Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. apríl 2025 08:02 Mohamed Ali Chagra var handtekinn í leigubílaröðinni við Leifsstöð. Vísir/Anton Brink Leigubílstjóri og vinur hans hafa verið dæmdir í 2,5 árs fangelsi fyrir nauðgun. Leigubílstjórinn ók konu í híbýli hins mannsins í Kópavogi þar sem brotin áttu sér stað. Konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku en hefur ekki verið birtur. Málið kom upp í febrúar 2024. Þá sótti Mohamed Ali Chagra, 33 ára karlmaður, sem þá starfaði sem leigubílstjóri hjá City Taxi leigubílastöðinni, konuna á veitingastað í Hafnarfirði og ók með hana til hins mannsins, Amir Ben Abdallah, 28 ára í húsnæði í Kópavogi. Mennirnir voru ákærðir fyrir nauðgun, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 3. febrúar, haft samræði við konuna án hennar samþykkis. Þeir hafi beitt hana ólögmætri nauðung með því að notfæra sér ölvunarástand hennar. Höfðu þeir samræði við konuna hvor í sínu lagi en hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Sviptur leyfi fljótlega eftir að málið kom upp Málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum í febrúar í fyrra skömmu eftir að brotin áttu sér stað. Þá var vakin athygli á því í Facebook-hópi leigubílstjóra að Ali Chagra væri enn að starfa sem leigubílstjóri hjá City Taxi þrátt fyrir að vera grunaður um nauðgun. Hann var handtekinn í leigubílaröðinni á Keflavíkurflugvelli tveimur dögum eftir brotið og Ben Abdallah um svipað leyti. Hvorugur var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Sigtryggur Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri City Taxi, sagði í samtali við Vísi þann 17. febrúar 2024 að hann hefði ekki vitað að Ali Chagra væri starfsmaður hjá sér. Hann hefði kosið að lögregla hefði gert stöðinni viðvart þegar honum var sleppt lausum. Sigtryggur segir Ali Chagra hafa falið það að hann ynni hjá City Taxi með því að skrá falsaða leigubílastöð á posann sinn. Sigtryggur hefði um leið og hann frétti af málinu slitið starfssamning við manninn og tilkynnt Samgöngustofu að maðurinn væri ekki lengur hjá stöðinni. Annar leigubílstjóri sviptur Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi hjá Samgöngustofu, segir að leyfi leigubílstjórans hafi verið fellt niður í febrúar í fyrra eftir að upplýsingar bárust frá lögreglu þess efnis að hann væri grunaður um kynferðisbrot. Í lögum um leigubifreiðaakstur segir að Samgöngustofa hafi heimild til að svipta leigubílstjóra leyfi séu ríkar ástæður fyrir hendi og töf á sviptingu geti haft almannahættu í för með sér. „Svo sem ef leyfishafi hefur sannanlega gerst sekur um vítavert hátterni og telja verður varhugavert að hann njóti leyfis áfram, er Samgöngustofu heimilt að svipta leyfishafa leyfi þegar í stað til bráðabirgða þar til endanleg ákvörðun í málinu hefur verið tekin,“ segir í lögunum. Þórhildur staðfestir að lögregla hafi einnig sent upplýsingar um annan karlmann með leyfi til leigubílaaskturs sem hafi haft stöðu sakbornings í kynferðisbrotamáli. Sá hafi einnig verið sviptur leyfi með vísun til sömu laga. Fram kom í frétt RÚV um málið í febrúar 2024 að mennirnir hefðu verið búsettir hér á landi í um tvö ár eftir að hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi. Frumvarp Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum hefur verið afgreitt úr ríkisstjórn og mælti ráðherrann fyrir frumvarpinu á Alþingi fyrr í apríl. Nái frumvarpið fram að ganga verður hægt að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem fremja alvarleg afbrot hér á landi. Það mun þó aðeins eiga við um þá sem fremja brot eftir að lögin taka gildi og taka því ekki til þeirra sem eru til umfjöllunar að ofan. Dómsmál Hælisleitendur Leigubílar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað verulega frá því í fyrra. Tilkynningum vegna gruns um mansal hefur farið fjölgandi síðustu þrjú ár. Þetta, og fleira, kemur fram í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra um stöðuna á landamærunum. Einnig er fjallað um komur skemmtiferðaskipa og fiskiskipa til landsins í fréttabréfinu. 15. apríl 2025 10:51 Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi. 11. janúar 2025 22:34 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Sjá meira
