Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. apríl 2025 21:45 Breskir kennarar segja samfélagsmiðla hafa bein áhrif á slæma hegðun nemenda og einelti. Getty Breskir kennarar segja áhrifavalda á samfélagsmiðlum hafa leitt til aukins kvenhaturs og rasisma í skólum. Samfélagsmiðlar séu ein helsta ástæðan fyrir slæmri hegðun nemenda og einelti. Könnun sem landssamtök kvenkyns kennara í Bretlandi (NASUWT) lögðu fyrir um 5.800 kennara leiddi þetta í ljós. BBC og Guardian hafa fjallað um málið. Þar kom fram að flestir kennarar telja samfélagsmiðla vera „aðalástæðuna“ fyrir slæmri framkomu í breskum skólum og að kvenkyns kennarar finni helst fyrir því. „Tveir af hverjum þremur kennurum segja okkur að samfélagsmiðlar séu nú lykilþáttur í einelti og slæmri hegðun nemenda,“ sagði Patrick Roach, framkvæmdastjóri NASUWT, á landsfundi samtakanna á föstudag. Þá töldu kennarar sem tóku könnunina einnig brýnt að bregðast við foreldrum sem neita að samþykkja skólareglur eða taka ábyrgð vegna hegðunar barna sinna. Ungir drengir spúi hatri, gelti á konur og horfi á klám Karlrembuáhrifavaldurinn Andrew Tate bar ítrekað á góma meðal kennara á landsfundinum og virðist enn hafa töluverð áhrif á unga drengi þó frægðarsól hans hafi dalað samanborið við árið 2022. „Margir nemenda okkar eru undir áhrifum Tate og Trump, spúa rasískum, hómófóbískum, transfóbískum og karlrembu-ummælum í hverju samtali og telja að það hafi engar afleiðingar,“ sagði einn kennari á fundi samtakanna og fleiri tóku undir. Andrew Tate er vinsæll karlrembu-áhrifavaldur sem talar fyrir ofbeldi gegn konum.Skjáskot „Það hafa drengir neitað að tala við mig og í staðinn talað við karlkyns aðstoðarkennara af því ég er kona og þeir fylgja Andrew Tate og finnst hann vera æðislegur með sína bíla og konur... Þetta voru tíu ára drengir,“ sagði einn kennari. Annar kennari lýsti því hvernig hópur drengja hefði ákveðið að skrifa ritgerð um það af hverju Andrew Tate væri geitin (the GOAT eða greatest of all time á ensku) af því hann kæmi fram við konur eins og eign sína. Haft hefði verið samband við foreldra sem hneykslaðir og könnuðust ekkert við þessar skoðanir barna sinna. Enn annar lýsti dæmum þess að drengir „geltu á kvenkyns starfsfólk“ og stæðu í vegi fyrir því. „Nemendur horfa á ofbeldisfullt og öfgakennt klámefni. Athyglisgáfa þeirra hefur minnkað. Þeir lesa fullt af falsfréttum og æsisögum sem láta þeim líða valdefldum og telja sig því vita betur en kennarinn,“ sagði einn kennari á fundinum. Þörf á hnitmiðuðu átaki Menntamálaráðuneyti Bretlands segist styðja kennara til að takast á við „skaðsöm áhrif“ á börn sem „uppgangur hættulegra áhrifavalda“ veldur. Talsmaður ráðuneytisins segir það munu veita kennurum ákveðin verkfæri til að takast á við þessar áskoranir. Endurskoðun á námsskrá muni skoða hvaða hæfni þurfi að hafa til að þrífast í síbreytilegum netheimum. Fyrrnefndur Roach hjá NASUWT sagði „aðkallandi þörf eftir hnitmiðuðu átaki grunnskóla, framhaldsskóla og annarra stofnana til að vernda öll börn og ungt fólk fyrir hættulegum áhrifum öfgahægri popúlista og öfgamanna“. Kennarar gætu ekki tekist á við slík vandamál einir. Bretland Ofbeldi barna Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Könnun sem landssamtök kvenkyns kennara í Bretlandi (NASUWT) lögðu fyrir um 5.800 kennara leiddi þetta í ljós. BBC og Guardian hafa fjallað um málið. Þar kom fram að flestir kennarar telja samfélagsmiðla vera „aðalástæðuna“ fyrir slæmri framkomu í breskum skólum og að kvenkyns kennarar finni helst fyrir því. „Tveir af hverjum þremur kennurum segja okkur að samfélagsmiðlar séu nú lykilþáttur í einelti og slæmri hegðun nemenda,“ sagði Patrick Roach, framkvæmdastjóri NASUWT, á landsfundi samtakanna á föstudag. Þá töldu kennarar sem tóku könnunina einnig brýnt að bregðast við foreldrum sem neita að samþykkja skólareglur eða taka ábyrgð vegna hegðunar barna sinna. Ungir drengir spúi hatri, gelti á konur og horfi á klám Karlrembuáhrifavaldurinn Andrew Tate bar ítrekað á góma meðal kennara á landsfundinum og virðist enn hafa töluverð áhrif á unga drengi þó frægðarsól hans hafi dalað samanborið við árið 2022. „Margir nemenda okkar eru undir áhrifum Tate og Trump, spúa rasískum, hómófóbískum, transfóbískum og karlrembu-ummælum í hverju samtali og telja að það hafi engar afleiðingar,“ sagði einn kennari á fundi samtakanna og fleiri tóku undir. Andrew Tate er vinsæll karlrembu-áhrifavaldur sem talar fyrir ofbeldi gegn konum.Skjáskot „Það hafa drengir neitað að tala við mig og í staðinn talað við karlkyns aðstoðarkennara af því ég er kona og þeir fylgja Andrew Tate og finnst hann vera æðislegur með sína bíla og konur... Þetta voru tíu ára drengir,“ sagði einn kennari. Annar kennari lýsti því hvernig hópur drengja hefði ákveðið að skrifa ritgerð um það af hverju Andrew Tate væri geitin (the GOAT eða greatest of all time á ensku) af því hann kæmi fram við konur eins og eign sína. Haft hefði verið samband við foreldra sem hneykslaðir og könnuðust ekkert við þessar skoðanir barna sinna. Enn annar lýsti dæmum þess að drengir „geltu á kvenkyns starfsfólk“ og stæðu í vegi fyrir því. „Nemendur horfa á ofbeldisfullt og öfgakennt klámefni. Athyglisgáfa þeirra hefur minnkað. Þeir lesa fullt af falsfréttum og æsisögum sem láta þeim líða valdefldum og telja sig því vita betur en kennarinn,“ sagði einn kennari á fundinum. Þörf á hnitmiðuðu átaki Menntamálaráðuneyti Bretlands segist styðja kennara til að takast á við „skaðsöm áhrif“ á börn sem „uppgangur hættulegra áhrifavalda“ veldur. Talsmaður ráðuneytisins segir það munu veita kennurum ákveðin verkfæri til að takast á við þessar áskoranir. Endurskoðun á námsskrá muni skoða hvaða hæfni þurfi að hafa til að þrífast í síbreytilegum netheimum. Fyrrnefndur Roach hjá NASUWT sagði „aðkallandi þörf eftir hnitmiðuðu átaki grunnskóla, framhaldsskóla og annarra stofnana til að vernda öll börn og ungt fólk fyrir hættulegum áhrifum öfgahægri popúlista og öfgamanna“. Kennarar gætu ekki tekist á við slík vandamál einir.
Bretland Ofbeldi barna Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira