Fótbolti

María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús

Sindri Sverrisson skrifar
María Catharína Ólafsdóttir Gros lék allan leikinn fyrir Linköping í dag.
María Catharína Ólafsdóttir Gros lék allan leikinn fyrir Linköping í dag. Instagram/@mariiagros

María Catharína Ólafsdóttir Gros átti stóran þátt í því að Linköping fengi eitt stig úr leik sínum við Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Grannarnir frá Norrköping komust yfir á 75. mínútu leiksins þegar Jada Conijnenberg skoraði en aðeins fjórum mínútum síðar lagði María upp jöfnunarmark Michelle De Jongh og þar við sat.

María lék allan leikinn fyrir Linköping sem þarna náði í sitt fyrsta stig á tímabilinu eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjunum. Norrköping er hins vegar taplaust, með átta stig í 4. sæti.

Í Svíþjóð var einnig að ljúka leik Brommapojkarna og Värnamo í úrvalsdeild karla og var Hlynur Freyr Karlsson á sínum stað í vörn Brommapojkarna sem unnu 3-2 sigur.

Þeir hafa þar með unnið tvo leiki í röð eftir töp í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Värnamo er hins vegar án stiga á botni deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×