Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2025 08:31 Sara Sigmundsdóttir þarf að enda í fyrsta sæti á Rebel Renegade Games í Suður-Afríku til þess að tryggja sér sæti á heimsleikunum. @sarasigmunds Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir er ein þeirra sem keppast þessa vikurnar við að tryggja sig inn á heimsleikana í CrossFit í haust. Okkar kona ætlar aftur á móti að fara öðruvísi leið inn á leikana að þessu sinni. Sara hefur ekki keppt á heimsleikunum síðan 2020 enda hefur hún verið afar óheppin með meiðsli undanfarin ár. Sara er nú komin aftur á fullt skrið og hefur verið að taka þátt í mótum á þessu ári. Hún náði einnig bestum árangri Íslendinga í opna hluta undankeppni heimsleikanna. Sara varð þar í fimmtánda á heimsvísu en líka í efsta sæti í Asíu. Hún æfir nú í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og keppir því ekki innan Evrópu í ár. Sara ætlaði samt að keppa Wodland Fest mótinu á Malaga á Spáni sem var undankeppni Evrópu fyrir heimsleikana. Hún hefur hætt við það en Barbell Spin vefurinn fjallaði sérstaklega um fjarveru Söru. Justin Cotler, þjálfari Söru, staðfesti við Barbell Spin vefinn að Sara ætlaði að einbeita sér að Rebel Renegade Games, sem er undankeppni Afríku. Sara ætlar sér því að komast á heimsleikana í gegnum Afríku. Rebel Renegade Games fara fram í Suður-Afríku frá 30. maí til 1. júní. Sara má taka þátt í undankeppni Afríku þar sem hún er búsett í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Keppendur sem eru með afrískt ríkisfang eða búa í einu af Persaflóalöndunum mega fara þessa leið. Það má hins vegar ekkert klikka hjá Söru því aðeins eitt sæti er í boði í keppninni. Það er aðeins sú kona sem vinnur Rebel Renegade leikana sem fær farseðil á heimsleikana. Tvær efstu konurnar komst á heimsleikana í gegnum Wodland Fest mótið á Malaga. View this post on Instagram A post shared by The Barbell Spin (@thebarbellspin) CrossFit Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira
Sara hefur ekki keppt á heimsleikunum síðan 2020 enda hefur hún verið afar óheppin með meiðsli undanfarin ár. Sara er nú komin aftur á fullt skrið og hefur verið að taka þátt í mótum á þessu ári. Hún náði einnig bestum árangri Íslendinga í opna hluta undankeppni heimsleikanna. Sara varð þar í fimmtánda á heimsvísu en líka í efsta sæti í Asíu. Hún æfir nú í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og keppir því ekki innan Evrópu í ár. Sara ætlaði samt að keppa Wodland Fest mótinu á Malaga á Spáni sem var undankeppni Evrópu fyrir heimsleikana. Hún hefur hætt við það en Barbell Spin vefurinn fjallaði sérstaklega um fjarveru Söru. Justin Cotler, þjálfari Söru, staðfesti við Barbell Spin vefinn að Sara ætlaði að einbeita sér að Rebel Renegade Games, sem er undankeppni Afríku. Sara ætlar sér því að komast á heimsleikana í gegnum Afríku. Rebel Renegade Games fara fram í Suður-Afríku frá 30. maí til 1. júní. Sara má taka þátt í undankeppni Afríku þar sem hún er búsett í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Keppendur sem eru með afrískt ríkisfang eða búa í einu af Persaflóalöndunum mega fara þessa leið. Það má hins vegar ekkert klikka hjá Söru því aðeins eitt sæti er í boði í keppninni. Það er aðeins sú kona sem vinnur Rebel Renegade leikana sem fær farseðil á heimsleikana. Tvær efstu konurnar komst á heimsleikana í gegnum Wodland Fest mótið á Malaga. View this post on Instagram A post shared by The Barbell Spin (@thebarbellspin)
CrossFit Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira