Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2025 18:03 Umfangsmikil leit að manni sem virðist hafa orðið fyrir árás hákarla hefur átt sér stað undan ströndum Ísrael. Líkamsleifar fundust í dag og hafa verið sendar til rannsóknar. AP/Ariel Schalit Lögreglan í Ísrael hefur sent líkamsleifar til rannsóknar eftir umfangsmikla leit að kafara sem virðist hafa orðið fyrir hákarlaárás undan ströndum Hadera í gær. Umræddur staður hefur verið vinsæll meðal kafara og sundmanna sem farið hafa þangað til að synda með hákörlum sem halda þar til. Aðrir strandgestir tóku árásina upp og segjast vitni hafa heyrt manninn kalla í land að hann hafi verið bitinn. Times of Israel hefur eftir konu sem varð vitni að árásinni að hún telji þrjá hákarla hafa ráðist á manninn og í kjölfarið hafi hann horfið. Þá hefur miðillinn eftir öðrum að maðurinn hafi verið við veiðar og hafi verið á leið í land, með fiska sem hann veiddi bundna við belti sitt. Talið sé að þess vegna hafi hákarlarnir ráðist á hann. Annar miðill segir manninn hafa ætlað sér að synda með hákörlunum sem hafi verið á svæðinu. Ynet hefur eftir vini hans að hann hafi varað manninn við því að reyna að synda með hákörlunum. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið hér að neðan getur vakið óhug. Umræddri strönd hefur verið lokað en ungir menn sáust þó í morgun stinga sér þar til sunds. Þeim var þó fljótt skipað aftur í land. Hákarlaárásir eru einkar sjaldgæfar á þessu svæði. Þetta virðist vera þriðja hákarlaárásin undan ströndum Ísrael sem vitað er um og í annað sinn sem manni er banað af hákörlum. Síðast gerðist það árið 1940. AP fréttaveitan segir að margir hákarlar hafi haldið til á svæðinu um árabil og forvitnir sundmenn hafi ítrekað stungið sér til sunds með þeim. Fjöldinn hafi verið sérstaklega mikill um helgina vegna páskahátíðarinnar og að fólk hafi jafnvel tekið upp á því að kasta fiskum til hákarlanna, þvert á viðvaranir sérfræðinga. Ísrael Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Aðrir strandgestir tóku árásina upp og segjast vitni hafa heyrt manninn kalla í land að hann hafi verið bitinn. Times of Israel hefur eftir konu sem varð vitni að árásinni að hún telji þrjá hákarla hafa ráðist á manninn og í kjölfarið hafi hann horfið. Þá hefur miðillinn eftir öðrum að maðurinn hafi verið við veiðar og hafi verið á leið í land, með fiska sem hann veiddi bundna við belti sitt. Talið sé að þess vegna hafi hákarlarnir ráðist á hann. Annar miðill segir manninn hafa ætlað sér að synda með hákörlunum sem hafi verið á svæðinu. Ynet hefur eftir vini hans að hann hafi varað manninn við því að reyna að synda með hákörlunum. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið hér að neðan getur vakið óhug. Umræddri strönd hefur verið lokað en ungir menn sáust þó í morgun stinga sér þar til sunds. Þeim var þó fljótt skipað aftur í land. Hákarlaárásir eru einkar sjaldgæfar á þessu svæði. Þetta virðist vera þriðja hákarlaárásin undan ströndum Ísrael sem vitað er um og í annað sinn sem manni er banað af hákörlum. Síðast gerðist það árið 1940. AP fréttaveitan segir að margir hákarlar hafi haldið til á svæðinu um árabil og forvitnir sundmenn hafi ítrekað stungið sér til sunds með þeim. Fjöldinn hafi verið sérstaklega mikill um helgina vegna páskahátíðarinnar og að fólk hafi jafnvel tekið upp á því að kasta fiskum til hákarlanna, þvert á viðvaranir sérfræðinga.
Ísrael Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira