Erlent

Dæmdur kardí­náli segist mega kjósa næsta páfa

Jón Þór Stefánsson skrifar
Giovanni Angelo Becciu sagði af sér réttindum kardínála árið 2023 en er þó enn kardínála.
Giovanni Angelo Becciu sagði af sér réttindum kardínála árið 2023 en er þó enn kardínála. EPA

Giovanni Angelo Becciu kardínáli sem hefur verið sakfelldur fyrir fjárdrátt vill meina að hann eigi atkvæðisrétt í komandi páfakjöri.

Becciu var einu sinni einn háttsettasti embættismaður Vatíkansins, en árið 2020 gerði Frans páfi honum að afsala sér öllum réttindum kardínála vegna fjárdráttarmálsins.

Hann var sakfelldur fyrir fjárdráttinn árið 2023 og hlaut fimm og hálfs árs fangelsisdóm. Hann var fyrsti kardínálinn sem var dæmdur af sakamáladómstóli Páfagarðs.

Honum var gefið að sök að eiga í fasteignaviðskiptum þar sem fé kirkjunnar var notað til þess að fjárfesta í lúxusíbúðum í London.

Becciu hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og hefur áfrýjað dómnum, og enn er beðið frekari niðurstöðu. Á meðan málið er í skoðun hefur hann mátt halda áfram að búa í Vatíkaninu.

Skrifstofa Páfagarðs hefur flokkað Becciu þannig að hann eigi ekki atkvæðisrétt. Hann er þó sjálfur á öðru máli. Hann sagði við dagblað í Sardiníu að ekkert læi fyrir sem geri hann vanhæfan til að takaþátt í kjörinu.

Þrátt fyrir að hafa afsalað sér réttindum kardínála, er Becciu þó enn kardínáli. Fyrir liggur að hann megi að minnsta kosti taka þátt í umræðum kardínála áður en kjörfundurinn hefst.

Samkvæmt CNN er líklegast að fundarstjóri leynifundarins þar sem páfakjörið fer fram muni úrskurða um atkvæðisfrétt Becciu. Fundarstjórn mun falla í hendur tveggja manna, en það eru Giovanni Battista Re og Cardinal Pietro Parolin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×