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku en hefur ekki verið birtur. Málið kom upp í febrúar 2024. Þá sótti Mohamed Ali Chagra, 33 ára karlmaður, sem þá starfaði sem leigubílstjóri hjá City Taxi leigubílastöðinni, konuna á veitingastað í Hafnarfirði og ók með hana til hins mannsins, Amir Ben Abdallah, 28 ára í húsnæði í Kópavogi. Mennirnir voru ákærðir fyrir nauðgun, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 3. febrúar, haft samræði við konuna án hennar samþykkis. Þeir hafi beitt hana ólögmætri nauðung með því að notfæra sér ölvunarástand hennar. Höfðu þeir samræði við konuna hvor í sínu lagi en hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Sviptur leyfi fljótlega eftir að málið kom upp Málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum í febrúar í fyrra skömmu eftir að brotin áttu sér stað. Þá var vakin athygli á því í Facebook-hópi leigubílstjóra að Ali Chagra væri enn að starfa sem leigubílstjóri hjá City Taxi þrátt fyrir að vera grunaður um nauðgun. Hann var handtekinn í leigubílaröðinni á Keflavíkurflugvelli tveimur dögum eftir brotið og Ben Abdallah um svipað leyti. Hvorugur var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Sigtryggur Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri City Taxi, sagði í samtali við Vísi þann 17. febrúar 2024 að hann hefði ekki vitað að Ali Chagra væri starfsmaður hjá sér. Hann hefði kosið að lögregla hefði gert stöðinni viðvart þegar honum var sleppt lausum. Sigtryggur segir Ali Chagra hafa falið það að hann ynni hjá City Taxi með því að skrá falsaða leigubílastöð á posann sinn. Sigtryggur hefði um leið og hann frétti af málinu slitið starfssamning við manninn og tilkynnt Samgöngustofu að maðurinn væri ekki lengur hjá stöðinni. Annar leigubílstjóri sviptur Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi hjá Samgöngustofu, segir að leyfi leigubílstjórans hafi verið fellt niður í febrúar í fyrra eftir að upplýsingar bárust frá lögreglu þess efnis að hann væri grunaður um kynferðisbrot. Í lögum um leigubifreiðaakstur segir að Samgöngustofa hafi heimild til að svipta leigubílstjóra leyfi séu ríkar ástæður fyrir hendi og töf á sviptingu geti haft almannahættu í för með sér. „Svo sem ef leyfishafi hefur sannanlega gerst sekur um vítavert hátterni og telja verður varhugavert að hann njóti leyfis áfram, er Samgöngustofu heimilt að svipta leyfishafa leyfi þegar í stað til bráðabirgða þar til endanleg ákvörðun í málinu hefur verið tekin,“ segir í lögunum. Þórhildur staðfestir að lögregla hafi einnig sent upplýsingar um annan karlmann með leyfi til leigubílaaskturs sem hafi haft stöðu sakbornings í kynferðisbrotamáli. Sá hafi einnig verið sviptur leyfi með vísun til sömu laga. Fram kom í frétt RÚV um málið í febrúar 2024 að mennirnir hefðu verið búsettir hér á landi í um tvö ár eftir að hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi. Frumvarp Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum hefur verið afgreitt úr ríkisstjórn og mælti ráðherrann fyrir frumvarpinu á Alþingi fyrr í apríl. Nái frumvarpið fram að ganga verður hægt að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem fremja alvarleg afbrot hér á landi. Það mun þó aðeins eiga við um þá sem fremja brot eftir að lögin taka gildi og taka því ekki til þeirra sem eru til umfjöllunar að ofan.
Dómsmál Hælisleitendur Leigubílar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað verulega frá því í fyrra. Tilkynningum vegna gruns um mansal hefur farið fjölgandi síðustu þrjú ár. Þetta, og fleira, kemur fram í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra um stöðuna á landamærunum. Einnig er fjallað um komur skemmtiferðaskipa og fiskiskipa til landsins í fréttabréfinu. 15. apríl 2025 10:51 Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi. 11. janúar 2025 22:34 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Sjá meira
Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað verulega frá því í fyrra. Tilkynningum vegna gruns um mansal hefur farið fjölgandi síðustu þrjú ár. Þetta, og fleira, kemur fram í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra um stöðuna á landamærunum. Einnig er fjallað um komur skemmtiferðaskipa og fiskiskipa til landsins í fréttabréfinu. 15. apríl 2025 10:51
Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi. 11. janúar 2025 22:34