Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lovísa Arnardóttir skrifar 25. apríl 2025 10:08 Á myndinni eru styrkþegar ásamt aðstandendum Vildarbarna við úthlutunina. Aðsend Sautján börnum og fjölskyldum þeirra, samtals um 70 manns, var í gær, á fyrsta degi sumars, afhentur ferðastyrkur úr sjóði Vildarbarna Icelandair. Afhendingin fór fram í Icelandair húsinu í Hafnarfirði. Markmið sjóðsins er að gefa langveikum börnum eða börnum sem búa við sérstakar aðstæður, og fjölskyldum þeirra, tækifæri til þess að fara í draumaferð til útlanda. Í hverjum styrk felst skemmtiferð fyrir barnið og fjölskyldu þess. Allur kostnaður er greiddur – flug, gisting, dagpeningar og aðgangseyrir að sérstökum viðburði sem barnið óskar sér. Líkt og við úthlutun styrkjanna undanfarin ár afhentu Sambíóin börnunum bíómiða. „Við erum mjög stolt af Vildarbarnasjóðnum og af því að hafa getað gert draumaferðir fjölda barna að veruleika. Sjóðurinn reiðir sig að miklu leyti á framlög frá viðskiptavinum og velunnurum og erum við afar þakklát fyrir þær góðu viðtökur sem við höfum fengið frá upphafi. Það er ekki sjálfsagt að sjóður sem þessi starfi samfleytt í svo langan tíma en það er að þakka elju Peggy og Sigurðar Helgasonar, einstaklingum og fyrirtækjum sem hafa lagt sjóðnum lið, auk stjórnar og starfsfólks sjóðsins sem hafa unnið frábært starf í gegnum árin,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilkynningu. Ferðasjóður Vildarbarna var stofnaður árið 2003 með það að markmiði að styðja við langveik börn og börn sem búa við sérstakar aðstæður. Úthlutanir eru tvisvar á ári, á sumardaginn fyrsta og fyrsta vetrardag. Verndari sjóðsins er frú Vigdís Finnbogadóttir. Í tilkynningu kemur fram að sjóðurinn er fjármagnaður með stofnframlagi frá Icelandair auk framlaga frá viðskiptavinum Icelandair, fyrirtækjum og einstaklingum. Hjónin Peggy og Sigurðar Helgason hafa einnig setið í stjórn hans og veitt rausnarlegan stuðning. Peggy er iðjuþjálfi og Sigurður er fyrrverandi forstjóri og stjórnarformaður Icelandair. Sjóðurinn er nú á sínu 22. starfsári og alls hafa yfir 800 fjölskyldur ferðast á vegum hans frá upphafi. Á myndinni eru styrkþegar ásamt aðstandendum Vildarbarna við úthlutunina. Icelandair Heilbrigðismál Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Markmið sjóðsins er að gefa langveikum börnum eða börnum sem búa við sérstakar aðstæður, og fjölskyldum þeirra, tækifæri til þess að fara í draumaferð til útlanda. Í hverjum styrk felst skemmtiferð fyrir barnið og fjölskyldu þess. Allur kostnaður er greiddur – flug, gisting, dagpeningar og aðgangseyrir að sérstökum viðburði sem barnið óskar sér. Líkt og við úthlutun styrkjanna undanfarin ár afhentu Sambíóin börnunum bíómiða. „Við erum mjög stolt af Vildarbarnasjóðnum og af því að hafa getað gert draumaferðir fjölda barna að veruleika. Sjóðurinn reiðir sig að miklu leyti á framlög frá viðskiptavinum og velunnurum og erum við afar þakklát fyrir þær góðu viðtökur sem við höfum fengið frá upphafi. Það er ekki sjálfsagt að sjóður sem þessi starfi samfleytt í svo langan tíma en það er að þakka elju Peggy og Sigurðar Helgasonar, einstaklingum og fyrirtækjum sem hafa lagt sjóðnum lið, auk stjórnar og starfsfólks sjóðsins sem hafa unnið frábært starf í gegnum árin,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilkynningu. Ferðasjóður Vildarbarna var stofnaður árið 2003 með það að markmiði að styðja við langveik börn og börn sem búa við sérstakar aðstæður. Úthlutanir eru tvisvar á ári, á sumardaginn fyrsta og fyrsta vetrardag. Verndari sjóðsins er frú Vigdís Finnbogadóttir. Í tilkynningu kemur fram að sjóðurinn er fjármagnaður með stofnframlagi frá Icelandair auk framlaga frá viðskiptavinum Icelandair, fyrirtækjum og einstaklingum. Hjónin Peggy og Sigurðar Helgason hafa einnig setið í stjórn hans og veitt rausnarlegan stuðning. Peggy er iðjuþjálfi og Sigurður er fyrrverandi forstjóri og stjórnarformaður Icelandair. Sjóðurinn er nú á sínu 22. starfsári og alls hafa yfir 800 fjölskyldur ferðast á vegum hans frá upphafi. Á myndinni eru styrkþegar ásamt aðstandendum Vildarbarna við úthlutunina.
Icelandair Heilbrigðismál Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira