Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Atli Ísleifsson skrifar 23. apríl 2025 08:12 Mark Carney, forsætisráðherra og leiðtogi Frjálslynda flokksins, á kosningafundi í Laval í Quebec í gær. AP Rúmlega sjö milljónir kanadískra kjósenda hafa nú kosið utan kjörfundar en þingkosningar fara fram í landinu næstkomandi mánudag. Landskjörstjórn segir að aldrei hafi svo margir kosið utan kjörfundar í þingkosningum. BBC segir frá því að utankjörfundarstaðir hafi verið opnir frá föstudegi til mánudags hefur páskana og bárust fréttir af löngum röðum víðs vegar um land. Tvær milljónir manna mættu og kusu á föstudeginum langa, en í heildina hefur nú um fjórðungur atkvæðisbærra manna kosið. Kosningabaráttan hefur staðið síðustu vikurnar og hefur hún að stórum hluta fjallað um tollastríð Kanada og Bandaríkjanna. Forsætisráðherrann Mark Carney, leiðtogi Frjálslynda flokksins, ákvað að boða til kosninga skömmu eftir að hann tók við formennsku í Frjálslynda flokknum af Justin Trudeau fyrr á árinu. Trudeau tilkynnti um afsögn sína í janúar en hann hafði þá gegnt embætti forsætisráðherra í rúm níu ár. Skoðanakannanir benda til þess að Frjálslyndi flokkurinn hafi fimm prósentustiga forskot á Íhaldsflokkinn, stærsta stjórnarandstöðuflokkinn. Carney mætti á kosningafundi á Eyju Játvarðs prins og í Quebec í gær, en Pierre Poilievre, leiðtogi Íhaldsmanna, stóð fyrir kosningafundi í Vaughan, úthverfi Toronto. Á fundi sínum sagði Carney að Poilievre væri ekki með neina áætlun hvernig best væri að fást við Donald Trump Bandaríkjaforseta og tollastríð hans, en Trump hefur komið á 25 prósenta toll á allar vörur frá Kanada ef frá eru talar þær sem eru undanþegnar í skjóli fríverslunarsamningi NAFTA. Frjálslyndi flokkurinn hafði undir lok stjórnar Trudeau ítrekað mælst með fylgi undir tuttugu prósentum. Þróunin hefur þó snúist við síðustu vikurnar eftir að Carney, fyrrverandi seðlabankastjóri landsins, tók við og mælist flokkurinn nú stærstur. Kanada Tengdar fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00 Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Hagfræðingurinn og fyrrum seðlabankastjórinn Mark Carney verður næsti forsætisráðherra Kanada, eftir að hafa verið kjörinn formaður Frjálslynda flokksins. 10. mars 2025 06:32 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
BBC segir frá því að utankjörfundarstaðir hafi verið opnir frá föstudegi til mánudags hefur páskana og bárust fréttir af löngum röðum víðs vegar um land. Tvær milljónir manna mættu og kusu á föstudeginum langa, en í heildina hefur nú um fjórðungur atkvæðisbærra manna kosið. Kosningabaráttan hefur staðið síðustu vikurnar og hefur hún að stórum hluta fjallað um tollastríð Kanada og Bandaríkjanna. Forsætisráðherrann Mark Carney, leiðtogi Frjálslynda flokksins, ákvað að boða til kosninga skömmu eftir að hann tók við formennsku í Frjálslynda flokknum af Justin Trudeau fyrr á árinu. Trudeau tilkynnti um afsögn sína í janúar en hann hafði þá gegnt embætti forsætisráðherra í rúm níu ár. Skoðanakannanir benda til þess að Frjálslyndi flokkurinn hafi fimm prósentustiga forskot á Íhaldsflokkinn, stærsta stjórnarandstöðuflokkinn. Carney mætti á kosningafundi á Eyju Játvarðs prins og í Quebec í gær, en Pierre Poilievre, leiðtogi Íhaldsmanna, stóð fyrir kosningafundi í Vaughan, úthverfi Toronto. Á fundi sínum sagði Carney að Poilievre væri ekki með neina áætlun hvernig best væri að fást við Donald Trump Bandaríkjaforseta og tollastríð hans, en Trump hefur komið á 25 prósenta toll á allar vörur frá Kanada ef frá eru talar þær sem eru undanþegnar í skjóli fríverslunarsamningi NAFTA. Frjálslyndi flokkurinn hafði undir lok stjórnar Trudeau ítrekað mælst með fylgi undir tuttugu prósentum. Þróunin hefur þó snúist við síðustu vikurnar eftir að Carney, fyrrverandi seðlabankastjóri landsins, tók við og mælist flokkurinn nú stærstur.
Kanada Tengdar fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00 Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Hagfræðingurinn og fyrrum seðlabankastjórinn Mark Carney verður næsti forsætisráðherra Kanada, eftir að hafa verið kjörinn formaður Frjálslynda flokksins. 10. mars 2025 06:32 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00
Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Hagfræðingurinn og fyrrum seðlabankastjórinn Mark Carney verður næsti forsætisráðherra Kanada, eftir að hafa verið kjörinn formaður Frjálslynda flokksins. 10. mars 2025 06:32