Körfubolti

Hvergerðingar í úr­slit umspilsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnar Ágúst Nathanaelsson lét til sín taka í liði Hamars í kvöld.
Ragnar Ágúst Nathanaelsson lét til sín taka í liði Hamars í kvöld. vísir/vilhelm

Hamar tryggði sér sæti í úrslitum umspils um sæti í Bónus deild karla á næsta tímabili með sigri á Fjölni eftir framlengingu, 109-107, í kvöld.

Jose Medina skoraði fjörutíu stig og gaf tólf stoðsendingar fyrir Hvergerðinga sem unnu einvígið, 3-0.

Í úrslitum umspilsins mætir Hamar annað hvort Ármanni eða Breiðabliki. Ármenningar leiða einvígið, 2-1.

Jaeden King skoraði 35 stig og tók ellefu fráköst í liði Hamars í kvöld og Ragnar Ágúst Nathanaelsson skoraði sautján stig og tók nítján fráköst.

Sigvaldi Eggertsson var stigahæstur í liði Fjölnis með 36 stig og Rafn Kristján Kristjánsson skoraði 25 stig og tók fimmtán fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×