Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Bjarki Sigurðsson skrifar 24. apríl 2025 12:23 Einar Hugi Bjarnason er réttargæslumaður kvennanna tveggja. Vísir/Samúel Karl Réttargæslumaður tveggja kvenna sem hafa kært hóp manna fyrir nauðgun, segir útlit fyrir að brotin hafi verið skipulögð. Móðir annarrar kvennanna segir miður að fólk noti málið til að kynda undir útlendingahatur í stað þess að virða hugrekkið sem konurnar sýna með því að leita réttar síns og skila skömminni. Það sem af er ári hafa sex hópnauðganir komið á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sömu gerendurnir eru taldir hafa verið að verki í tveimur af þessum málum. Meintar nauðganir áttu sér stað undir lok mars en RÚV greinir frá því að grunur leiki á að brotaþolum hafi verið byrluð ólyfjan á sama skemmtistaðnum í miðbæ Reykjavíkur. Farið var með konurnar í sömu íbúðina í Vesturbænum þar sem þrír menn brutu á þeim. Einar Hugi Bjarnason, réttargæslumaður kvennanna tveggja, sem þekktust ekkert fyrir, segir brotin virðast hafa verið skipulögð. Þá er enginn mannanna þriggja í gæsluvarðhaldi. „Það er mikið áhyggjuefni að mínu áliti. Lögreglan staðfestir það í gær að einn sé í farbanni vegna málsins en enginn í gæsluvarðhaldi sem er auðvitað eitthvað sem lögreglan verður að svara fyrir,“ segir Einar Hugi. Það sem af er ári hafa sex hópnauðgunarmál komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það eru jafn mörg slík mál og komu upp á landinu öllu árið 2023. Vísir/Sara Í kjölfar umfjöllunar RÚV um málið birti móðir annarrar kvennanna færslu á Facebook þar sem hún gagnrýndi þá sem hafa nýtt sér málið til að ýta undir hatur gegn múslimum. Enginn mannanna sé múslimi og það eigi ekki að fóðra fóbíu gegn þeim. Frekar eigi að gagnrýna brotið réttarkerfi sem að hennar sögn verji frekar þann sem brýtur af sér en þann sem brotið er á. „Þessi færsla frá móðurinni var afskaplega skýr. Hún dró þar fram að hún vildi alls ekki draga athygli frá aðalatriði málsins og að umræða um þessi mál yrði olía á eld þeirra sem eru með útlendingaandúð,“ segir Einar Hugi. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Talskona Stígamóta segir áhyggjuefni ef hópnauðganamálum fari fjölgandi. Fjöldi mála komi aldrei upp á yfirborðið, meðal annars vegna þess að brotaþolar treysti ekki kerfinu. 19. apríl 2025 13:18 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Það sem af er ári hafa sex hópnauðganir komið á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sömu gerendurnir eru taldir hafa verið að verki í tveimur af þessum málum. Meintar nauðganir áttu sér stað undir lok mars en RÚV greinir frá því að grunur leiki á að brotaþolum hafi verið byrluð ólyfjan á sama skemmtistaðnum í miðbæ Reykjavíkur. Farið var með konurnar í sömu íbúðina í Vesturbænum þar sem þrír menn brutu á þeim. Einar Hugi Bjarnason, réttargæslumaður kvennanna tveggja, sem þekktust ekkert fyrir, segir brotin virðast hafa verið skipulögð. Þá er enginn mannanna þriggja í gæsluvarðhaldi. „Það er mikið áhyggjuefni að mínu áliti. Lögreglan staðfestir það í gær að einn sé í farbanni vegna málsins en enginn í gæsluvarðhaldi sem er auðvitað eitthvað sem lögreglan verður að svara fyrir,“ segir Einar Hugi. Það sem af er ári hafa sex hópnauðgunarmál komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það eru jafn mörg slík mál og komu upp á landinu öllu árið 2023. Vísir/Sara Í kjölfar umfjöllunar RÚV um málið birti móðir annarrar kvennanna færslu á Facebook þar sem hún gagnrýndi þá sem hafa nýtt sér málið til að ýta undir hatur gegn múslimum. Enginn mannanna sé múslimi og það eigi ekki að fóðra fóbíu gegn þeim. Frekar eigi að gagnrýna brotið réttarkerfi sem að hennar sögn verji frekar þann sem brýtur af sér en þann sem brotið er á. „Þessi færsla frá móðurinni var afskaplega skýr. Hún dró þar fram að hún vildi alls ekki draga athygli frá aðalatriði málsins og að umræða um þessi mál yrði olía á eld þeirra sem eru með útlendingaandúð,“ segir Einar Hugi.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Talskona Stígamóta segir áhyggjuefni ef hópnauðganamálum fari fjölgandi. Fjöldi mála komi aldrei upp á yfirborðið, meðal annars vegna þess að brotaþolar treysti ekki kerfinu. 19. apríl 2025 13:18 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Talskona Stígamóta segir áhyggjuefni ef hópnauðganamálum fari fjölgandi. Fjöldi mála komi aldrei upp á yfirborðið, meðal annars vegna þess að brotaþolar treysti ekki kerfinu. 19. apríl 2025 13:18