„Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Hinrik Wöhler skrifar 24. apríl 2025 22:36 Magnús Már, þjálfari Aftureldingar, hrósaði sínum mönnum hástert í leikslok. vísir Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var kampakátur í leikslok eftir fyrsta sigur Aftureldingar á tímabilinu. Mosfellingar lögðu Víkinga, 1-0 og var sigurinn sá fyrsti hjá Aftureldingu í efstu deild karla í knattspyrnu „Tilfinningin er ógeðslega góð, við höfðum trú á þessu sem við vorum að gera í dag. Frábær liðsheild og vinnuframlag var geðveikt frá öllum í liðinu, það skilaði þessu. Trúin á það sem við vorum að gera, liðsheildin og menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir,“ sagði þjálfarinn eftir leik. Víkingur átti í erfiðleikum með að skapa sér færi á móti þéttri vörn Aftureldingar og segir Magnús að leikplanið hafi gengið afar vel. „Við vorum búnir að fara yfir hvernig við vildum mæta þeim og það gekk mjög vel. Við mættum þeim kannski aðeins ofar í fyrri hálfleik en þegar við komust yfir þá fórum við aðeins neðar, komnir með forskotið.“ Góður stuðningur úr stúkunni Það mættu tæplega þúsund manns í stúkuna í Mosfellsbæ í kvöld og var Magnús afar sáttur með stuðninginn frá Mosfellingum í kvöld. „Í báðum hálfleiknum fannst mér við vera bara nálægt mönnum og ekki gefa neina bolta og gera þetta mjög vel, er mjög ánægður hvernig strákarnir leystu þetta í dag og mikið hjarta í þessu. Geðveikur stuðningur í stúkunni sem hjálpaði mikið á lokakaflanum og bara frábært kvöld í Mosfellsbæ,“ sagði Magnús. Víkingar voru beittari fram á við í upphafi leiks en Mosfellingar náðu að hlaupa skrekkinn úr sér og höfðu góð tök á leiknum samkvæmt Magnúsi. „Það var smá skrekkur í byrjun og þá voru þeir að ógna mest, á fyrstu 20 mínútunum. Eftir það höfðum við góð tök á þessu, mér fannst seinni hlutinn í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik vorum við hættulegri þegar við vorum að fara fram á við. „Hefðum getað skorað fleiri mörk, áttum mögulega að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik, skilst mér. Mér fannst við gera þetta gríðarlega vel og fannst þetta verðskuldað en ég er auðvitað hlutdrægur,“ bætti Magnús við. Baráttan um Bauhaus á mánudaginn Það er stutt á milli leikja í Bestu-deildinni en fjórða umferð hefst um helgina og eiga Mosfellingar leik á móti Fram á mánudag. Magnús og lærisveinar hans hefja undirbúning strax á morgun. „Það er bara enginn spurning að við þurfum að byrja strax að undirbúa næsta leik. Það er stutt milli og leikur á móti Fram á mánudaginn.“ „Hörku lið sem við erum að fara mæta þar, baráttan um Bauhaus fram undan og við þurfum að vera klárir í það að mæta nágrönnum okkar. Þannig það er bara „recovera“ vel núna og ná orkunni aftur og vera klárir í annan bardaga á mánudaginn,“ sagði þjálfarinn að endingu. Besta deild karla Afturelding Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
„Tilfinningin er ógeðslega góð, við höfðum trú á þessu sem við vorum að gera í dag. Frábær liðsheild og vinnuframlag var geðveikt frá öllum í liðinu, það skilaði þessu. Trúin á það sem við vorum að gera, liðsheildin og menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir,“ sagði þjálfarinn eftir leik. Víkingur átti í erfiðleikum með að skapa sér færi á móti þéttri vörn Aftureldingar og segir Magnús að leikplanið hafi gengið afar vel. „Við vorum búnir að fara yfir hvernig við vildum mæta þeim og það gekk mjög vel. Við mættum þeim kannski aðeins ofar í fyrri hálfleik en þegar við komust yfir þá fórum við aðeins neðar, komnir með forskotið.“ Góður stuðningur úr stúkunni Það mættu tæplega þúsund manns í stúkuna í Mosfellsbæ í kvöld og var Magnús afar sáttur með stuðninginn frá Mosfellingum í kvöld. „Í báðum hálfleiknum fannst mér við vera bara nálægt mönnum og ekki gefa neina bolta og gera þetta mjög vel, er mjög ánægður hvernig strákarnir leystu þetta í dag og mikið hjarta í þessu. Geðveikur stuðningur í stúkunni sem hjálpaði mikið á lokakaflanum og bara frábært kvöld í Mosfellsbæ,“ sagði Magnús. Víkingar voru beittari fram á við í upphafi leiks en Mosfellingar náðu að hlaupa skrekkinn úr sér og höfðu góð tök á leiknum samkvæmt Magnúsi. „Það var smá skrekkur í byrjun og þá voru þeir að ógna mest, á fyrstu 20 mínútunum. Eftir það höfðum við góð tök á þessu, mér fannst seinni hlutinn í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik vorum við hættulegri þegar við vorum að fara fram á við. „Hefðum getað skorað fleiri mörk, áttum mögulega að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik, skilst mér. Mér fannst við gera þetta gríðarlega vel og fannst þetta verðskuldað en ég er auðvitað hlutdrægur,“ bætti Magnús við. Baráttan um Bauhaus á mánudaginn Það er stutt á milli leikja í Bestu-deildinni en fjórða umferð hefst um helgina og eiga Mosfellingar leik á móti Fram á mánudag. Magnús og lærisveinar hans hefja undirbúning strax á morgun. „Það er bara enginn spurning að við þurfum að byrja strax að undirbúa næsta leik. Það er stutt milli og leikur á móti Fram á mánudaginn.“ „Hörku lið sem við erum að fara mæta þar, baráttan um Bauhaus fram undan og við þurfum að vera klárir í það að mæta nágrönnum okkar. Þannig það er bara „recovera“ vel núna og ná orkunni aftur og vera klárir í annan bardaga á mánudaginn,“ sagði þjálfarinn að endingu.
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira