ásta Kristmannsdóttir þegar hún rifjar upp neyslusöguna sína. 12. maí 2024 08:00 Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Sjá meira
Daníel var lengi í algjöru rugli, óheiðarleika, drykkju, neyslu á alls konar öðru, ræktaði, dílaði, var frekar fyrirferðarmikill í undirheimunum, sat inni fyrir hrottalegt ofbeldi á öðrum þekktum aðila í undirheimunum og svo mætti áfram telja. En frelsaðist síðan. Sem hann hélt að gerðist aðeins hjá fólki sem væri að klikkast. „Ég sat með allt draslið og ógeðið og ljótleikann í lófunum,“ segir Danni og heldur lófunum saman eins og skál. „En fattaði síðan að ég gat einfaldlega sleppt þessu öllu. Hent öllu draslinu. Losað mig við þetta,“ segir Daníel og bætir við: „Því Guð er með skyndilausnir líka. Og þess vegna hef ég áður sagt í fjölmiðlum; Þegar ég fór í fangelsið var ég frjáls maður. Þegar ég sat inni var ég frjálsari en ég var, áður en ég fór inn.“ Því já; Það var eins og Daníel næði að snúa við blaðinu á augabragði. Þótt auðvitað sé lífið þannig að batinn sem slíkur hafi tekið lengri tíma. „Ég hafði auðvitað oft tekið edrútímabil. Og kunni þetta því alveg; Var alltaf með tvö símkort en henti öðru. Ef menn hringdu í mig úr gamla umhverfinu sagði ég bara: Já, ég er að fara á AA fund, viltu koma með? Þá kvöddu menn fljótt og létu mann vera,“ segir Daníel og brosir. Danni með dætrunum; Brynju Sól (f.2000), Sögu Lind (f.2005) og Ísabel Von (f.2016). Þær tvær elstu búa hjá honum en sú yngsta býr viku og viku til skiptis hjá honum og móður sinni og stjúppabba. Vísir/Anton Brink En hvers vegna í ruglið? „Ég veit að ekki býr neitt gott í mér, það er í spilltu eðli mínu. Að vilja veitist mér auðvelt en mig skortir alla getu til góðs. Hið góða, sem ég vil, geri ég ekki en hið vonda, sem ég vil ekki, það geri ég. En ef ég geri það sem ég vil ekki, þá er það ekki lengur ég sjálfur sem framkvæmi það heldur syndin sem í mér býr.” Rómverjabréfið 7:18-20 Að mörgu leyti, er erfitt að skilja hvers vegna Daníel, alltaf kallaður Danni, lenti í ruglinu og ílengist þar svo lengi. Því Danni var ósköp venjulegur strákur í Seljahverfinu. Fæddur árið 1977, alinn upp í 360 fermetra húsi sem foreldrar hans byggðu, á tvær eldri systur og gekk vel í skóla. Faðir hans var Guðmundur Jónsson bifvélavirkjameistari og stofnandi Hemils verkstæðisins sem Danni á og rekur í dag. Guðmundur lést úr krabbameini árið 2014. Móðir Danna heitir Brynja Baldursdóttir og býr rétt hjá Danna; Bæði í Seljahverfinu. Danni hefur áður sagt frá því í fjölmiðlum að æskuminningarnar hans hafi bara verið góðar. Hreint út sagt yndislegar. „Þetta var yndislegur tími í Seljahverfinu. Gekk bara allt út á BMX hjól og hjólabretti,“ segir Danni og minnist sérstaklega á Óla Þór æskuvin sinn. „Við erum enn bestu vinir.“ Árið 2022 kom Danni fram í einlægu viðtali í jólablaði Samhjálpar. Danni lýsti þar æskunni, ruglinu og því að frelsast. Fjölmiðlar vitnuðu í viðtalið, þar á meðal Vísir og sjá má það viðtal hér: Markmiðið okkar í dag er hins vegar ekki að endursegja sögu Danna þegar hann var í ruglinu. Heldur frekar að velta því fyrir okkur, hvað við getum lært af henni. Í dag ætlum við að velta fyrir okkur: Getur saga Danna verið öðrum víti til varnaðar? Eða blásið byr í brjóst þeirra sem þrá að komast út úr vítahring neyslu og glæpa? Að þessu sögðu, skulum við því byrja á því að ræða aðeins neysluna. Því það að Danni sé alkóhólisti þarf svo sem ekkert að teljast mjög sérstakt; Alkóhólisminn finnst jú í flestum stórfjölskyldum á Íslandi hvort eð er. Svo var líka hjá Danna. „Pabbi drakk mikið en það var aldrei vesen á honum eða neitt þannig. Hann leit aldrei á sjálfan sig sem alkóhólista því hann mætti alltaf til vinnu,“ segir Danni og eflaust margir sem þekkja þetta mynstur: „Maður heyrði til dæmis sögur um að þegar húsið var byggt í Seljahverfinu var aldrei unnið í því nema vodkapelinn væri líka í skyrtuvasanum.“ Danni var vinamargur og vinsæll í æsku. Einn af þeim sem var lítill þegar hann fermdist. „Ég var 1,48 sm á hæð þegar ég fermdist og var það í þrjú eða fjögur ár,“ segir hann og skellihlær. „Svo lítill var ég að þegar ég var kominn á skellinöðru 13 ára, þurfti ég fyrstu árin alltaf að stoppa hjólið upp við kant til að ná niður.“ Sem betur fer segir Danni að bestu vinir hans hafi verið litlir líka, þannig að hæðin kom ekki að neinni sök. Enda voru þeir allir þrátt fyrir það: Töffarar og gaurar. Um fyrstu fylleríin segir Danni. „Við vinirnir ældum auðvitað allir eftir eitthvað ógeð sem við vorum að drekka. En ég man samt að ég vaknaði daginn eftir og hugsaði strax með mér: Bíddu, vá, hvað var þetta?“ En það var ekki nóg með að sopann fyndist honum góður. Heldur var hann fljótlega kominn í smá bissness líka. „Ég vaknaði upp einn morguninn eftir fyrstu fylleríin okkar og var þá með einhverjar bílagræjur hjá mér sem ég hafði stolið um nóttina. Ég vildi auðvitað koma þeim í verð og fékk sem greiðslu landa,“ segir Danni og bætir við: „Landann seldi ég síðan, fékk fullt af pening og var því fljótur að fara aftur til karlsins og keypti með peningunum sem ég hafði grætt, meiri landa.“ Danni segir að oft hefjist sala hjá dílerum svona vegna eiturlyfja. Því þú ert kannski að selja eitthvað, færð greitt fyrir það með efnum, selur þau, færð fullt af pening og þá ertu kominn upp á bragðið.“ Það hefur ótrúlega margt breyst í lífi Danna; Sem sat í fangelsi fyrir tíu árum en er nú rétt nýkominn heim frá Þýskalandi þar sem hann var að keppa í Hyrox. Sem hann segir nýjasta æðið eftir Crossfit. Danni segist oft rekast á að strákar átti sig ekki á því hversu hættulegir sterar geti verið. Þeir séu hugarfarsbreytandi efni.Vísir/Anton Brink, einkasafn Alkinn og önnur neysla „Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til.” Síðara Korintubréf 5:17 Eitt af því sem einkennir neyslusögu Danna er að lengst af, drakk hann og neytti harðra efna bara um helgar. „Ég lagði alltaf áherslu á að mæta til vinnu. Það var svona það mynstur sem ég tók með mér úr uppeldinu.“ Áfengið var hins vegar stærsta böl Danna. „Ég tók aldrei nein efni nema að fá mér að minnsta kosti bjór fyrst.“ Amfetamín var Danni farinn að taka um sautján átján ára aldurinn og smátt og smátt bættist alltaf eitthvað við. „Ég man til dæmis eftir ferð til Benidorm þar sem maður prófaði allan pakkann: MDMA lyfin eins og Ecstasy.“ Síðan voru það sterarnir. Því Danni hefur alltaf verið á fullu í ræktinni og er það enn. „Sterarnir eru miklu meiri og alvarlegri neysla en margir strákar gera sér grein fyrir. Ég fylgist oft með því í gegnum meðferðarheimilið hversu margir strákar eru blindaðir fyrir þessu og jafnvel menn sem eru byrjaðir í edrúmennsku og fara oft í ræktina, en eru á sterum án þess að átta sig á því að sterar eru auðvitað hugarfarsbreytandi efni.“ Neyslan var þó aldrei alls ráðandi hjá Danna. Því áherslan var líka vinnan. Danni endaði með að taka meistaraprófið í bifvélavirkjun. En fór líka snemma í alls kyns annan rekstur líka. Til dæmis starfsmannaleigu þar sem fyrirtækið var með 60-70 manns í vinnu þegar mest var. Danni stofnaði líka fyrirtæki sem var í bílainnflutning. „Þetta var alltaf þessi hugsun að reyna að græða sem mestan pening á sem stystum tíma,“ segir Danni þegar hann rifjar þetta upp. Feðgarnir ráku verkstæðið Hemil saman um tíma og Danni fjárfesti í húsnæði í Kópavogi. Síðar seldu feðgarnir bæði húsnæðin og keyptu annað húsnæði, Skemmuvegi 18, þar sem verkstæði Hemils er rekið í dag. „Ég kem inn í Hemil 2004 en fór líka í að kaupa íbúðir, gera upp og selja,“ segir Danni til útskýringar á því hvernig hann fjármagnaði húsnæðiskaupin hans fyrir verkstæðið. En notaðir þú einhvern tíma fyrirtækin fyrir peningaþvætti eða sem skjól fyrir innflutning á efnum? „Nei aldrei,“ svarar Danni að bragði. „Hjá mér var þetta alltaf aðskilið og ég blandaði neyslunni aldrei saman við vinnuna mína eða fyrirtækjarekstur. En auðvitað var maður oft í algjöru rugli þótt ég næði edrútímabilum inn á milli.“ Föllin voru nefnilega mörg og það að fara reglulega í meðferð var partur af lífinu. „Eitt sinn vorum við til dæmis í Þýskalandi á fundi með mönnum vegna starfsmannaleigunnar. Ég var búinn að vera edrú í eitt og hálft ár en auðvitað þekkti enginn í hópnum minn bakgrunn. Þegar þjónninn kom og bauð mér vínglas, svaraði ég: Já takk, komdu með tvö!“ Lengst náði Danni tveimur og hálfu ári. „Ég fór í sambúð 23 ára, við keyptum íbúð fljótlega og eignuðumst dæturnar Brynju Sól sem fæddist árið 2000 og Sögu Lind sem fæddist árið 2005. Ég var síðan á fullu í rekstrinum og alltaf duglegur að passa upp á að allt út á við liti fínt út. En auðvitað var drykkjan og neyslan alltaf að skemma fyrir,“ segir Danni. Danni segir egóið og stress líka hafa verið í botni á þessum árum; Þegar samfélagið var í þenslu og allt á flugi árin fyrir hrun. „En vanlíðanin fór alltaf að aukast og þess vegna fór ég að lauma mér í kvíðalyf og svefnlyf líka.“ Að vera í undirheimunum snýst mikið um að standa undir því orðspori og ímynd sem þú hefur skapað. Þú getur ekki hringt í lögregluna ef eitthvað kemur upp og ekki skorast undan því þá hrynur allt og þú ert ónýtur. Jón stóri og Danni voru bestu vinir og segir Danni það hafa verið mikið áfall að missa hann árið 2013.Vísir/Anton Brink Að vera fyrirferðarmikill „Treystu Drottni af öllu hjarta en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit.” Orðskviðirnir 3:5 BIBLIAN07 Það var auðvelt að fara í alls konar bissness árin fyrir bankahrun. En auðvitað fór sem fór eftir hrun því þá harðnaði verulega í dalnum. Það sama gerðist í einkalífinu hjá Danna. Sem sífellt bætti í drykkju og neyslu. Dróst síðan smátt og smátt inn í þann heim sem við í fréttum heyrum af sem undirheimar. Hvað þýðir það að vera í undirheimunum? ,,Já hvað þýðir það?“ endurtekur Danni „Nokkuð áhugaverð spurning,“ segir hann svo og bætir við: „Undirheimarnir eru í raun heimur sem er alveg út af fyrir sig því þar gilda önnur lög og aðrar reglur. Ef eitthvað kemur upp, getur þú ekki hringt í lögregluna, þú verður því bara að tækla málin sjálfur.“ Stéttaskiptingin er til staðar. „Ég skapaði mér það orðspor að það væri best að vera ekkert að fokka í mér. Því ég tæki þá bara vel á móti,“ segir Danni til að útskýra á sem penasta háttinn, hvers konar ofbeldi eða hegðun getur þrifist í þessum ljóta heimi. Og þetta snýst mjög mikið um þetta orðspor. Því í undirheimunum byggir maður upp ákveðna ímynd sem maður verður síðan að standa undir. Ef eitthvað kom upp, var oft gert ráð fyrir ákveðnum viðbrögðum frá manni. Og það að bregðast ekki við í samræmi við þessa ímynd kom ekki til greina því þá var maður gott sem bara búinn í þessum heimi. Ónýtur.“ Að allir í undirheimunum séu alslæmir menn eða vondir, er hins vegar ekki raunin. Sem dæmi nefnir Danni gamlan vin sinn, Jón Hilmar Hallrímsson, betur þekktur sem Jón stóri, en hann lést árið 2013. „Fyrsta minningin sem kemur upp hjá mér þegar ég hugsa um Jón Hilmar er þegar hann situr við borðið heima hjá mér að hjálpa sex ára dóttur minni í stærðfræði. Því þannig þekkti ég Jón. Ég þekki líka mömmu hans og svo framvegis. Þetta er allt öðruvísi upplifun sem ég er með af Jóni en kannski aðrir,“ segir Danni en bætir við: „Auðvitað ætla ég svo sem ekkert að fara að lýsa Jóni sem einhverjum dýrling. En hann er gott dæmi um mann sem var búinn að byggja upp ákveðna ímynd og orðstír og komst síðan ekkert frá þessari ímynd, heldur varð að lifa hana.“ Jón stóri lést árið 2013 og viðurkennir Danni að það hafi verið honum mikið áfall. „Hann var fyrsti vinur minn sem dó. Sem er öðruvísi missir en til dæmis þegar þú missir ömmu þína og afa sem skilgreinist frekar sem gangur lífsins. Við Jón vorum þá búnir að vera mikið saman frá árinu 2009 eða þar um bil. Hann var þó miklu opinberari en ég, enda lagði ég alltaf áherslu á að vera með frontinn minn í lagi.“ Annað áfall reið síðan yfir árið 2014, en þá lést pabbi Danna. „Ég er samt mjög þakklátur því að hafa náð nokkrum mánuðum edrú undir hans síðasta.“ Frelsunin: Líf frekar en dauði „En ávöxtur andans er: kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og sjálfsagi. Galatabréfið 5:22-23 Til að setja hlutina í tímalínu má nefna að Jón Hilmar lést þann 18.júní 2013. Mánuði áður var Danni handtekinn fyrir Ystaselsmálið svokallaða, mál sem Vísir fjallaði um á sínum tíma. Fyrir Ystaselsmálið hlaut Danni átján mánaða dóm. Hvernig leið þér þegar þú hlaust dóminn: Upplifðir þú iðrun? „Nei alls ekki,“ segir hann. „Ekki á þessum tíma.“ En áður en Danni hóf sína afplánun var allt breytt. Því árið 2015 reyndi hann að taka sitt eigið líf. Skar sig á púls á báðum handleggjum og stakk sig í hjartastað. Myrkrið var allt umlykjandi. Vonleysið algjört. Dagurinn var 25.maí árið 2015; Danni bjó hjá mömmu sinni og leið svo illa þennan dag að hann hefði ekki einu sinni náð að fara og útvega sér meiri efni. Svartnættið virtist algjört. „Ég hafði aldrei verið með sjálfsvígshugsanir fyrr en þarna og eflaust var þetta ákveðið kall eftir hjálp,“ segir Danni en bætir við: „Ég hef samt aldrei hitt neinn sem hefur orðið eitthvað nafn í þessum svokölluðu undirheimum sem þrá það ekki á einhverjum tímapunkti að bara losna úr öllu ruglinu.“ Ekkert endilega með því að deyja, heldur með því að geta snúið við blaðinu. Sem einmitt gerðist hjá Danna: Þegar hann frelsaðist og fann Guð. „Léttirinn sem ég upplifði við þessa frelsun fólst í því að loksins gat ég sleppt tökunum á öllu draslinu; ljótleikanum og skítnum. Loksins áttaði ég mig á því að ég þyrfti ekkert að vera þessi maður sem ég var búin að búa til einhverja ímynd af eða var á einhverjum stalli. Guð sýndi mér á þessu augnabliki að ég gat sleppt öllu draslinu og byrjað upp á nýtt.“ Danni fór því að sækja samkomur og kirkjur í stórum stíl. Sem hjálpaði líka mjög mikið því allt í einu var ég komin í allt aðra veröld. Þar sem ég þurfti ekki að kynna mig og segja Ég heiti Danni og ég er alkóhólisti. Heldur einfaldlega að ræða um trúnna og biblíuna og allt það góða sem trúnni fylgir.“ Danni fór oft í meðferð og náði reglulega edrútímabilum. Því lengsta tvö og hálfu ári. Fyrir hrun var Danni í ýmsum rekstri; með verkstæði, starfsmannaleigu og bílainnflutning. Eftir hrun varð hann fyrirferðarmikill í undirheimunum. Í dag er Danni hins vegar frjáls frá þessu öllu og vinnur meðal annars að því að heimsækja fangelsin og boða trúnna.Vísir/Anton Brink Ofbeldismenningin í Reykjavík En áður en lengra er haldið með batasögu Danna, verðum við að staldra aðeins við og spyrjast fyrir um ofbeldið. Því í Reykjavík og víðar virðist ofbeldishrina ungmenna allsráðandi og sjaldan ef nokkurn tíma hafa fréttir fjölmiðla um alvarlega glæpi og undirheima birst í jafn miklum mæli. Danni; að meiða aðra manneskju eins og þú gerðir. Að lesa um hrottalegt ofbeldi, sama hver á í hlut. Hvernig er þetta hægt? Og hvernig passar það við strákinn sem var bara venjulegur gaur í Seljahverfinu? „Ég hef einmitt oft verið að hugsa þetta upp á síðkastið,“ segir Danni um þessa ofbeldishrinu ungmenna. ,,Því þessir krakkar hafa engan þroska í að átta sig á því hvað þau eru að gera.“ Og Danni útskýrir. „Í fyrsta lagi: Þessi mál tengjast í langflestum tilfellum einhverri neyslu.“ Rétt. „En síðan er það hitt: Í undirheimunum þarftu að standa undir þeirri ímynd og því orðspori sem þú hefur byggt upp. Í mínu tilfelli var ég gaur sem menn vissu að borgaði sig ekki að fokka neitt í, ég tók þeim mun alvarlegra á þeim á móti. Ekki endilega vegna þess að ég vildi það, heldur vegna þess að ég var að passa ímyndina mína: Stallinn sem ég var búinn að koma mér á.“ En það sem Danni segir næst er líka áhugavert: „Sem unglingar vorum við strákarnir samt alltaf að slást. Fórum niður í bæ um helgar og þefuðum upp slagsmál eða reyndum að stofna til þeirra. Stundum ýttum þeim minnsta í hópnum inn í einhverja hringiðu þannig að það kæmi út eins og það væri verið að abbast upp á hann, því þá gátum við allir í kjölfarið orðið brjálaðir og byrjað að slást.“ Þroskinn fyrir alvarlegheitunum er samt svo langt frá því að vera kominn. „Auðvitað eru undirheimarnir og annað orðið allt annað í dag en þegar ég var. Mikið af útlendingum koma til dæmis hingað á vegum glæpagengja erlendis, eru aðeins í stuttan tíma og fara síðan aftur. En það er enn alltaf eitthvað sem eimir af því að menn séu í þessum heimi, að búa sér til eitthvað orðspor og koma sér á einhvern stall og verða síðan að standa undir því,“ segir Danni en bætir við: Viss uppruni getur verið þegar neyslan byrjar samt hjá unglingum sem síðan eru að leika sér að slást eins og við vorum að gera á sínum tíma. Með engan þroska til þess að átta okkur á því hvað hlutirnir gætu orðið alvarlegir eða gætu leitt okkur út á alvarlegar brautir.“ Ríkidæmi Danna eru dæturnar þrjár. Danni er þó nýkominn á Smitten, byrjaði þar í fyrra. Síðustu árin hefur hann hins vegar einbeitt sér að því að byggja sjálfan sig og lífið sitt upp að nýju, þakklátur tækifærinu sem Guð gaf honum og fyrst nú tilbúinn til að fara að líta í kringum sig.Vísir/Anton Brink Frelsið í frelsinu Það er með ólíkindum að vita til þess að á því augabragði sem Danni frelsaðist, losnaði hann við alla fíkn; í áfengi, eiturlyf, tópak, kvíðalyf, svefnlyf og svo framvegis. „Það sem Guð gerði fyrir mig var að taka þetta allt frá mér,“ segir Danni og bætir við: „Og fyrir það er ég óendanlega þakklátur Guði. Því ég gæti ekki hugsað mér að fara til baka í það líf sem áður var.“ Danni segir orðatiltækið ,,Það er betra að vera valtur á traustum grunni en öruggur á völtum grunni eiga vel við. Þegar ég var í neyslu, virkaði ég mjög sjálfsöruggur og engum hefði grunað neitt annað. En ég var í egóinu sem þýðir að ég var öruggur á völtum grunni. Þegar maður frelsast verður maður hins vegar loksins tilbúinn til að taka leiðsögn og bæta sjálfan sig. Þá er maður kannski smá valtur, en á öruggum grunni sem trúin er. Því það er svo gott að vera í liði með Guði.“ Danni las biblíuna á meðan hann sat inni en það er ekki þar með sagt að frelsunin ein og sér hafi komið lífinu á beinu brautina. „Stuttu eftir að ég frelsaðist áttaði ég mig til dæmis á því að fyrir mig voru lögð alls kyns prófraunir til að testa hvort ég myndi falla í freistingar,“ segir Danni og nefnir dæmi. „Þegar ég kom út úr síðustu meðferðinni minni sat ég til dæmis uppi með fullt af kannabisræktunargræjum sem ég hafði ekkert að gera við lengur. Gamli óheiðarlegi Danni hefði byrjað á því að koma þessu drasli í verð,“ segir Danni. „Ég áttaði mig samt á því að ef ég ætlaði að hlýða kalli Guðs og fara í heiðarleikann gæti ég það ekki. Og endaði því með að keyra allt þetta drasl á Sorpu, sem fyrir mig var mjög óvenjulegt.“ Að hætta að ljúga var líka stórt skref. Enda virkir alkóhólistar flestir duglegir í því að segja ósatt. „Ef maður var spurður að einhverju, svaraði maður ósjálfrátt með einhverri lygi. Stundum meira að segja þannig að maður hugsaði sjálfur: Bíddu, hvers vegna var ég að ljúga þessu,“ segir Danni og hristir höfuðið. Að verða heiðarlegur við sjálfan sig og aðra segir Danni því hafa verið stórt og mikið skref. Annað sem hjálpaði mikið, var að fljótlega eftir að Danni losnaði af Sogni, fór hann að vinna sem bifvélavirki fyrir Toyota á Selfossi. „Ég var þar í tvö og hálft ár, sem var mjög fínt. Því þótt ég hefði auðvitað lokað á öll gömul tengsl, hjálpaði það líka að vera í ákveðinni fjarlægð.“ Danni byrjaði síðan að taka vaktir á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti þar sem hann starfar enn. Danni endurvakti líka verkstæðið Hemil, sem segja má að hafi legið í dvala í nokkur ár. „Ég leigði út húsnæðið en gekk síðan inn í það aftur og þar sem það voru allar verkstæðisgræjur til, tók það ekki langan tíma.“ Danni segir það jafnast á við að missa nokkur tonn að losna undan fíkninni og óheiðarleikanum og ljótleikanum sem fylgir því að vera í neyslu og undirheimunum; þar sem leikreglur eru aðrar. Danni segir gott að vera í liði með Guði, sem hann segir hafa dregið sig upp úr fúafeni eins og segir í einu Biblíuversinu sem hann valdi til birtingar í þessu páskaviðtali.Vísir/Anton Brink Og það er ljóst að það er í mörgu að snúast hjá kappanum. Því þegar viðtalið er tekið, er ýmist verið að hittast þegar Danni er nýkomin af aukavakt í Hlaðgerðarkoti, er að gera upp íbúð á neðri hæðinni, er að vinna á Hemil verkstæðinu eða í keppnisferð í Þýskalandi, nýbúinn að keppa í Hyrox. „Hyrox er nýjasta æðið og það sem er að taka við af Crossfit æðinu,“ segir Danni, sem stundað hefur Crossfit með kappi síðustu árin. „Ég er nýkominn á Smitten núna,“ svarar Danni aðspurður um ástina. „Byrjaði í fyrra því það var ekki fyrr en þá sem ég varð tilbúinn til að fara að líta í kringum mig. Ég held einfaldlega að ég hafi þurft þennan tíma,“ segir kappinn og brosir út í annað. Elstu tvær dæturnar búa hjá honum en sú yngsta, Ísabel Von fædd 2016, býr hjá honum aðra hverja viku en hina vikuna hjá móður sinni og stjúpföður; frábær fjölskylda að sögn Danna. „Og nú er Brynja komin með kærasta þannig að þess vegna erum við að gera íbúðina klára niðri. Þau ætla að flytja þangað.“ Á tíu árum, er því augljóst að lífið hjá Danna hefur gjörbreyst. Ekki aðeins vegna þess að hann er hættur í allri neyslu, heldur hefur hann heldur betur snúið við blaðinu í öllu öðru. Í dag er ég að vinna með Teen Challenge sem eru samtök trúaðra og einblína á að hjálpa fólki að komast úr viðjum fjötra og fíknar í þetta Frelsi sem ég öðlaðist í trúnni á Jesú Krist. Við erum til dæmis byrjuð að fara inn í fangelsin að bera út kærleiksboðskapinn fyrir þá sem vilja.“ Danni byrjar alla daga á góðri bæn og í símanum er hann líka með biblíuappið og er duglegur að fletta upp í biblíunni sér og öðrum til stuðnings. En þess má geta að bilbíuversin sem hafa verið birt í þessu viðtali, eru vers sem Danni valdi sérstaklega sem part af sinni sögu. Vers sem hafa haft áhrif á hann eða stutt sérstaklega í sinni batavegferð. Eitt vers stendur þó sérstaklega upp úr. Því Danni segir það lýsa því algjörlega, hvað trúin og Guð hefur gert fyrir hann: Hann dró mig upp úr glötunargröfinni, upp úr fúafeni, veitti mér fótfestu á kletti og gerði mig styrkan í gangi.” Sálmarnir 40:3 BIBLIAN07
Fíkn Geðheilbrigði Tengdar fréttir Í fangelsi í sextán ár: Á endanum var það ástin sem bjargaði öllu „Ég myndi ekki segja að það væri svona mikil klíkumyndun. Að öðru leyti myndi ég svara já; þetta er bara eins og fólk sér þar,“ svarar Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, aðspurður um það hvort upplifunin af því að vera í fangelsi sé eitthvað sambærileg og við sjáum í erlendu sjónvarps- og kvikmyndaefni. 15. október 2023 07:01 „Hann virtist ekkert muna hvers konar skrímsli hann gat verið“ „Æskuminningarnar eru eiginlega tvískiptar. Annars vegar góðar minningar um pabba. En hins vegar erfiðleikarnir. Þegar pabbi var í brjálæðiskasti að öskra á mömmu og segja svo hræðilega ljóta hluti við hana að ég get eiginlega ekki endurtekið þá upphátt,“ segir Vala Sigríður Guðmundsdóttir Yates. 22. október 2023 08:01 „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02 Neyslusaga móður: „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg“ „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg,“ segir Ásta Kristmannsdóttir þegar hún rifjar upp neyslusöguna sína. 12. maí 2024 08:00 Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Sjá meira
Í fangelsi í sextán ár: Á endanum var það ástin sem bjargaði öllu „Ég myndi ekki segja að það væri svona mikil klíkumyndun. Að öðru leyti myndi ég svara já; þetta er bara eins og fólk sér þar,“ svarar Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, aðspurður um það hvort upplifunin af því að vera í fangelsi sé eitthvað sambærileg og við sjáum í erlendu sjónvarps- og kvikmyndaefni. 15. október 2023 07:01
„Hann virtist ekkert muna hvers konar skrímsli hann gat verið“ „Æskuminningarnar eru eiginlega tvískiptar. Annars vegar góðar minningar um pabba. En hins vegar erfiðleikarnir. Þegar pabbi var í brjálæðiskasti að öskra á mömmu og segja svo hræðilega ljóta hluti við hana að ég get eiginlega ekki endurtekið þá upphátt,“ segir Vala Sigríður Guðmundsdóttir Yates. 22. október 2023 08:01
„Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02
Neyslusaga móður: „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg“ „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg,“ segir Ásta Kristmannsdóttir þegar hún rifjar upp neyslusöguna sína. 12. maí 2024 08:00
Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp