Sport

Reyna að selja þakið á leik­vanginum sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var mjög lítið eftir af þakinu á Tropicana Field eftir óveðrið. Nú er búið að safna brotunum saman og stuðningsmenn félagsins geta eignast hluta af gamla þakinu.
Það var mjög lítið eftir af þakinu á Tropicana Field eftir óveðrið. Nú er búið að safna brotunum saman og stuðningsmenn félagsins geta eignast hluta af gamla þakinu. Getty/y Joe Raedle

Bandaríska hafnaboltafélagið Tampa Bay Rays missti heimavöll sinn í miklu óveðri á Flórída í vetur. Nú er hafin nýstárleg fjáröflun á vegum félagsins.

Tropicana leikvangurinn var yfirbyggður en þakið gjöreyðilagðist þegar hvirfilbylurinn Milton gekk yfir svæðið í október síðastliðnum.

Rays gat ekki spilað á leikvanginum á þessu tímabili og það er heldur ekki öruggt að það finnist peningur til endurbyggja leikvanginn.

Forráðamenn Tampa Bay Rays reyna þó að hugsa út fyrir kassann til að safna pening fyrir mögulegum endurbótum.

Þakið á leikvanginum var gert úr trefjagleri sem splundraðist af stórum hluta í hvirfilbylnum.

Nú hefur félagið ákveðið að bjóða stuðningsmönnum sínum að kaupa lítil brot af þakinu.

Hver biti mun kosta fimmtán dollara eða rétt tæplega tvö þúsund íslenskar krónur. Hvort að það verði nægur áhugi meðal stuðningsfólksins á þó eftir að koma í ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×