Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2025 11:55 Stefán Gísli Stefánsson er orðinn leikmaður Vals. Valur/Himmi Knattspyrnudeild Vals hefur tryggt sér krafta varnarmannsins unga Stefáns Gísla Stefánssonar til næstu fimm ára. Hann kemur til félagsins frá Fylki. Stefán Gísli verður 19 ára í næsta mánuði og á að baki samtals nítján leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann þreytti frumraun sína í Bestu deildinni á síðustu leiktíð og spilaði þá níu deildarleiki með Fylkismönnum sem féllu hins vegar niður í Lengjudeildina. Stefán Gísli var með samning við Fylki sem gilda átti út þetta ár en nú er hann mættur á Hlíðarenda og klár í slaginn með Valsmönnum sem í ljósi tímalengdar samningsins hafa greinilega mikla trú á honum. „Ekki séð marga svona samninga hjá okkur í Val“ „Þessi samningur sem við erum að gera við Stefán Gísla er dæmi um það sem við í stjórninni hjá Val viljum leggja áherslu á. Þarna er á ferðinni strákur sem við höfum fylgst með lengi og tikkar í mörg box hjá okkur. Við sjáum það bæði á öllum tölum og hvernig karakter hann er að þarna er leikmaður sem passar fullkomlega inn í þá stefnu sem við erum að vinna eftir. Það er ekki tilviljun að við gerum svona langan samning við Stefán – við trúum virkilega á hann og viljum að hann fái að vaxa í því faglega umhverfi sem við erum að skapa,“ segir Breki Logason formaður meistaraflokksráðs karla hjá Val, í tilkynningu félagsins. „Við höfum ekki séð marga svona samninga hjá okkur í Val áður, við gerðum reyndar fimm ára samning við Andi Hoti á sömu forsendum í síðasta mánuði, en við teljum þetta nauðsynlegt fyrir félagið til lengri tíma. Við höfum stigið skref í vetur sem eru hluti af þessari vegferð og má þar nefna ráðninguna á Arnóri Smárasyni sem starfar sem tæknilegur ráðgjafi okkar. Þá réðum við inn Chris Brazell sem við fengum sérstaklega til liðs við okkur til að vinna markvisst með okkar efnilegustu leikmönnum. Hann er hluti af þjálfarateymi meistaraflokks og er með 2. flokkinn hjá okkur. Við höfum verið að leggja áherslu á bæði styrk og tækni þegar kemur að yngri leikmönnum en ekki síður verið að styðja þá í öðrum þáttum eins og hugarþjálfun, mataræði og öðru sem er það sem skilur oft á milli. Stefán Gísli er hluti af þessari vegferð sem við vonumst til að muni skila okkur sterkari leikmönnum og enn sterkara félagi,“ segir Breki. „Get ekki beðið eftir að byrja að sanna mig“ Stefán Gísli er sjálfur staðráðinn í að þroskast og dafna sem leikmaður á Hlíðarenda: „Það er ekki nokkur spurning að Valur er flottur klúbbur með mikla sögu og metnað til þess að vinna. Það er samt ekki endilega það sem heillaði mig heldur fann ég það í samtölum mínum við forsvarsmenn klúbbsins núna um páskana að hugmyndir okkar fara saman. Það er verið að hugsa hlutina til lengri tíma og þetta er ákveðin vegferð sem ég ætla að vera hluti af. Hér í Val ætla ég að verða enn betri leikmaður og taka mikilvæg skref á mínum ferli sem fótboltamaður. Ég er afskaplega ánægður með þessa ákvörðun og get ekki beðið eftir því að byrja að sanna mig.“ Besta deild karla Valur Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira
Stefán Gísli verður 19 ára í næsta mánuði og á að baki samtals nítján leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann þreytti frumraun sína í Bestu deildinni á síðustu leiktíð og spilaði þá níu deildarleiki með Fylkismönnum sem féllu hins vegar niður í Lengjudeildina. Stefán Gísli var með samning við Fylki sem gilda átti út þetta ár en nú er hann mættur á Hlíðarenda og klár í slaginn með Valsmönnum sem í ljósi tímalengdar samningsins hafa greinilega mikla trú á honum. „Ekki séð marga svona samninga hjá okkur í Val“ „Þessi samningur sem við erum að gera við Stefán Gísla er dæmi um það sem við í stjórninni hjá Val viljum leggja áherslu á. Þarna er á ferðinni strákur sem við höfum fylgst með lengi og tikkar í mörg box hjá okkur. Við sjáum það bæði á öllum tölum og hvernig karakter hann er að þarna er leikmaður sem passar fullkomlega inn í þá stefnu sem við erum að vinna eftir. Það er ekki tilviljun að við gerum svona langan samning við Stefán – við trúum virkilega á hann og viljum að hann fái að vaxa í því faglega umhverfi sem við erum að skapa,“ segir Breki Logason formaður meistaraflokksráðs karla hjá Val, í tilkynningu félagsins. „Við höfum ekki séð marga svona samninga hjá okkur í Val áður, við gerðum reyndar fimm ára samning við Andi Hoti á sömu forsendum í síðasta mánuði, en við teljum þetta nauðsynlegt fyrir félagið til lengri tíma. Við höfum stigið skref í vetur sem eru hluti af þessari vegferð og má þar nefna ráðninguna á Arnóri Smárasyni sem starfar sem tæknilegur ráðgjafi okkar. Þá réðum við inn Chris Brazell sem við fengum sérstaklega til liðs við okkur til að vinna markvisst með okkar efnilegustu leikmönnum. Hann er hluti af þjálfarateymi meistaraflokks og er með 2. flokkinn hjá okkur. Við höfum verið að leggja áherslu á bæði styrk og tækni þegar kemur að yngri leikmönnum en ekki síður verið að styðja þá í öðrum þáttum eins og hugarþjálfun, mataræði og öðru sem er það sem skilur oft á milli. Stefán Gísli er hluti af þessari vegferð sem við vonumst til að muni skila okkur sterkari leikmönnum og enn sterkara félagi,“ segir Breki. „Get ekki beðið eftir að byrja að sanna mig“ Stefán Gísli er sjálfur staðráðinn í að þroskast og dafna sem leikmaður á Hlíðarenda: „Það er ekki nokkur spurning að Valur er flottur klúbbur með mikla sögu og metnað til þess að vinna. Það er samt ekki endilega það sem heillaði mig heldur fann ég það í samtölum mínum við forsvarsmenn klúbbsins núna um páskana að hugmyndir okkar fara saman. Það er verið að hugsa hlutina til lengri tíma og þetta er ákveðin vegferð sem ég ætla að vera hluti af. Hér í Val ætla ég að verða enn betri leikmaður og taka mikilvæg skref á mínum ferli sem fótboltamaður. Ég er afskaplega ánægður með þessa ákvörðun og get ekki beðið eftir því að byrja að sanna mig.“
Besta deild karla Valur Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira