Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 23. apríl 2025 07:15 Hér verður kistan lögð svo trúariðkendur og almenningur geti kvatt páfann. Vísir/EPA Lík Frans páfa verður flutt í Péturskirkjuna í Vatíkaninu snemma í dag. Þar mun hann liggja í þrjá daga svo almenningur og trúariðkendur geti kvatt hann. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann var páfi í tólf ár. Kirkjan verður opin í dag og á morgun til miðnættis en lokar svo klukkan 19, að staðartíma, á föstudag. Útför páfans fer svo fram á laugardag. Búist er við því að fjölmargir leiðtogar verði viðstaddir. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur þegar tilkynnt að hún verði viðstödd og þá hefur forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, tilkynnt að hann verði á staðnum og forseti Úkraínu, Volodomír Selenskíj. Fólk safnast saman við kirkjuna til að fylgjast með því þegar lík páfans verður flutt í Péturskirkjuna. Vísir/EPA Útförin hefst klukkan tíu á Péturstorginu en hann verður svo jarðaður í kirkju heilagrar Maríu sem er ekki í Vatíkaninu. Í frétt AP segir að María mey hafi lengi verið uppáhalds dýrlingurinn hans. Í frétt Reuters segir að þegar hafi myndast raðir á torginu þar sem fólk fylgdist með flutningnum. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu flutningi líksins hér að neðan. Páfakjörsfundur fer svo fram í næsta mánuði. Þá munu allir kardinálarnir hittast í Sixtínsku kapellunni í Páfagarði og ákveða það. Aðeins þeir sem eru yngri en 80 ára hafa atkvæðisrétt. Valið getur tekið marga daga, enda eru oft ansi skiptar skoðanir á því hvaða leið kirkjan á að fara og hver er hæfastur til að leiða kirkjuna í þá átt. Vísir tók saman hverjir eru líklegir til að taka við af Frans páfa. Trúariðkendur og almenningur mun geta heimsótt Péturskirkju til að kveðja páfann þar til klukkan 19 á föstudag.Vísir/EPA Páfagarður Andlát Frans páfa Trúmál Tengdar fréttir Frans páfi er látinn Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. 21. apríl 2025 08:08 Reiknar með að sækja útför Frans páfa Reiknað er með því að Halla Tómasdóttir forseti verði viðstödd útför Frans páfa á laugardag. Halla er meðal þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum sem verða viðstaddir útförina, en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands. 22. apríl 2025 17:02 Útför páfans á laugardag Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. 22. apríl 2025 06:42 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Kirkjan verður opin í dag og á morgun til miðnættis en lokar svo klukkan 19, að staðartíma, á föstudag. Útför páfans fer svo fram á laugardag. Búist er við því að fjölmargir leiðtogar verði viðstaddir. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur þegar tilkynnt að hún verði viðstödd og þá hefur forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, tilkynnt að hann verði á staðnum og forseti Úkraínu, Volodomír Selenskíj. Fólk safnast saman við kirkjuna til að fylgjast með því þegar lík páfans verður flutt í Péturskirkjuna. Vísir/EPA Útförin hefst klukkan tíu á Péturstorginu en hann verður svo jarðaður í kirkju heilagrar Maríu sem er ekki í Vatíkaninu. Í frétt AP segir að María mey hafi lengi verið uppáhalds dýrlingurinn hans. Í frétt Reuters segir að þegar hafi myndast raðir á torginu þar sem fólk fylgdist með flutningnum. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu flutningi líksins hér að neðan. Páfakjörsfundur fer svo fram í næsta mánuði. Þá munu allir kardinálarnir hittast í Sixtínsku kapellunni í Páfagarði og ákveða það. Aðeins þeir sem eru yngri en 80 ára hafa atkvæðisrétt. Valið getur tekið marga daga, enda eru oft ansi skiptar skoðanir á því hvaða leið kirkjan á að fara og hver er hæfastur til að leiða kirkjuna í þá átt. Vísir tók saman hverjir eru líklegir til að taka við af Frans páfa. Trúariðkendur og almenningur mun geta heimsótt Péturskirkju til að kveðja páfann þar til klukkan 19 á föstudag.Vísir/EPA
Páfagarður Andlát Frans páfa Trúmál Tengdar fréttir Frans páfi er látinn Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. 21. apríl 2025 08:08 Reiknar með að sækja útför Frans páfa Reiknað er með því að Halla Tómasdóttir forseti verði viðstödd útför Frans páfa á laugardag. Halla er meðal þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum sem verða viðstaddir útförina, en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands. 22. apríl 2025 17:02 Útför páfans á laugardag Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. 22. apríl 2025 06:42 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Reiknar með að sækja útför Frans páfa Reiknað er með því að Halla Tómasdóttir forseti verði viðstödd útför Frans páfa á laugardag. Halla er meðal þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum sem verða viðstaddir útförina, en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands. 22. apríl 2025 17:02
Útför páfans á laugardag Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. 22. apríl 2025 06:42