Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. apríl 2025 22:41 Hjálparstarfsmaður að störfum í Gasaborg. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja nærri tvö þúsund manns hafa látist frá því að vopnahléi lauk í síðasta mánuði. AP Ísraelsher viðurkennir að hafa drepið starfsmann Sameinuðu þjóðanna í skriðdrekaárás á Gasa í mars. Herinn hafði áður neitað sök. Herinn gerði árás á húsnæði Sameinuðu þjóðanna í Deir al-Balah þann 19. mars með þeim afleiðingum að búlgarskur starfsmaður samtakanna lést og fimm aðrir særðust alvarlega. Árásin var gerð daginn eftir að herinn hóf árásir af fullum þunga á ný eftir að tveggja mánaða vopnahlé á Gasa leystist upp. Í framhaldinu sögðu talsmenn hersins hann ekki bera ábyrgð á árásinni. „Þvert á frásagnir gerði Ísraelsher ekki árás á aðsetur Sameinuðu þjóðanna í Deir el-Balah. Ísraelsher biðlar til fjölmiðla að fara varlega með óstaðfestar frásagnir,“ sagði í yfirlýsingu frá hernum á þeim tíma. Rannsókn Ísraelshers á málinu, sem António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna gerði ákall eftir eftir árásina, virðist nú hafa leitt annað í ljós. Í yfirlýsingu frá hernum segir að hermönnum hafi láðst að bera kennsl á bygginguna sem aðsetur Sameinuðu þjóðanna og haldið að inni í henni væri andstæðingur sem þyrfti að ráða af dögum. Fram kemur að rannsókninni sé ekki lokið og að Sameinuðu þjóðunum verði gert kunnugt um niðurstöður hennar um leið og unnt er. Þá segir að Ísraelsher biðjist afsökunar á árásinni og votti aðstandendum hins látna samúð sína. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Ísraelsher hefur viðurkennt að „fagleg mistök“ og brot á skipunum hafi átt sér stað þegar fimmtán hjálparstarfsmenn á Gasaströndinni voru drepnir. Þeir neita hins vegar að þeir hafi reynt að fela atvikið. 20. apríl 2025 16:13 Skýrslan sé „full af lygum“ Palestínsku samtökin Rauði hálfmáninn segja skýrslu ísraelska hersins um morð á fimmtán hjálparstarfsmönnum „fulla af lygum.“ Herinn gaf út skýrslu sem sagði að „fagleg mistök“ hafi átt sér stað og var varaherforingja vikið úr starfi. 21. apríl 2025 13:57 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Herinn gerði árás á húsnæði Sameinuðu þjóðanna í Deir al-Balah þann 19. mars með þeim afleiðingum að búlgarskur starfsmaður samtakanna lést og fimm aðrir særðust alvarlega. Árásin var gerð daginn eftir að herinn hóf árásir af fullum þunga á ný eftir að tveggja mánaða vopnahlé á Gasa leystist upp. Í framhaldinu sögðu talsmenn hersins hann ekki bera ábyrgð á árásinni. „Þvert á frásagnir gerði Ísraelsher ekki árás á aðsetur Sameinuðu þjóðanna í Deir el-Balah. Ísraelsher biðlar til fjölmiðla að fara varlega með óstaðfestar frásagnir,“ sagði í yfirlýsingu frá hernum á þeim tíma. Rannsókn Ísraelshers á málinu, sem António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna gerði ákall eftir eftir árásina, virðist nú hafa leitt annað í ljós. Í yfirlýsingu frá hernum segir að hermönnum hafi láðst að bera kennsl á bygginguna sem aðsetur Sameinuðu þjóðanna og haldið að inni í henni væri andstæðingur sem þyrfti að ráða af dögum. Fram kemur að rannsókninni sé ekki lokið og að Sameinuðu þjóðunum verði gert kunnugt um niðurstöður hennar um leið og unnt er. Þá segir að Ísraelsher biðjist afsökunar á árásinni og votti aðstandendum hins látna samúð sína.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Ísraelsher hefur viðurkennt að „fagleg mistök“ og brot á skipunum hafi átt sér stað þegar fimmtán hjálparstarfsmenn á Gasaströndinni voru drepnir. Þeir neita hins vegar að þeir hafi reynt að fela atvikið. 20. apríl 2025 16:13 Skýrslan sé „full af lygum“ Palestínsku samtökin Rauði hálfmáninn segja skýrslu ísraelska hersins um morð á fimmtán hjálparstarfsmönnum „fulla af lygum.“ Herinn gaf út skýrslu sem sagði að „fagleg mistök“ hafi átt sér stað og var varaherforingja vikið úr starfi. 21. apríl 2025 13:57 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Ísraelsher hefur viðurkennt að „fagleg mistök“ og brot á skipunum hafi átt sér stað þegar fimmtán hjálparstarfsmenn á Gasaströndinni voru drepnir. Þeir neita hins vegar að þeir hafi reynt að fela atvikið. 20. apríl 2025 16:13
Skýrslan sé „full af lygum“ Palestínsku samtökin Rauði hálfmáninn segja skýrslu ísraelska hersins um morð á fimmtán hjálparstarfsmönnum „fulla af lygum.“ Herinn gaf út skýrslu sem sagði að „fagleg mistök“ hafi átt sér stað og var varaherforingja vikið úr starfi. 21. apríl 2025 13:57