Innlent

Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rann­sóknar

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sérsveit ríkislögreglustjóra kom að handtöku þriggja manna í Flúðaseli í gær. Myndin er úr safni.
Sérsveit ríkislögreglustjóra kom að handtöku þriggja manna í Flúðaseli í gær. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurlandi fékk aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra fyrr í kvöld við rannsóknaraðgerð. Aðgerðinni er lokið en hún var liður í máli sem er áfram til rannsóknar.

Vísir fjallaði fyrr í kvöld um að sérsveitin hefði aðstoðað lögregluna á Suðurlandi.

Einar Sigurjónsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfesti að lögreglan hefði fengið aðstoð frá sérsveit til að framkvæma rannsóknaraðgerð.

„Aðgerðum er lokið sem farið var í í dag. Við erum með mál til rannsóknar og rannsóknin heldur áfram og hefur sinn gang,“ sagði Einar.

Einar gat ekki tjáð sig frekar um málavöxtu á þessu stigi málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×